Mætti klædd sem Lucy Gray Baird á forsýningu nýjustu Hunger Games myndarinnar Myndform 17. nóvember 2023 14:41 Rakel Björgvinsdóttir dýrkar Lucy Gray Baird, nýju aðal kvenpersónu Hunger Games myndarinnar. Hún mætti á forsýninguna klædd kjól sem Lucy klæðist stóran hluta myndarinnar en Rakel var um mánuð að sauma kjólinn. Rakel Björgvinsdóttir vakti mikla athygli í gær á sérstakri forsýningu nýjustu Hunger Games myndarinnar sem sýnd var í Laugarásbíói en hún mætti í sér saumuðum kjól sem aðal kvenpersóna myndarinnar skartar í Hungurleikunum í myndinni. Nýja myndin heitir The Ballad of Songbirds & Snakes en Rakel, sem er 19 ára gömul, er búin að vera mikill aðdáandi bókanna og kvikmyndanna síðan hún var tíu ára gömul. „Ég mæli kannski ekki með því að tíu ára börn horfi á fyrstu myndina eins og ég en sjálf varð ég alveg heltekin af þessum myndum og bókum frá fyrstu kynnum. Það eru svo miklar tilfinningar í gangi og ótrúlegt að fylgjast með þessum súrrealísku aðstæðum sem unga fólkið í bókunum og myndunum eru sett í, þar sem þau eiga að berjast sín á milli uns einn keppandi stendur uppi sem sigurvegari.“ Hún segist aldrei hafa kynnst öðru eins á þessum tíma. „Við vinkonurnar horfðum á allar myndirnar og lásum bækurnar upp til agna og plötuðum meira segja krakkana í hverfinu í hálfgerða Hungurleika þótt sá leikur hafi verið öllu mildari en í bókunum.“ Nýja myndin gerist 64 árum áður en fyrsta myndin hefst og segir frá hinum 18 ára gamla Coriolanus Snow, mörgum árum áður en hann varð einræðisherra Panem. Hinn ungi Snow er myndarlegur og heillandi og þó að lífið hafi verið erfitt hjá Snow fjölskyldunni, þá sér hann möguleika á breytingum þegar hann er valinn til að vera leiðbeinandi fyrir tíundu Hungurleikana. Lærisveinn hans er stúlkan Lucy Gray Baird úr hinu fátæka tólfta hverfi. Helstu leikarar eru Michael Arndt, Rachel Zegler og Peter Dinklage. Rakel segist dýrka þessa nýju aðal kvenpersónu myndarinnar, Lucy Gray Baird. „Svo er hún í svo geggjuðum kjól sem hún klæðist meiri hluta myndarinnar. Því fannst mér tilvalið að mæta í honum á forsýninguna. Það tók sinn tíma að sauma hann eða um mánuð þar sem ég handmálaði hann og litaði og þurfti að sníða allt til. Þó hjálpaði mikið til að ég vinn í Föndru og hafði bæði góðan aðgang að efnum og ekki síður góðum ráðum frá samstarfskonum mínum.“ Vinkona Rakelar mætti líka í búningi, eða sem Snow með sína hvítu rós. Rakel, til hægri, og vinkona hennar mættu klæddar sem , Lucy Gray Baird og Snow á forsýninguna í gær. Rakel útskrifaðist úr framhaldsskóla síðasta vor og tók sér eins árs frí frá námi. „Ég stefni síðan í sálfræðinám næsta haust. Í frístundum mínum er ég helst að teikna og syngja. Í framhaldsskóla tók ég m.a. tvisvar sinnum þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og svo tek þátt í Idol keppninni sem hefst á Stöð 2 næsta föstudag, 24. nóvember.“ The Hunger Games: The Ballad of Songbirds & Snakes verður frumsýnd í dag, föstudaginn 17. nóvember, í Laugarásbíói, Smárabíói, Sambíóunum og í nokkrum kvikmyndahúsum á landsbyggðinni. Kvikmyndahús Bókmenntir Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira
Nýja myndin heitir The Ballad of Songbirds & Snakes en Rakel, sem er 19 ára gömul, er búin að vera mikill aðdáandi bókanna og kvikmyndanna síðan hún var tíu ára gömul. „Ég mæli kannski ekki með því að tíu ára börn horfi á fyrstu myndina eins og ég en sjálf varð ég alveg heltekin af þessum myndum og bókum frá fyrstu kynnum. Það eru svo miklar tilfinningar í gangi og ótrúlegt að fylgjast með þessum súrrealísku aðstæðum sem unga fólkið í bókunum og myndunum eru sett í, þar sem þau eiga að berjast sín á milli uns einn keppandi stendur uppi sem sigurvegari.“ Hún segist aldrei hafa kynnst öðru eins á þessum tíma. „Við vinkonurnar horfðum á allar myndirnar og lásum bækurnar upp til agna og plötuðum meira segja krakkana í hverfinu í hálfgerða Hungurleika þótt sá leikur hafi verið öllu mildari en í bókunum.“ Nýja myndin gerist 64 árum áður en fyrsta myndin hefst og segir frá hinum 18 ára gamla Coriolanus Snow, mörgum árum áður en hann varð einræðisherra Panem. Hinn ungi Snow er myndarlegur og heillandi og þó að lífið hafi verið erfitt hjá Snow fjölskyldunni, þá sér hann möguleika á breytingum þegar hann er valinn til að vera leiðbeinandi fyrir tíundu Hungurleikana. Lærisveinn hans er stúlkan Lucy Gray Baird úr hinu fátæka tólfta hverfi. Helstu leikarar eru Michael Arndt, Rachel Zegler og Peter Dinklage. Rakel segist dýrka þessa nýju aðal kvenpersónu myndarinnar, Lucy Gray Baird. „Svo er hún í svo geggjuðum kjól sem hún klæðist meiri hluta myndarinnar. Því fannst mér tilvalið að mæta í honum á forsýninguna. Það tók sinn tíma að sauma hann eða um mánuð þar sem ég handmálaði hann og litaði og þurfti að sníða allt til. Þó hjálpaði mikið til að ég vinn í Föndru og hafði bæði góðan aðgang að efnum og ekki síður góðum ráðum frá samstarfskonum mínum.“ Vinkona Rakelar mætti líka í búningi, eða sem Snow með sína hvítu rós. Rakel, til hægri, og vinkona hennar mættu klæddar sem , Lucy Gray Baird og Snow á forsýninguna í gær. Rakel útskrifaðist úr framhaldsskóla síðasta vor og tók sér eins árs frí frá námi. „Ég stefni síðan í sálfræðinám næsta haust. Í frístundum mínum er ég helst að teikna og syngja. Í framhaldsskóla tók ég m.a. tvisvar sinnum þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og svo tek þátt í Idol keppninni sem hefst á Stöð 2 næsta föstudag, 24. nóvember.“ The Hunger Games: The Ballad of Songbirds & Snakes verður frumsýnd í dag, föstudaginn 17. nóvember, í Laugarásbíói, Smárabíói, Sambíóunum og í nokkrum kvikmyndahúsum á landsbyggðinni.
Kvikmyndahús Bókmenntir Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira