Belgíski miðjumaðurinn var skráður sem meðhöfundur lagsins Wick Man á óvæntri stuttskífu Drake sem ber heitið Scary Hours 3. Í kjölfarið spurðu aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sig að því hvort það væri eitthvað sem De Bruyne gæti ekki gert.
De Bruyne, sem af flestum er talinn einn besti miðjumaður heims, hefur þó tekið fyrir það að hann hafi aðstoðað Drake við að semja lagið.
. @Drake needed an assist. pic.twitter.com/xc8B3sewyS
— Kevin De Bruyne (@KevinDeBruyne) November 17, 2023
„Drake þurfti á aðstoð að halda,“ grínaðist De Bruyne. Enska orðið yfir aðstoð er það sama og yfir stoðsendingu og því er hægt að segja að um gott orðagrín hafi verið að ræða hjá Belganum.
„En í fullri alvöru, þetta er ekki ég! Ég er samt mikill aðdáandi,“ bætti De Bruyne við.