Newcastle getur fengið leikmenn á láni frá liðum með sömu eigendur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. nóvember 2023 17:46 Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle hefur leyfi til að nýta samböndin í Sádi-Arabíu. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images Enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle verður heimilt að fá leikmenn á láni frá sádi-arabískum félögum í janúar á næsta ári þrátt fyrir að sami aðili eigi bæði liðin. Félög ensku úrvalsdeildarinnar greiddu atkvæði í dag um reglur sem myndu koma í veg fyrir að félög gætu fengið leikmenn á láni frá öðrum félögum sem væru með sömu eigendur. Alls vildu þrettán félög koma í veg fyrir þess konar flæði leikmanna, en sjö félög greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fjórtán atkvæði þurfti til að reglurnar myndu taka gildi og því vantaði aðeins eitt upp á og tillagan var því felld. Bannið átti aðeins að gilda um lánssamninga til ensku úrvalsdeildarfélaganna, en ekki frá þeim, og átti það aðeins að gilda í janúar áður en hægt væri að finna lausnir fyrir sumargluggann. Það þýðir að lið eins og Newcastle, sem er í eigu sádi-arabíska fjárfestingasjóðsins PIF, mun geta sótt leikmenn úr sádi-arabísku deildinni á láni í janúar. Þar eru fjögur félög í eigu PIF, en þau eru AL-Nassr, Al-Hilal, Al-Ittihad og Al-Ahli. Með liðunum fjórum leika leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Sadio Mané, Aymeric Laporte, Karim Benzema, N'Golo Kante, Neymar, Kalidou Koulibaly, Riyad Mahrez og Edouard Mendy. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, er einnig á mála hjá Al-Hilal og hefur hann verið orðaður við komu til Newcastle. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Félög ensku úrvalsdeildarinnar greiddu atkvæði í dag um reglur sem myndu koma í veg fyrir að félög gætu fengið leikmenn á láni frá öðrum félögum sem væru með sömu eigendur. Alls vildu þrettán félög koma í veg fyrir þess konar flæði leikmanna, en sjö félög greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fjórtán atkvæði þurfti til að reglurnar myndu taka gildi og því vantaði aðeins eitt upp á og tillagan var því felld. Bannið átti aðeins að gilda um lánssamninga til ensku úrvalsdeildarfélaganna, en ekki frá þeim, og átti það aðeins að gilda í janúar áður en hægt væri að finna lausnir fyrir sumargluggann. Það þýðir að lið eins og Newcastle, sem er í eigu sádi-arabíska fjárfestingasjóðsins PIF, mun geta sótt leikmenn úr sádi-arabísku deildinni á láni í janúar. Þar eru fjögur félög í eigu PIF, en þau eru AL-Nassr, Al-Hilal, Al-Ittihad og Al-Ahli. Með liðunum fjórum leika leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Sadio Mané, Aymeric Laporte, Karim Benzema, N'Golo Kante, Neymar, Kalidou Koulibaly, Riyad Mahrez og Edouard Mendy. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, er einnig á mála hjá Al-Hilal og hefur hann verið orðaður við komu til Newcastle.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira