Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2023 14:44 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir helstu bætur eins og barna- og vaxtabætur lækka á milli ára samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að samkvæmt frumvarpinu lækkuðu vaxtabætur um 25 prósent milli ára. Að óbreyttu muni fimm þúsund manns að auki detta út úr vaxtabótakerfinu og húsnæðisbætur lækkuðu þótt leiguverð hefði hækkað á árinu og barnabætur lækkuðu aðraungildi vegna verðbólgunnar. „Það hefur ekkert frumvarp komið fram um breytingar á húsaleigulögum til að styrkja stöðu leigjenda. Þrátt fyrir ítrekuð loforð frá innviðaráðherra. Engin leigubremsa. Lítið gerist þrátt fyrir áframhaldandi þrýsting á húsnæðismarkaði. Þetta eru staðreyndir málsins,“ sagði Kristrún. Ríkisstjórnin gæti ekki skilað af sér óábyrgum fjárlögum í skjóli jarðhræringa á Reykjanesi. Það væri lykilatriði fyrir Grindvíkinga og alla landsmenn að ríkisstjórn notaði tækifærið við gerð fjárlaga til að styrkja getu fólks til að takast á við áföll. „Hvernig stendur á því að þessi ríkisstjórn sem ætlar að halda utan um fólkið í landinu er að skerða barnabætur að raunvirði til tekjulægsta fólksins. Hvernig stendur á því að húsnæðisbætur fara lækkandi á milli ára, þrátt fyrir verðbólgu. Þessum spurningum verðum við að svara þrátt fyrir ástandið sem er til staðar í Grindavík. Við tökum öll höndum saman í tengslum við það. En við getum ekki horfið frá grundvallar verkefnum í efnahagsmálum þjóðarinnar,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakbosdóttir segir kerfisbreytingar hafa verið gerðar á barnabótakerfinu þannig að framlög til þess muni hækka um 1,4 milljarða á næsta ár.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði unnið að ýmsum kerfisbreytingum til að mynda á barnabótakerfinu. Framlög til þess muni aukast um 1,4 milljarða króna á næsta ári. „Ég vil líka minna á að stuðningur við barnafjölskyldur er hlutfallslega mikill á Íslandi þegar borið er saman við Norðurlöndin. En hann er ólíkur. Þá er ég að tala um niðurgreiðslu á þjónustu. Þetta birtist í samanburði OECD á stuðningi ríkja við barnafjölskyldur, þar sem við tölum um stuðning við barnafjölskyldur og auðvitað leikskólakerfið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að samkvæmt frumvarpinu lækkuðu vaxtabætur um 25 prósent milli ára. Að óbreyttu muni fimm þúsund manns að auki detta út úr vaxtabótakerfinu og húsnæðisbætur lækkuðu þótt leiguverð hefði hækkað á árinu og barnabætur lækkuðu aðraungildi vegna verðbólgunnar. „Það hefur ekkert frumvarp komið fram um breytingar á húsaleigulögum til að styrkja stöðu leigjenda. Þrátt fyrir ítrekuð loforð frá innviðaráðherra. Engin leigubremsa. Lítið gerist þrátt fyrir áframhaldandi þrýsting á húsnæðismarkaði. Þetta eru staðreyndir málsins,“ sagði Kristrún. Ríkisstjórnin gæti ekki skilað af sér óábyrgum fjárlögum í skjóli jarðhræringa á Reykjanesi. Það væri lykilatriði fyrir Grindvíkinga og alla landsmenn að ríkisstjórn notaði tækifærið við gerð fjárlaga til að styrkja getu fólks til að takast á við áföll. „Hvernig stendur á því að þessi ríkisstjórn sem ætlar að halda utan um fólkið í landinu er að skerða barnabætur að raunvirði til tekjulægsta fólksins. Hvernig stendur á því að húsnæðisbætur fara lækkandi á milli ára, þrátt fyrir verðbólgu. Þessum spurningum verðum við að svara þrátt fyrir ástandið sem er til staðar í Grindavík. Við tökum öll höndum saman í tengslum við það. En við getum ekki horfið frá grundvallar verkefnum í efnahagsmálum þjóðarinnar,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakbosdóttir segir kerfisbreytingar hafa verið gerðar á barnabótakerfinu þannig að framlög til þess muni hækka um 1,4 milljarða á næsta ár.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði unnið að ýmsum kerfisbreytingum til að mynda á barnabótakerfinu. Framlög til þess muni aukast um 1,4 milljarða króna á næsta ári. „Ég vil líka minna á að stuðningur við barnafjölskyldur er hlutfallslega mikill á Íslandi þegar borið er saman við Norðurlöndin. En hann er ólíkur. Þá er ég að tala um niðurgreiðslu á þjónustu. Þetta birtist í samanburði OECD á stuðningi ríkja við barnafjölskyldur, þar sem við tölum um stuðning við barnafjölskyldur og auðvitað leikskólakerfið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira