Vilja bjarga síðustu kanínunum í Elliðaárdal Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. desember 2023 07:00 Gréta Sóley Sigurðardóttir vonast til þess að hægt verði að bjarga þeim ellefu kanínum sem enn eru eftir í dalnum. Vísir/Egill Fólk vitjar enn kanína í Elliðaárdal, tæpum tveimur árum eftir að þeim var nánast öllum bjargað af dýravelferðarfélögum og Dýraþjónustu Reykjavíkur. Sjálfboðaliði Dýrahjálpar segir að enn séu eftir ellefu kanínur í dalnum en að um níutíu hafi verið bjargað. 47 þeirra vantar enn heimili. Umræður um kanínuskort í dalnum spruttu upp á íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook. Þar furðaði íbúi sem þar var á ferð með börn sín sig á því að engar kanínur væru til staðar á þeim stað þar sem þær hafa haldið sig um árabil. Gréta Sóley Sigurðardóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands, segir í samtali við Vísi það ágætis tilefni til að minna á hvers vegna þeim var bjargað og að enn vanti nokkrar heimili. Fréttastofa gerði því skil í janúar í fyrra þegar dýraverndunarsamtökin réðust í samstillt átak um að koma kanínunum í skjól. Hér má sjá innslag fréttastofu. Kanínurnar enn í heimilisleit „Þetta er ágætt tilefni til að koma því á framfæri hvers vegna við gripum til þessara aðgerða á sínum tíma, það er greinilegt að það er fullt af fólki sem ekki hefur frétt þetta, segir Gréta Sóley og minnir á að enn eigi eftir að bjarga ellefu kanínum inn. „Ég er sjálf með fimm kanínur, fjórar þeirra eru úr þessum verkefnum og svo eru hinar á fósturheimilum víð og dreif,“ segir Gréta. Hún segir þær enn þó nokkrar í heimilisleit. „Það væri draumurinn að taka þessar ellefu sem enn eru eftir inn. Af því að þetta svæði er líka svo vont. Þarna er hjólastígur, þetta er rétt hjá götunni og þarna er mikil umferð.“ Gréta segist mæla innilega með kanínunum úr Elliðarárdal, sem hún segir meðal ljúfustu kanína landsins. Gréta Sóley Beinbrotnar á víðavangi Gréta segir að þær kanínur sem enn séu eftir séu illa á sig komnar. Það sé alveg ljóst að það hafi verið þörf á því að bjarga þeim úr dalnum, aðstæðurnar hafi ekki verið boðlegar fyrir dýrin. „Ég á því miður ansi margar myndir úr dalnum af þeim þar sem þær eru illa á sig komnar. Við vorum mikið þarna í fyrrasumar og þetta var alveg hræðilegt. Við þurftum oft að fara með kanínur úr dalnum beint í svæfingu. Sumar voru kannski fótbrotnar og ein var með opið beinbrot.“ Gréta segir dýravelferðarsamtök hafa verið dugleg að fjarlæga hræ dýranna af svæðinu. Það hafi líklega haft þau áhrif að ekki allir geri sér grein fyrir því hve erfiðu lífi dýrin lifðu. „Hámarksaldur þeirra úti er tvö til þrjú ár, á meðan hann er tólf til fimmtán ár inni. Þú sérð það bara á þessum tölum hvað þetta tekur ótrúlega mikið á fyrir þessi dýr. Svo höfum við verið að finna kanínur sem augljóslega hafa dáið úr hungri. Það eru engir áverkar á þeim og þær virðast bara hafa gefist upp.“ Myndir ekki henda hundi út Gréta segist sjálf ekki þekkja það hvenær kanínur birtust fyrst í Elliðarárdalnum. Ljóst sé að þær hafi mætt fyrst þegar eigandi gælukanínu hafi hent henni þar út. Síðan hafi fleiri fylgt í sömu fótspor og er nú önnur og þriðja kynslóð kanína eftir í dalnum. Gréta minnir á að það sé svo gott sem dauðadómur yfir kanínum að vera skildar eftir úti. Það eigi sérstaklega við um Elliðarárdalinn þar sem kanínur séu að eðlisfari frek á eigin svæði. Þær sem fyrir séu taki þeim því alls ekki fagnandi. „Við biðlum bara til fólks um að leita annarra leiða. Það er hægt að hafa samband við Dýrahjálp eða Villikanínur. Við getum tekið við þeim og það er í raun miklu betri kostur fyrir þessi dýr. Þú myndir ekkert henda chihuahua hundinum þínum út og láta hann redda sér. Það er allt annað að vera fæddur inni og vera svo hent út á eitthvað svæði sem þú þekkir ekkert.“ Þakklátustu kanínurnar Gréta Sóley segir að hafi lesendur Vísis áhuga á að ættleiða kanínur úr Elliðarárdal sé hægt að hafa samband við Dýrahjálp eða Villikanínur. Hún tekur fram að þessar kanínur séu þær yndislegustu sem hún hafi hitt. „Þetta eru kanínur sem ég hef aldrei verið bitin af á meðan við erum með heimiliskanínur sem hegða sér allt öðruvísi. Stundum er heimiliskanínum misboðið yfir matnum eða öðru slíku á meðan að kanínurnar í Elliðarárdalnum eru bara: „Vá matur! Handa mér, í skál! Frábært, takk! Ha? Ertu að klippa klærnar mínar? Vá, takk! Það er eins og þær séu miklu þakklátari.