Vinnu- og öryggisfatnaður í hæsta gæðaflokki hjá Sindra Sindri 17. nóvember 2023 11:47 Sindri býður upp á mörg gæðamerki í vinnu- og öryggisfatnaði sem hentar báðum kynjum og öllum iðnaði hérlendis. Verslunin Sindri býður upp á hágæða vinnu- og öryggisfatnað sem hentar öllum iðnaði hérlendis. Í boði eru vönduð gæðamerki, til dæmis eldvarnarfatnaður frá Tranemo, öryggisskór frá Vismo, Bata og HKSDK. Helsta vörumerkið er þó Blåkläder sem hefur notið mikilla vinsælda hérlendis undanfarin ár að sögn Ólafs Hafsteinssonar, viðskiptastjóra vinnufata hjá Sindra. „Við bjóðum upp á mikið úrval vinnufatnaðar sem hentar öllum greinum iðnaðar auk einstaklinga. Hvort sem um er að ræða starfsfólk í iðnaði, í jarðvegsvinnu, í vöruhúsum, í virkjunum eða starfsfólk í álverum og annarri stóriðju; Sindri hefur þetta allt saman. Sindri þjónustar því allar stærðir fyrirtækja sem þurfa á vinnufötum að halda. Svo má ekki gleyma því að fjöldi einstaklinga er að sinna ýmissi vinnu heima fyrir, í bústaðnum eða í bílskúrnum en þessi hópur kemur líka mikið til okkar.“ Ólafur Hafsteinsson, viðskiptastjóri vinnufata hjá Sindra. Mikil áhersla er lögð á að bjóða aðeins upp á bestu gæði að sögn Ólafs. „ Þegar kemur að vinnufatnaði er það auðvitað það sem skiptir öllu máli. Þar má meðal annars nefna að við bjóðum upp á eilífðarábyrgð á saumum á vinnubuxum frá Blåkläder. Það eru sjálfsagt fá fyrirtæki sem bjóða upp á slíka ábyrgð hér á landi.“ Blåkläder, sem er sænskur framleiðandi, á sínar eigin fata- og skóverksmiðjur og ráða því alfarið framleiðsluferlinu sem þýðir að þau velja efnin sjálf og þróa vörur sínar áfram. Þetta gerir þeim kleift að bregðast skjótt við breyttum þörfum og koma með nýjar vörur á markað „Það er ein helsta ástæða þess hve Blåkläder er sterkt á þessum markaði.“ Ólafur leggur einnig áherslu á að Sindri býður upp á vinnuföt fyrir bæði kynin. „Við erum ekki að bjóða upp á „unisex“ vinnuföt heldur einfaldlega bæði kvenna- og karlasnið. Vinsælustu vörurnar hjá okkur eru til í báðum sniðum og ættu því allir að finna eitthvað sem hentar þeirra líkamsbyggingu.“ Það sparar mikinn tíma og fyrirhöfn að merkja nýju vinnufötin á staðnum. Einn liður í góðri þjónustu Sindra þegar kemur að vinnufötum er að merkja þau á staðnum. „Starfsfólk fyrirtækja kemur til okkar, velur þann fatnað sem hentar þeirra vinnu og getur mátað á staðnum. Meðan við merkjum fatnaðinn þá slakar fólkið á yfir einum heitum og ilmandi bolla á kaffistofunni. Þetta sparar auðvitað mikinn tíma og fyrirhöfn því þá þarf einstaklingurinn ekki að koma aftur síðar til að sækja merktu vinnufötin sín. Einnig eru fyrirtæki sem senda inn pantanir beint á starfsmenn Sindra og getum við því afgreitt þær á mjög skömmum tíma.“ Slitsterkar buxur með eilífðarábyrgð á saumum. Gæði vinnufatnaðar hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum að sögn Ólafs. „Nú er starfsfólk byrjað að leggja meiri kröfur á þægindi í vinnufatnaði og er því orðið mjög algengt að valdar séu buxur sem eru allar úr teygjanlegu efni. Þær veita hámarks hreyfanleika og þægindi fyrir þann sem klæðist fatnaðinum. Áður fyrr var fólk sett í nánast hvað sem er, en undanfarin ár hefur þetta breyst mikið. Greinilegt að fyrirtæki leggja mikið upp úr því að starfsfólki líði sem allra best í vinnunni og klæðist fatnaði sem hentar þeirra starfi. Ef fólki líður betur verða afköstin um leið miklu meiri.“ Sindri selur vinnufatnað og verkfæri í verslun sinni á Smiðjuvegi 11 í Kópavogi. Einnig má nefna að Sindri hefur starfsstöðvar víðsvegar um landið, þar má nefna á Akureyri, á Selfoss og í Keflavík. Vörur Sindra eru einnig fáanlegar í Johan Rönning á Reyðarfirði. Sjá nánar á sindri.is. Vinnustaðurinn Verslun Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Í boði eru vönduð gæðamerki, til dæmis eldvarnarfatnaður frá Tranemo, öryggisskór frá Vismo, Bata og HKSDK. Helsta vörumerkið er þó Blåkläder sem hefur notið mikilla vinsælda hérlendis undanfarin ár að sögn Ólafs Hafsteinssonar, viðskiptastjóra vinnufata hjá Sindra. „Við bjóðum upp á mikið úrval vinnufatnaðar sem hentar öllum greinum iðnaðar auk einstaklinga. Hvort sem um er að ræða starfsfólk í iðnaði, í jarðvegsvinnu, í vöruhúsum, í virkjunum eða starfsfólk í álverum og annarri stóriðju; Sindri hefur þetta allt saman. Sindri þjónustar því allar stærðir fyrirtækja sem þurfa á vinnufötum að halda. Svo má ekki gleyma því að fjöldi einstaklinga er að sinna ýmissi vinnu heima fyrir, í bústaðnum eða í bílskúrnum en þessi hópur kemur líka mikið til okkar.“ Ólafur Hafsteinsson, viðskiptastjóri vinnufata hjá Sindra. Mikil áhersla er lögð á að bjóða aðeins upp á bestu gæði að sögn Ólafs. „ Þegar kemur að vinnufatnaði er það auðvitað það sem skiptir öllu máli. Þar má meðal annars nefna að við bjóðum upp á eilífðarábyrgð á saumum á vinnubuxum frá Blåkläder. Það eru sjálfsagt fá fyrirtæki sem bjóða upp á slíka ábyrgð hér á landi.“ Blåkläder, sem er sænskur framleiðandi, á sínar eigin fata- og skóverksmiðjur og ráða því alfarið framleiðsluferlinu sem þýðir að þau velja efnin sjálf og þróa vörur sínar áfram. Þetta gerir þeim kleift að bregðast skjótt við breyttum þörfum og koma með nýjar vörur á markað „Það er ein helsta ástæða þess hve Blåkläder er sterkt á þessum markaði.“ Ólafur leggur einnig áherslu á að Sindri býður upp á vinnuföt fyrir bæði kynin. „Við erum ekki að bjóða upp á „unisex“ vinnuföt heldur einfaldlega bæði kvenna- og karlasnið. Vinsælustu vörurnar hjá okkur eru til í báðum sniðum og ættu því allir að finna eitthvað sem hentar þeirra líkamsbyggingu.“ Það sparar mikinn tíma og fyrirhöfn að merkja nýju vinnufötin á staðnum. Einn liður í góðri þjónustu Sindra þegar kemur að vinnufötum er að merkja þau á staðnum. „Starfsfólk fyrirtækja kemur til okkar, velur þann fatnað sem hentar þeirra vinnu og getur mátað á staðnum. Meðan við merkjum fatnaðinn þá slakar fólkið á yfir einum heitum og ilmandi bolla á kaffistofunni. Þetta sparar auðvitað mikinn tíma og fyrirhöfn því þá þarf einstaklingurinn ekki að koma aftur síðar til að sækja merktu vinnufötin sín. Einnig eru fyrirtæki sem senda inn pantanir beint á starfsmenn Sindra og getum við því afgreitt þær á mjög skömmum tíma.“ Slitsterkar buxur með eilífðarábyrgð á saumum. Gæði vinnufatnaðar hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum að sögn Ólafs. „Nú er starfsfólk byrjað að leggja meiri kröfur á þægindi í vinnufatnaði og er því orðið mjög algengt að valdar séu buxur sem eru allar úr teygjanlegu efni. Þær veita hámarks hreyfanleika og þægindi fyrir þann sem klæðist fatnaðinum. Áður fyrr var fólk sett í nánast hvað sem er, en undanfarin ár hefur þetta breyst mikið. Greinilegt að fyrirtæki leggja mikið upp úr því að starfsfólki líði sem allra best í vinnunni og klæðist fatnaði sem hentar þeirra starfi. Ef fólki líður betur verða afköstin um leið miklu meiri.“ Sindri selur vinnufatnað og verkfæri í verslun sinni á Smiðjuvegi 11 í Kópavogi. Einnig má nefna að Sindri hefur starfsstöðvar víðsvegar um landið, þar má nefna á Akureyri, á Selfoss og í Keflavík. Vörur Sindra eru einnig fáanlegar í Johan Rönning á Reyðarfirði. Sjá nánar á sindri.is.
Vinnustaðurinn Verslun Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira