Ætlar ekki að hvíla Haaland á móti Færeyingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 14:31 Erling Haaland nálgast markamet norska landsliðsins. Getty/David S. Bustamante Það er nóg að gera hjá Erling Braut Haaland þessar vikurnar enda á fullu með Manchester City á öllum vígstöðvum. Hann fær samt ekkert frí í vináttulandsleik í kvöld. Norðmenn fá þá Færeyinga í heimsókn á Ullevål leikvanginn í Osló en þessi leikur er ekki hluti af undankeppni EM heldur vináttulandsleikur. Norðmenn eiga ekki möguleika á að komast upp úr sínum riðli en Spánn og Skotland eru bæði komin áfram. Færeyingar eru líka úr leik en þeir hafa enn ekki náð að vinna leik í undankeppninni í sjö tilraunum. Ståle Solbakken: "Erling (Haaland) kommer til å være på banen imorgen. Vi får se om det blir fra start eller i løpet av andre omgang" pic.twitter.com/8kGSoytoAL— Fotball Norge (@FotballNO) November 15, 2023 Norski landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken sagði frá því á blaðamannafundi að Haaland spili leikinn. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu margar mínútur hann mun spila. Báðar þjóðir eru í fimm þjóða riðlum og eiga bara einn leik eftir. Þau spila því lokaleik sinn á sunnudag (Noregur) og mánudag (Færeyjar). Norðmenn heimsækja þá Skota til Glasgow en Færeyingar fljúga til Albaníu. Norðmenn hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í 23 ár eða síðan þeir voru á EM 2000. Haaland hefur unnið allt með Manchester City en gengur lítið að ná árangri með landsliðinu. Haaland er engu að síður búinn að skora 27 mörk í 28 landsleikjum og er þegar kominn upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsmenn Norðmanna. Honum vantar nú bara sex mörk til að jafna markamet Jörgen Juve sem skoraði 33 mörk í 45 leikjum á árunum á milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Haaland sat allan tímann á bekknum í síðasta vináttulandsleik, sem var á móti Jórdaníu í september, en nú fær hann að spila. Þetta gæti verið gott tækifæri til að minnka forskot Juve enn frekar. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Sjá meira
Norðmenn fá þá Færeyinga í heimsókn á Ullevål leikvanginn í Osló en þessi leikur er ekki hluti af undankeppni EM heldur vináttulandsleikur. Norðmenn eiga ekki möguleika á að komast upp úr sínum riðli en Spánn og Skotland eru bæði komin áfram. Færeyingar eru líka úr leik en þeir hafa enn ekki náð að vinna leik í undankeppninni í sjö tilraunum. Ståle Solbakken: "Erling (Haaland) kommer til å være på banen imorgen. Vi får se om det blir fra start eller i løpet av andre omgang" pic.twitter.com/8kGSoytoAL— Fotball Norge (@FotballNO) November 15, 2023 Norski landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken sagði frá því á blaðamannafundi að Haaland spili leikinn. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu margar mínútur hann mun spila. Báðar þjóðir eru í fimm þjóða riðlum og eiga bara einn leik eftir. Þau spila því lokaleik sinn á sunnudag (Noregur) og mánudag (Færeyjar). Norðmenn heimsækja þá Skota til Glasgow en Færeyingar fljúga til Albaníu. Norðmenn hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í 23 ár eða síðan þeir voru á EM 2000. Haaland hefur unnið allt með Manchester City en gengur lítið að ná árangri með landsliðinu. Haaland er engu að síður búinn að skora 27 mörk í 28 landsleikjum og er þegar kominn upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsmenn Norðmanna. Honum vantar nú bara sex mörk til að jafna markamet Jörgen Juve sem skoraði 33 mörk í 45 leikjum á árunum á milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Haaland sat allan tímann á bekknum í síðasta vináttulandsleik, sem var á móti Jórdaníu í september, en nú fær hann að spila. Þetta gæti verið gott tækifæri til að minnka forskot Juve enn frekar.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Sjá meira