Leik þjóðanna var frestað í síðasta mánuði vegna stríðsátakanna í Ísrael og Gasa. Um var að ræða heimaleik Ísrael og var hann leikinn á Puskas-leikvanginum í Ungverjalandi.
Ruben Vargas kom Sviss yfir í fyrri hálfleik í leiknum í dag og virtist lengi vel sem það yrði eina mark leiksins.
Á 88. mínútu jafnaði hins vegar Shon Weissman metin fyrir Ísrael og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Markið gefur Ísrael von um að komast beint áfram á EM en þeir þurfa þó að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.
Ísrael á eftir að mæta Rúmeníu og Andorra í landsleikjagluggnum en Sviss mætir Rúmeníu og Kósóvó.