Finnst Arsenal líklegri en í fyrra en segir enn einn stóran póst vanta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2023 14:45 Gabriel Martinelli, Gabriel Jesus og félagar í Arsenal völtuðu yfir Lens á Emirates í gær. getty/Alex Pantling Aroni Jóhannssyni finnst Arsenal líklegri til að vinna titil á þessu tímabili en því síðasta. Arsenal sýndi Lens enga miskunn þegar Frakkarnir komu í heimsókn í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Skytturnar unnu 6-0 sigur og tryggðu sér þar með sigur í B-riðlinum. Í Meistaradeildarmörkunum spurðir Kjartan Atli Kjartansson Aron og Ólaf Kristjánsson hvort Arsenal væri líklegra til að vinna titil í ár en í fyrra. „Já, ég held það. Mér finnst þeir vera búnir að taka skref áfram,“ sagði Aron. Hann segir samt að Arsenal vanti enn topp framherja. „Eins og oft er búið að tala um vantar einn stóran póst í þetta lið. Ég er sammála mörgum öðrum, mér finnst vanta alvöru níu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Arsenal Aron segir að Arsenal muni fá erfiðari verkefni upp í hendurnar á tímabilinu en það sem Lens lagði fyrir Skytturnar í gær. „Þetta minnti mig smá á þegar maður er að spila ellefu á móti ellefu á æfingu, A og á móti B, og B-liðið má ekki pressa hundrað prósent. Þeir leyfðu þeim að gera hlutina, allavega eftir að þeir komust í 2-0,“ sagði Aron. „Þegar þú gefur þessum mönnum með alla þessa hæfileika svona mikinn tíma og frjálsræði til að leika sér fær maður að sjá svona úrslit. En ég held að þeir þurfi að bæta við sig 1-2 topp klassa leikmönnum ef þeir ætla að komast á sama stall og Manchester City og Real Madrid.“ Umræðuna um Arsenal má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
Arsenal sýndi Lens enga miskunn þegar Frakkarnir komu í heimsókn í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Skytturnar unnu 6-0 sigur og tryggðu sér þar með sigur í B-riðlinum. Í Meistaradeildarmörkunum spurðir Kjartan Atli Kjartansson Aron og Ólaf Kristjánsson hvort Arsenal væri líklegra til að vinna titil í ár en í fyrra. „Já, ég held það. Mér finnst þeir vera búnir að taka skref áfram,“ sagði Aron. Hann segir samt að Arsenal vanti enn topp framherja. „Eins og oft er búið að tala um vantar einn stóran póst í þetta lið. Ég er sammála mörgum öðrum, mér finnst vanta alvöru níu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Arsenal Aron segir að Arsenal muni fá erfiðari verkefni upp í hendurnar á tímabilinu en það sem Lens lagði fyrir Skytturnar í gær. „Þetta minnti mig smá á þegar maður er að spila ellefu á móti ellefu á æfingu, A og á móti B, og B-liðið má ekki pressa hundrað prósent. Þeir leyfðu þeim að gera hlutina, allavega eftir að þeir komust í 2-0,“ sagði Aron. „Þegar þú gefur þessum mönnum með alla þessa hæfileika svona mikinn tíma og frjálsræði til að leika sér fær maður að sjá svona úrslit. En ég held að þeir þurfi að bæta við sig 1-2 topp klassa leikmönnum ef þeir ætla að komast á sama stall og Manchester City og Real Madrid.“ Umræðuna um Arsenal má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00