“ Gréta segir kanínurnar úr Elliðarárdalnum meðal þakklátustu kanína landsins.Gréta Sóley Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Umræður um kanínuskort í dalnum spruttu upp á íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook. Þar furðaði íbúi sem þar var á ferð með börn sín sig á því að engar kanínur væru til staðar á þeim stað þar sem þær hafa haldið sig um árabil. Gréta Sóley Sigurðardóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands, segir í samtali við Vísi það ágætis tilefni til að minna á hvers vegna þeim var bjargað og að enn vanti nokkrar heimili. Fréttastofa gerði því skil í janúar í fyrra þegar dýraverndunarsamtökin réðust í samstillt átak um að koma kanínunum í skjól. Hér má sjá innslag fréttastofu. Kanínurnar enn í heimilisleit „Þetta er ágætt tilefni til að koma því á framfæri hvers vegna við gripum til þessara aðgerða á sínum tíma, það er greinilegt að það er fullt af fólki sem ekki hefur frétt þetta, segir Gréta Sóley og minnir á að enn eigi eftir að bjarga ellefu kanínum inn. „Ég er sjálf með fimm kanínur, fjórar þeirra eru úr þessum verkefnum og svo eru hinar á fósturheimilum víð og dreif,“ segir Gréta. Hún segir þær enn þó nokkrar í heimilisleit. „Það væri draumurinn að taka þessar ellefu sem enn eru eftir inn. Af því að þetta svæði er líka svo vont. Þarna er hjólastígur, þetta er rétt hjá götunni og þarna er mikil umferð.“ Gréta segist mæla innilega með kanínunum úr Elliðarárdal, sem hún segir meðal ljúfustu kanína landsins. Gréta Sóley Beinbrotnar á víðavangi Gréta segir að þær kanínur sem enn séu eftir séu illa á sig komnar. Það sé alveg ljóst að það hafi verið þörf á því að bjarga þeim úr dalnum, aðstæðurnar hafi ekki verið boðlegar fyrir dýrin. „Ég á því miður ansi margar myndir úr dalnum af þeim þar sem þær eru illa á sig komnar. Við vorum mikið þarna í fyrrasumar og þetta var alveg hræðilegt. Við þurftum oft að fara með kanínur úr dalnum beint í svæfingu. Sumar voru kannski fótbrotnar og ein var með opið beinbrot.“ Gréta segir dýravelferðarsamtök hafa verið dugleg að fjarlæga hræ dýranna af svæðinu. Það hafi líklega haft þau áhrif að ekki allir geri sér grein fyrir því hve erfiðu lífi dýrin lifðu. „Hámarksaldur þeirra úti er tvö til þrjú ár, á meðan hann er tólf til fimmtán ár inni. Þú sérð það bara á þessum tölum hvað þetta tekur ótrúlega mikið á fyrir þessi dýr. Svo höfum við verið að finna kanínur sem augljóslega hafa dáið úr hungri. Það eru engir áverkar á þeim og þær virðast bara hafa gefist upp.“ Myndir ekki henda hundi út Gréta segist sjálf ekki þekkja það hvenær kanínur birtust fyrst í Elliðarárdalnum. Ljóst sé að þær hafi mætt fyrst þegar eigandi gælukanínu hafi hent henni þar út. Síðan hafi fleiri fylgt í sömu fótspor og er nú önnur og þriðja kynslóð kanína eftir í dalnum. Gréta minnir á að það sé svo gott sem dauðadómur yfir kanínum að vera skildar eftir úti. Það eigi sérstaklega við um Elliðarárdalinn þar sem kanínur séu að eðlisfari frek á eigin svæði. Þær sem fyrir séu taki þeim því alls ekki fagnandi. „Við biðlum bara til fólks um að leita annarra leiða. Það er hægt að hafa samband við Dýrahjálp eða Villikanínur. Við getum tekið við þeim og það er í raun miklu betri kostur fyrir þessi dýr. Þú myndir ekkert henda chihuahua hundinum þínum út og láta hann redda sér. Það er allt annað að vera fæddur inni og vera svo hent út á eitthvað svæði sem þú þekkir ekkert.“ Þakklátustu kanínurnar Gréta Sóley segir að hafi lesendur Vísis áhuga á að ættleiða kanínur úr Elliðarárdal sé hægt að hafa samband við Dýrahjálp eða Villikanínur. Hún tekur fram að þessar kanínur séu þær yndislegustu sem hún hafi hitt. „Þetta eru kanínur sem ég hef aldrei verið bitin af á meðan við erum með heimiliskanínur sem hegða sér allt öðruvísi. Stundum er heimiliskanínum misboðið yfir matnum eða öðru slíku á meðan að kanínurnar í Elliðarárdalnum eru bara: „Vá matur! Handa mér, í skál! Frábært, takk! Ha? Ertu að klippa klærnar mínar? Vá, takk! Það er eins og þær séu miklu þakklátari.“ Gréta segir kanínurnar úr Elliðarárdalnum meðal þakklátustu kanína landsins.Gréta Sóley
Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20