„Ég er eiginlega heppnasti handboltamaður í heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2023 09:01 Jón Bjarni Ólafsson með boltann eftir að hafa tekið við sendingu frá Aroni Pálmarssyni. vísir/vilhelm Jón Bjarni Ólafsson átti stórleik þegar FH vann Hauka í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deildinni. Hann nýtur þess til hins ítrasta að spila með Aroni Pálmarssyni. Jón Bjarni skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í 29-32 sigri FH-inga á Ásvöllum í fyrradag. Með sigrinum komst liðið á topp Olís-deildarinnar. „Þetta var hörkuleikur eins og leikir þessara liða eru alltaf. Maður mætti undirbúinn og gíraður og gerði sitt,“ sagði Jón Bjarni í samtali við Vísi. Aron var einnig í miklum ham í leiknum á fimmtudaginn, skoraði fimm mörk og gaf þrettán stoðsendingar, þar af tíu á Jón Bjarna. Hann lagði því upp öll mörk línumannsins. „Þetta er veisla, það er ekkert annað,“ sagði Jón Bjarni aðspurður hvernig það sé að spila með Aroni. „Hann gerir sitt og ég þarf bara að grípa boltann. Þá er þetta komið.“ Jón Bjarni segist eðlilega hafa orðið spenntur þegar hann frétti af heimkomu Arons eftir glæstan feril í atvinnumennsku enda er hann duglegur að mata línumennina sem hann spilar með. „Ég er eiginlega heppnasti handboltamaður í heimi,“ sagði Jón Bjarni. „Hann er duglegur að leiðbeina manni og segja manni hvernig maður getur bætt sig. Hann er góður leiðbeinandi.“ Jón Bjarni er fárra örvhentra línumanna í bransanum.vísir/vilhelm Jón Bjarni segir að FH-ingar séu sáttir með tímabilið hingað til, enda á toppi Olís-deildarinnar og komnir áfram í Powerade-bikarnum og Áskorendabikarnum. „Við erum á því róli sem við ætlum að vera á. Við ætlum að halda okkur þarna efst uppi. Það er planið,“ sagði Jón Bjarni. Línumaðurinn hefur verið í stöðugri framför undanfarin ár og hann stefnir enn hærra. „Ég er mjög ánægður. Þetta er afrakstur mikilla æfinga og handboltinn fær mjög mikla athygli frá mér. Ég er með mín markmið og ætla mér að gera alls konar hluti. Ég er á þeirri vegferð,“ sagði Jón Bjarni. En hvert er stefnan sett? „Mig langar bara að verða bestur. Á maður ekki alltaf að reyna að vera bestur?“ svaramaður línumaðurinn örvhenti. Olís-deild karla FH Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Jón Bjarni skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í 29-32 sigri FH-inga á Ásvöllum í fyrradag. Með sigrinum komst liðið á topp Olís-deildarinnar. „Þetta var hörkuleikur eins og leikir þessara liða eru alltaf. Maður mætti undirbúinn og gíraður og gerði sitt,“ sagði Jón Bjarni í samtali við Vísi. Aron var einnig í miklum ham í leiknum á fimmtudaginn, skoraði fimm mörk og gaf þrettán stoðsendingar, þar af tíu á Jón Bjarna. Hann lagði því upp öll mörk línumannsins. „Þetta er veisla, það er ekkert annað,“ sagði Jón Bjarni aðspurður hvernig það sé að spila með Aroni. „Hann gerir sitt og ég þarf bara að grípa boltann. Þá er þetta komið.“ Jón Bjarni segist eðlilega hafa orðið spenntur þegar hann frétti af heimkomu Arons eftir glæstan feril í atvinnumennsku enda er hann duglegur að mata línumennina sem hann spilar með. „Ég er eiginlega heppnasti handboltamaður í heimi,“ sagði Jón Bjarni. „Hann er duglegur að leiðbeina manni og segja manni hvernig maður getur bætt sig. Hann er góður leiðbeinandi.“ Jón Bjarni er fárra örvhentra línumanna í bransanum.vísir/vilhelm Jón Bjarni segir að FH-ingar séu sáttir með tímabilið hingað til, enda á toppi Olís-deildarinnar og komnir áfram í Powerade-bikarnum og Áskorendabikarnum. „Við erum á því róli sem við ætlum að vera á. Við ætlum að halda okkur þarna efst uppi. Það er planið,“ sagði Jón Bjarni. Línumaðurinn hefur verið í stöðugri framför undanfarin ár og hann stefnir enn hærra. „Ég er mjög ánægður. Þetta er afrakstur mikilla æfinga og handboltinn fær mjög mikla athygli frá mér. Ég er með mín markmið og ætla mér að gera alls konar hluti. Ég er á þeirri vegferð,“ sagði Jón Bjarni. En hvert er stefnan sett? „Mig langar bara að verða bestur. Á maður ekki alltaf að reyna að vera bestur?“ svaramaður línumaðurinn örvhenti.
Olís-deild karla FH Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira