Birgir telur rétt að HS Orka og Bláa lónið komi að kostnaði Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2023 11:59 Birgir var eini þingmaðurinn sem kom inn á þann möguleika, í umræðum um frumvarpið sem samþykkt var í gær, að HS Orka og Bláa lónið, sem bæði væru stöndug fyrirtæki, kæmu að kostnaði við varnargarða sem á að reisa til að vernda starfsemina. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sá eini sem hafði á því orð að eðilegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að kostnaði við varnargarðana sem til stendur að reisa. Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að reistir verði sérstakir varnargarðar til að verja HS Orku og Bláa lónið fyrir hugsanlegu eldgosi. Til að mæta þeim kostnaði hefur verið lagður á tímabundinn skattur, eða til þriggja ára, og leggst hann á fasteignir og þar af leiðandi almenning í landinu. Stöndug fyrirtæki og rétt að taka upp viðræður við þau Fjölmargir velta fyrir sér því hvernig og hverjir eigi að bera baggana vegna þessa. Birgir, sem á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd, lýsti yfir ánægju sinni með frumvarpið í umræðum um það í gærkvöldi. Hann taldi gjaldið ekki hátt, 600 krónur á mánuði og átta þúsund á ári. En það skili mikilvægum tekjum í ríkissjóð á tímum þegar verið er að reyna að draga úr verðbólgu. Hann var hins vegar eini þingmaðurinn sem hafði á því orð að eðllegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að þeim kostnaði. „Mér [finnst] persónulega ekkert óeðlilegt við það að tvö stöndug og mikilvæg fyrirtæki sem eru á þessu svæði, HS Orka og Bláa lónið, tækju þátt í þeim kostnaði. Það er ekkert óeðlilegt við það og væri eðlilegt að taka upp viðræður við þessi fyrirtæki,“ sagði Birgir. Ekkert heyrist frá Bláa lóninu Hann nefndi að einnig væri mikilvægt að fyrirtækin sendu út tilkynningu, þess efnis að þau ætli að styðja við sína starfsmenn, greiða laun starfsfólks meðan þeir geta ekki sinnt starfi sínu. „Það hafa fyrirtæki í Grindavík gert en ég hef ekki heyrt þetta frá Bláa lóninu. Þetta er stór og mikilvægur vinnustaður. Ég tel eðlilegt að þetta væri rætt við þessi fyrirtæki. Þetta eru einkafyrirtæki sem hafa greitt út arð og gengur vel. Sem er gott en ég held að þau hafi svigrúm til að koma að þessari vinnu.“ Ekki hefur tekist að ná tali af Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra Bláa lónsins né Grími Sæmundssen stofnanda og helsta eiganda fyrirtækisins. Alþingi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að reistir verði sérstakir varnargarðar til að verja HS Orku og Bláa lónið fyrir hugsanlegu eldgosi. Til að mæta þeim kostnaði hefur verið lagður á tímabundinn skattur, eða til þriggja ára, og leggst hann á fasteignir og þar af leiðandi almenning í landinu. Stöndug fyrirtæki og rétt að taka upp viðræður við þau Fjölmargir velta fyrir sér því hvernig og hverjir eigi að bera baggana vegna þessa. Birgir, sem á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd, lýsti yfir ánægju sinni með frumvarpið í umræðum um það í gærkvöldi. Hann taldi gjaldið ekki hátt, 600 krónur á mánuði og átta þúsund á ári. En það skili mikilvægum tekjum í ríkissjóð á tímum þegar verið er að reyna að draga úr verðbólgu. Hann var hins vegar eini þingmaðurinn sem hafði á því orð að eðllegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að þeim kostnaði. „Mér [finnst] persónulega ekkert óeðlilegt við það að tvö stöndug og mikilvæg fyrirtæki sem eru á þessu svæði, HS Orka og Bláa lónið, tækju þátt í þeim kostnaði. Það er ekkert óeðlilegt við það og væri eðlilegt að taka upp viðræður við þessi fyrirtæki,“ sagði Birgir. Ekkert heyrist frá Bláa lóninu Hann nefndi að einnig væri mikilvægt að fyrirtækin sendu út tilkynningu, þess efnis að þau ætli að styðja við sína starfsmenn, greiða laun starfsfólks meðan þeir geta ekki sinnt starfi sínu. „Það hafa fyrirtæki í Grindavík gert en ég hef ekki heyrt þetta frá Bláa lóninu. Þetta er stór og mikilvægur vinnustaður. Ég tel eðlilegt að þetta væri rætt við þessi fyrirtæki. Þetta eru einkafyrirtæki sem hafa greitt út arð og gengur vel. Sem er gott en ég held að þau hafi svigrúm til að koma að þessari vinnu.“ Ekki hefur tekist að ná tali af Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra Bláa lónsins né Grími Sæmundssen stofnanda og helsta eiganda fyrirtækisins.
Alþingi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“