Elísabet neitaði þjálfarastarfi hjá karlaliði í efstu deild í Svíþjóð Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2023 07:01 Elísabet er tilbúin að bíða þar til rétta starfið býðst. Mynd/@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en hefur áhuga á þjálfunarstarfi í einhverri af stærri deildum Evrópu. Hún hafnaði boði um að gerast aðstoðarþjálfari hjá liði í efstu deild karla í Svíþjóð. Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad í síðasta sinn á dögunum en hún tók við sem þjálfari hjá félaginu árið 2009. Á þeim tíma hefur hún lyft grettistaki hjá félaginu og fest það í sessi sem eitt af sterkari liðum í Svíþjóð. Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við Elísabetu á dögunum um framtíðina og hvað tæki við hjá henni núna eftir að tímanum hjá Kristianstad er lokið. „Ég ákvað það bara að ég ætla að stíga varlega til jarðar og ekki æða út í viðræður án þess að hafa opinn hugann fyrir mörgum möguleikum. Ég hef klárlega verið að skoða eitthvað og afþakkað einhver boð. Ég hef ekki sett fótinn niður í eitthvað sem öskrar bara „já“ í hausnum á mér. Ég ætla að nota tímann vel og sjá hvað er í boði. Ef ég þarf að bíða eftir því sem mér finnst vera rétt þá geri ég það bara,“ sagði Elísabet við Svövu Kristínu. Hún segir vissulega ákveðin störf heilla meira en önnur og segist mikið hafa verið að horfa til stórra kvennadeilda eins og í Bandaríkjunum og á Englandi. „Síðan kom upp spurning hér hjá liði í efstu deild karla. Ég verð að viðurkenna að mér fannst mjög skemmtilegt að fá það símtal þar sem mér var boðið mjög stórt hlutverk hjá þeim. Sem aðstoðarþjálfari og með ábyrgð á þeirra sóknarleik. Mér fannst það ótrúlega spennandi og gaman að kona fái svona spurningu. Ég fann það bara líka að mín þekking á kvennaknattspyrnu er það stór og mikil og mér finnst hún þurfa að nýtast þar. Þannig að ég sagði nei við því.“ „Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet segir ekki koma til greina að taka við félagsliði á Íslandi. „Ég hef hafnað öllum tilboðum, ég hef fengið tilboð frá sænskum, íslenskum og norskum liðum. Ég hef tekið ákvörðun að það er ekki akkúrat það sem mig langar núna. Ég ætla bara að bíða og sjá hvað er í boði.“ „Ég er mjög meðvituð að til dæmis í Englandi, þau störf eru ekkert endilega í boði fyrr en í sumar. Ef ég þarf að vera róleg og bíða og sjá hvað gerist í sumar þá er það kannski það sem ég kem til með að gera.“ Það eru ekki bara félagslið sem Elísabet horfir í því landsliðin heilla líka. „Mér finnst landsliðsþjálfarastörfin orðin mjög spennandi. Þetta eru margir gluggar og margir möguleikar í stöðunni eins og til dæmis með nýju Þjóðadeildinni. Þú getur byggt ýmislegt ef maður horfir á langtímamarkmið með landslið. Þessi stórmót í kvennaboltanum eru orðin risastór. Það er ótrúlega mikið af áhorfendum og mikill áhugi á þessum mótum. Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet fór í viðræður við KSÍ á sínum tíma um stöðu landsliðsþjálfara kvenna en var ekki tilbúin að hætta með Kristianstad innan þess ramma sem KSÍ setti. Hún var ósátt með Knattspyrnusambandið en viðurkennir að starf landsliðsþjálfara kvenna sé spennandi. „Það væri auðvitað spennandi einn daginn. Íslenska landsliðið er ekki í boði núna þannig að það er ekkert sem ég er að pæla í. Ég er frá Íslandi þannig að sjálfsögðu mun það einhvern tíman í framtíðinni vera draumastarfið.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísabetu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elísabet Gunnarsdóttir um framtíðina Sænski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad í síðasta sinn á dögunum en hún tók við sem þjálfari hjá félaginu árið 2009. Á þeim tíma hefur hún lyft grettistaki hjá félaginu og fest það í sessi sem eitt af sterkari liðum í Svíþjóð. Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við Elísabetu á dögunum um framtíðina og hvað tæki við hjá henni núna eftir að tímanum hjá Kristianstad er lokið. „Ég ákvað það bara að ég ætla að stíga varlega til jarðar og ekki æða út í viðræður án þess að hafa opinn hugann fyrir mörgum möguleikum. Ég hef klárlega verið að skoða eitthvað og afþakkað einhver boð. Ég hef ekki sett fótinn niður í eitthvað sem öskrar bara „já“ í hausnum á mér. Ég ætla að nota tímann vel og sjá hvað er í boði. Ef ég þarf að bíða eftir því sem mér finnst vera rétt þá geri ég það bara,“ sagði Elísabet við Svövu Kristínu. Hún segir vissulega ákveðin störf heilla meira en önnur og segist mikið hafa verið að horfa til stórra kvennadeilda eins og í Bandaríkjunum og á Englandi. „Síðan kom upp spurning hér hjá liði í efstu deild karla. Ég verð að viðurkenna að mér fannst mjög skemmtilegt að fá það símtal þar sem mér var boðið mjög stórt hlutverk hjá þeim. Sem aðstoðarþjálfari og með ábyrgð á þeirra sóknarleik. Mér fannst það ótrúlega spennandi og gaman að kona fái svona spurningu. Ég fann það bara líka að mín þekking á kvennaknattspyrnu er það stór og mikil og mér finnst hún þurfa að nýtast þar. Þannig að ég sagði nei við því.“ „Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet segir ekki koma til greina að taka við félagsliði á Íslandi. „Ég hef hafnað öllum tilboðum, ég hef fengið tilboð frá sænskum, íslenskum og norskum liðum. Ég hef tekið ákvörðun að það er ekki akkúrat það sem mig langar núna. Ég ætla bara að bíða og sjá hvað er í boði.“ „Ég er mjög meðvituð að til dæmis í Englandi, þau störf eru ekkert endilega í boði fyrr en í sumar. Ef ég þarf að vera róleg og bíða og sjá hvað gerist í sumar þá er það kannski það sem ég kem til með að gera.“ Það eru ekki bara félagslið sem Elísabet horfir í því landsliðin heilla líka. „Mér finnst landsliðsþjálfarastörfin orðin mjög spennandi. Þetta eru margir gluggar og margir möguleikar í stöðunni eins og til dæmis með nýju Þjóðadeildinni. Þú getur byggt ýmislegt ef maður horfir á langtímamarkmið með landslið. Þessi stórmót í kvennaboltanum eru orðin risastór. Það er ótrúlega mikið af áhorfendum og mikill áhugi á þessum mótum. Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet fór í viðræður við KSÍ á sínum tíma um stöðu landsliðsþjálfara kvenna en var ekki tilbúin að hætta með Kristianstad innan þess ramma sem KSÍ setti. Hún var ósátt með Knattspyrnusambandið en viðurkennir að starf landsliðsþjálfara kvenna sé spennandi. „Það væri auðvitað spennandi einn daginn. Íslenska landsliðið er ekki í boði núna þannig að það er ekkert sem ég er að pæla í. Ég er frá Íslandi þannig að sjálfsögðu mun það einhvern tíman í framtíðinni vera draumastarfið.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísabetu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elísabet Gunnarsdóttir um framtíðina
Sænski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjá meira