„Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. nóvember 2023 07:30 Mynd segir meira en 1000 orð. Twitter@footballiceland Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. „Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar. Sama með vinafólk fjölskyldu minnar og foreldra. Þetta er náttúrulega, maður hefur aldrei upplifað annað eins. Og þau náttúrulega eru að upplifa þetta. Þetta er skrítin staða, allir að bíða eftir að eitthvað gerist.“ „Ég sendi mínar baráttukveðjur og hugur minn er hjá fólkinu í Grindavík. Vonandi að, maður veit ekki hvað maður á að vona, allavega að þau fái lausn á sínum málum sem fyrst fyrir þennan fallega bæ sem Grindavík er,“ sagði Alfreð en hvað leik gærkvöldsins varðar þá var Alfreð nokkuð brattur þrátt fyrir tap. „Ég held það sé ekki spurning að það megi finna mjög margt jákvætt. Erum að spila á móti liði sem getur unnið hvert einasta stórmót og við vitum hvernig leikmyndin verður. Þeir verða mjög mikið með boltann og svo þurfum við að gera sem best úr þeim stöðum þegar við fáum boltann.“ „Eina svekkelsið í fyrri hálfleik var að við vorum með ágætis stöður en síðasta sendingin var ef til vill ekki rétt því það var mikið pláss fyrir aftan þá þegar við unnum boltann. Við náðum kannski ekki að nýta það nægilega vel. Vorum lengi í lágri blokk og vorum að gera það mjög fagmannlega eins og við þekkjum og kunnum. Svo eru þeir með það mikil gæði að þeir náðu að brjóta okkur á bak aftur tvisvar.“ „Þegar þú spilar sem framherji fyrir íslenska landsliðið þá er varnarvinnan oftar en ekki það mikilvægasta, og hefur verið í gegnum árin. Maður er vanur því og við vissum hvernig sviðsmyndin var í leiknum á móti Portúgal heima á Íslandi og við vildum fá alveg eins leik.“ „Vissum að þeir myndu vera mikið með boltann og tvö- eða þrefalda á kantana. Það er mjög erfitt og krefjandi að gera það í 90 mínútur því þeir eru það góðir og með það marga hágæða leikmenn. Við sofnum kannski í hálfa sekúndu og þá komast þeir í dauðafæri, þetta er gríðarlega erfitt en heilt yfir miklar framfarir frá síðasta leik. Frammistaðan var í fínu lagi fannst mér.“ Klippa: Alfreð Finnboga eftir leikinn gegn Portúgal Að lokum var Alfreð spurður út í umspilið og hvernig sá möguleiki leggist í hann. „Held að við getum sótt grunninn í leikjum eins og þessu, eins og Slóvakíu og Portúgal heima þar sem varnarvinnan er upp á 10. Erum að vinna og verjast sem lið. Það mun alltaf vera grunnurinn fyrir okkur. Svo erum við með gæði og sköpum okkur færi í þessum leikjum, sköpuðum nokkur í seinni hálfleik og eitt skot frá Arnóri (Sigurðssyni) í fyrri hálfleik.“ „Þurfum að finna þessa blöndu, vita nokkurn veginn hvað er okkar einkenni og vinna nánar í því. Höfum ekki mikinn tíma, enginn leikur þar sem við erum allir saman fram í mars og vonandi að við séum í þessu umspili, maður veit ekki alveg hvernig staðan er á því.“ Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Portúgal: Hákon Rafn framúrskarandi þrátt fyrir mistök í markinu Ísland tapaði síðasta leik sínum í undankeppni EM 2024 gegn Portúgal ytra, 2-0. Heilt yfir átti íslenska liðið fínan leik og spilaði mun betur en í síðasta leik gegn Slóvakíu. Tveir menn enduðu jafnir með hæstu einkunn, Hákon Rafn og Arnór Sigurðsson. Báðir áttu þeir frábæran leik, en lækkuðu aðeins í einkunn eftir mistök sem leiddu að marki. 19. nóvember 2023 21:56 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
„Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar. Sama með vinafólk fjölskyldu minnar og foreldra. Þetta er náttúrulega, maður hefur aldrei upplifað annað eins. Og þau náttúrulega eru að upplifa þetta. Þetta er skrítin staða, allir að bíða eftir að eitthvað gerist.“ „Ég sendi mínar baráttukveðjur og hugur minn er hjá fólkinu í Grindavík. Vonandi að, maður veit ekki hvað maður á að vona, allavega að þau fái lausn á sínum málum sem fyrst fyrir þennan fallega bæ sem Grindavík er,“ sagði Alfreð en hvað leik gærkvöldsins varðar þá var Alfreð nokkuð brattur þrátt fyrir tap. „Ég held það sé ekki spurning að það megi finna mjög margt jákvætt. Erum að spila á móti liði sem getur unnið hvert einasta stórmót og við vitum hvernig leikmyndin verður. Þeir verða mjög mikið með boltann og svo þurfum við að gera sem best úr þeim stöðum þegar við fáum boltann.“ „Eina svekkelsið í fyrri hálfleik var að við vorum með ágætis stöður en síðasta sendingin var ef til vill ekki rétt því það var mikið pláss fyrir aftan þá þegar við unnum boltann. Við náðum kannski ekki að nýta það nægilega vel. Vorum lengi í lágri blokk og vorum að gera það mjög fagmannlega eins og við þekkjum og kunnum. Svo eru þeir með það mikil gæði að þeir náðu að brjóta okkur á bak aftur tvisvar.“ „Þegar þú spilar sem framherji fyrir íslenska landsliðið þá er varnarvinnan oftar en ekki það mikilvægasta, og hefur verið í gegnum árin. Maður er vanur því og við vissum hvernig sviðsmyndin var í leiknum á móti Portúgal heima á Íslandi og við vildum fá alveg eins leik.“ „Vissum að þeir myndu vera mikið með boltann og tvö- eða þrefalda á kantana. Það er mjög erfitt og krefjandi að gera það í 90 mínútur því þeir eru það góðir og með það marga hágæða leikmenn. Við sofnum kannski í hálfa sekúndu og þá komast þeir í dauðafæri, þetta er gríðarlega erfitt en heilt yfir miklar framfarir frá síðasta leik. Frammistaðan var í fínu lagi fannst mér.“ Klippa: Alfreð Finnboga eftir leikinn gegn Portúgal Að lokum var Alfreð spurður út í umspilið og hvernig sá möguleiki leggist í hann. „Held að við getum sótt grunninn í leikjum eins og þessu, eins og Slóvakíu og Portúgal heima þar sem varnarvinnan er upp á 10. Erum að vinna og verjast sem lið. Það mun alltaf vera grunnurinn fyrir okkur. Svo erum við með gæði og sköpum okkur færi í þessum leikjum, sköpuðum nokkur í seinni hálfleik og eitt skot frá Arnóri (Sigurðssyni) í fyrri hálfleik.“ „Þurfum að finna þessa blöndu, vita nokkurn veginn hvað er okkar einkenni og vinna nánar í því. Höfum ekki mikinn tíma, enginn leikur þar sem við erum allir saman fram í mars og vonandi að við séum í þessu umspili, maður veit ekki alveg hvernig staðan er á því.“
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Portúgal: Hákon Rafn framúrskarandi þrátt fyrir mistök í markinu Ísland tapaði síðasta leik sínum í undankeppni EM 2024 gegn Portúgal ytra, 2-0. Heilt yfir átti íslenska liðið fínan leik og spilaði mun betur en í síðasta leik gegn Slóvakíu. Tveir menn enduðu jafnir með hæstu einkunn, Hákon Rafn og Arnór Sigurðsson. Báðir áttu þeir frábæran leik, en lækkuðu aðeins í einkunn eftir mistök sem leiddu að marki. 19. nóvember 2023 21:56 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Einkunnir Íslands gegn Portúgal: Hákon Rafn framúrskarandi þrátt fyrir mistök í markinu Ísland tapaði síðasta leik sínum í undankeppni EM 2024 gegn Portúgal ytra, 2-0. Heilt yfir átti íslenska liðið fínan leik og spilaði mun betur en í síðasta leik gegn Slóvakíu. Tveir menn enduðu jafnir með hæstu einkunn, Hákon Rafn og Arnór Sigurðsson. Báðir áttu þeir frábæran leik, en lækkuðu aðeins í einkunn eftir mistök sem leiddu að marki. 19. nóvember 2023 21:56