Í gær tapaði íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu 2-0 fyrir Portúgal en nú var komið að U-15 ára landsliði stúlkna að mæta Portúgal. Líkt og í gær fór Portúgal með 2-0 sigur af hólmi en Ísland hafði byrjað mótið á 3-3 jafntefli við Spán.
Ísland gerði níu breytingar á byrjunarliði sínu en ef aðeins er rýnt er í úrslitin gætu þau komið á óvart þar sem Portúgal tapaði 11-1 gegn Þýskalandi í fyrsta leik sínum á mótinu. Ísland mætir Þýskalandi á fimmtudaginn kemur í lokaleik sínum á mótinu.
Leikinn má sjá í heild sinni hér að neðan.