Rúmlega eitt þúsund íbúðir eru í byggingu á Suðurlandi í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. nóvember 2023 13:31 Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem var með athyglisverðar tölur á fundinum á Selfossi í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Rúmlega eitt þúsund byggingar eru í byggingu á Suðurlandi í dag og á næstu tveimur árum þarf að byggja um þúsund íbúðir í viðbót samkvæmt spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) boðuðu til fundar í vikunni um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi í samstarfi við Byggðastofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Á fundinum var farið yfir stöðu á íbúðamarkaði á Suðurlandi, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða, bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu íbúða á landsbyggðinni. Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var með tölur um fjölda bygginga á fundinum, sem eru í byggingu á Suðurlandi akkúrat í dag. „Þær eru rétt rúmlega þúsund íbúðir, sem við teljum núna byggingar á Suðurlandi. Ef við horfum á fimm ára tímabil þá hefur orðið gífurlegur vöxtur á Suðurlandi og á sama tíma er fólksfjölgun líka búin að vera gífurleg og fólksfjölgunin hefur núna undanfarið verið talsvert umfram spár jafnt á Suðurlandi eins og annars staðar á landinu,“ segir Elmar. Og á þessar glæru frá Elmari eru athyglisverðir punktar um stöðuna á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elmar segir að það þurfi að byggja meira á Suðurlandi. „Já, ef við horfum bara á fólksfjölgunina og spánna um íbúðaþörf þá virðist vera að við séum að ná þessu núna 2023 en það lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir næsta ár og þar næsta. Það þarf að viðhalda stöðugu framboði nýrra íbúða og halda áfram að byggja og hefja ný verkefni.“ Er það mjög mikilvægt? „Það er lykilinn að því að við höldum stöðugleika á íbúðamarkaði og komum með jafnt og þétt framboð þannig að það sé ekki það margir að berjast um hverja einustu íbúð. Já, þannig að stöðugleikinn er að halda jöfnu framboði nýrra íbúða,“ segir Elmar. En hvað með verðbólguna og háa vexti, hafi þessir þættir ekki mikið að segja? „Já, það hækkar allt saman en það sem vegur þyngst núna er vaxtarstigið og fjármagnskostnaður í byggingageiranum og vaxtarstigið varðandi afborganir á lánum.“ En þú ert bjartsýnn þrátt fyrir allt? „Maður verður að vera það, það þýðir ekkert annað,“ segir Elmar. Ein af glærunum frá Elmari.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) boðuðu til fundar í vikunni um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi í samstarfi við Byggðastofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Á fundinum var farið yfir stöðu á íbúðamarkaði á Suðurlandi, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða, bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu íbúða á landsbyggðinni. Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var með tölur um fjölda bygginga á fundinum, sem eru í byggingu á Suðurlandi akkúrat í dag. „Þær eru rétt rúmlega þúsund íbúðir, sem við teljum núna byggingar á Suðurlandi. Ef við horfum á fimm ára tímabil þá hefur orðið gífurlegur vöxtur á Suðurlandi og á sama tíma er fólksfjölgun líka búin að vera gífurleg og fólksfjölgunin hefur núna undanfarið verið talsvert umfram spár jafnt á Suðurlandi eins og annars staðar á landinu,“ segir Elmar. Og á þessar glæru frá Elmari eru athyglisverðir punktar um stöðuna á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elmar segir að það þurfi að byggja meira á Suðurlandi. „Já, ef við horfum bara á fólksfjölgunina og spánna um íbúðaþörf þá virðist vera að við séum að ná þessu núna 2023 en það lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir næsta ár og þar næsta. Það þarf að viðhalda stöðugu framboði nýrra íbúða og halda áfram að byggja og hefja ný verkefni.“ Er það mjög mikilvægt? „Það er lykilinn að því að við höldum stöðugleika á íbúðamarkaði og komum með jafnt og þétt framboð þannig að það sé ekki það margir að berjast um hverja einustu íbúð. Já, þannig að stöðugleikinn er að halda jöfnu framboði nýrra íbúða,“ segir Elmar. En hvað með verðbólguna og háa vexti, hafi þessir þættir ekki mikið að segja? „Já, það hækkar allt saman en það sem vegur þyngst núna er vaxtarstigið og fjármagnskostnaður í byggingageiranum og vaxtarstigið varðandi afborganir á lánum.“ En þú ert bjartsýnn þrátt fyrir allt? „Maður verður að vera það, það þýðir ekkert annað,“ segir Elmar. Ein af glærunum frá Elmari.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira