Vallarstjóranum kennt um tap í lykilleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 13:00 Það hefur verið mjög kalt í Noregu síðustu daga og það er að gera vallarstjórum erfitt fyrir nú þegar liðin eru að keppa um laus sæti í efstu deild. Getty Það eru ekki aðeins krefjandi aðstæður í Laugardalnum þegar kemur að því að halda fótboltavöllum spilhæfum inn í veturinn. Úrslitakeppnin í norska fótboltanum hófst um helgina en þar er verið að keppa um laust sæti í efstu deild. Fyrsti leikurinn fór þó aldrei fram vegna slæmra vallaraðstæðna. Start átti þá að fá Bryne í heimsókn en leikurinn komst í heimsfréttirnar í síðustu viku eftir að Erling Haaland, framherji Manchester City, bauðst til að borga ferðakostnaðinn fyrir stuðningsmenn æskufélagsins síns Bryne. Bryne-leder til VG: Bryne tilkjent seier etter Start-tabbe https://t.co/XGdnkLZfSw— VG Sporten (@vgsporten) November 26, 2023 Þegar á hólminn var komið á laugardaginn þá var ekki hægt að spila á vellinum í Start og leiknum því aflýst. Norska knattspyrnusambandið ákvað síðan að ábyrgðin lægi hjá Start og dæmdi því Bryne sigurinn. Ástæðan er að vallarstjórinn hjá Start gerði ekki nauðsynlegar ráðstafanir til að hafa völlinn í leikhæfu ástandi. Það eru vissulega erfiðar vetraraðstæður í Noregi en tapið skrifast samt á vallarstjórann. Næst á dagskrá hjá Bryne liðinu er leikur í undanúrslitunum á móti Kristiansund en leikurinn á að fara á heimavelli Kristiansund. Vegna kuldans í Noregi og vandamála með upphitun vallarins í Kristiansund þá lítur út fyrir að leikurinn verði færður til Ålesund. Lokaákvörðun verður tekin í kvöld. Vallarstjórinn í Kristiansund hefur verið að reyna að salta völlinn en þótt að hitakerfi sé undir vellinum þá er það eitthvað bilað á hluta vallarins. Tidens Krav: Kristiansund kjemper mot kulden kvalifiseringskamp til Eliteserien kan bli flyttet https://t.co/QmHDssm1eg— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) November 27, 2023 Norski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Úrslitakeppnin í norska fótboltanum hófst um helgina en þar er verið að keppa um laust sæti í efstu deild. Fyrsti leikurinn fór þó aldrei fram vegna slæmra vallaraðstæðna. Start átti þá að fá Bryne í heimsókn en leikurinn komst í heimsfréttirnar í síðustu viku eftir að Erling Haaland, framherji Manchester City, bauðst til að borga ferðakostnaðinn fyrir stuðningsmenn æskufélagsins síns Bryne. Bryne-leder til VG: Bryne tilkjent seier etter Start-tabbe https://t.co/XGdnkLZfSw— VG Sporten (@vgsporten) November 26, 2023 Þegar á hólminn var komið á laugardaginn þá var ekki hægt að spila á vellinum í Start og leiknum því aflýst. Norska knattspyrnusambandið ákvað síðan að ábyrgðin lægi hjá Start og dæmdi því Bryne sigurinn. Ástæðan er að vallarstjórinn hjá Start gerði ekki nauðsynlegar ráðstafanir til að hafa völlinn í leikhæfu ástandi. Það eru vissulega erfiðar vetraraðstæður í Noregi en tapið skrifast samt á vallarstjórann. Næst á dagskrá hjá Bryne liðinu er leikur í undanúrslitunum á móti Kristiansund en leikurinn á að fara á heimavelli Kristiansund. Vegna kuldans í Noregi og vandamála með upphitun vallarins í Kristiansund þá lítur út fyrir að leikurinn verði færður til Ålesund. Lokaákvörðun verður tekin í kvöld. Vallarstjórinn í Kristiansund hefur verið að reyna að salta völlinn en þótt að hitakerfi sé undir vellinum þá er það eitthvað bilað á hluta vallarins. Tidens Krav: Kristiansund kjemper mot kulden kvalifiseringskamp til Eliteserien kan bli flyttet https://t.co/QmHDssm1eg— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) November 27, 2023
Norski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira