Goðsögn í Kópavogi fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2023 14:29 Jói á hjólinu í Hamraborginni í Kópavogi. Orri Ragnar Árnason Amin Óhætt er segja að Kópavogur sakni eins síns dáðasta drengs. Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem Jói á hjólinu, féll frá þann 27. október síðastliðinn. Hann var 81 árs. Jóhannes var eins og viðurnefni hans gefur til kynna alltaf á ferðinni og þar lék hjól hans lykilhlutverk. Kynslóðir íbúa í gamla hluta Kópavogs hafa orðið varar við Jóhannes, átt við hann samtöl og rætt daginn og veginn. Fjölmargar sögur eru til af Jóa, meðal annars ein þar sem hann átti að hafa hjólað aftan á strætisvagn. Jói mun hafa brugðist þannig við að rjúka inn í strætó til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með alla þar inni. Heiðursviðurkenningin frá Sögufélagi Kópavogs og eldri Kópavogsbúum.Orri Ragnar Árnason Amin Orri Ragnar Árnason Amin átti kynni við Jóa sem barn og aftur þegar hann starfaði á bensínstöð Skeljungs vestast í Kársnesinu. Hann segir að minning um góðan dreng lifi en þarna hafi verið á ferðinni algjör gæðasál. Jói var heiðraður árið 2019 með heiðursviðurkenningu Sögufélags Kópavogs í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Þar var hann titlaður Sögulegur reiðhjólameistari Kópavogs. Þar var því velt upp hvort nokkur ætti betra kolefnisspor en Jói sem hefði farið allra sína ferða án annarra orkugjafa en virkni eigin fóta. Konungur Kópavogs ætti nú skilið smá fjölmiðlaumfjöllun á þessum tímamótum. Jói á hjólinu er áttræður í dag. pic.twitter.com/WPWoqmkWr0— Hans Steinar (@hanssteinar) April 26, 2022 Þorkell Gunnarsson átti hugmyndina að viðurkenningunni og flutti erindi við athöfnina sem sjá má að neðan. Þar sagði hann helstu ósk sína til Jóa að brekkur hölluðu framvegis alltaf aðeins undan, vindurinn yrði í bakið og sólin skini ekki beint í augun. „Við erum að heiðra Jóhannes Jónasson vin okkar sem við þekkjum öll og hann þekkir okkur flest.“ Var honum afhent nýtt númer fyrir hjólið með Y-merkinu, bókstaf Kópavogs í gömlu bílnúmerunum, og ártalinu 1942. Jói hafði verið með númerið I á hjólinu sínu sem var bókstafur Ísafjarðar í gamla daga. Þá fylgdi gullmerki með mynd af einstaklingi á hjóli. Á henni stóð: „Jóhannes Jónasson, sögulegur hjólreiðameistari Kópavogs.“ Andlát Kópavogur Hjólreiðar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Jóhannes var eins og viðurnefni hans gefur til kynna alltaf á ferðinni og þar lék hjól hans lykilhlutverk. Kynslóðir íbúa í gamla hluta Kópavogs hafa orðið varar við Jóhannes, átt við hann samtöl og rætt daginn og veginn. Fjölmargar sögur eru til af Jóa, meðal annars ein þar sem hann átti að hafa hjólað aftan á strætisvagn. Jói mun hafa brugðist þannig við að rjúka inn í strætó til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með alla þar inni. Heiðursviðurkenningin frá Sögufélagi Kópavogs og eldri Kópavogsbúum.Orri Ragnar Árnason Amin Orri Ragnar Árnason Amin átti kynni við Jóa sem barn og aftur þegar hann starfaði á bensínstöð Skeljungs vestast í Kársnesinu. Hann segir að minning um góðan dreng lifi en þarna hafi verið á ferðinni algjör gæðasál. Jói var heiðraður árið 2019 með heiðursviðurkenningu Sögufélags Kópavogs í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Þar var hann titlaður Sögulegur reiðhjólameistari Kópavogs. Þar var því velt upp hvort nokkur ætti betra kolefnisspor en Jói sem hefði farið allra sína ferða án annarra orkugjafa en virkni eigin fóta. Konungur Kópavogs ætti nú skilið smá fjölmiðlaumfjöllun á þessum tímamótum. Jói á hjólinu er áttræður í dag. pic.twitter.com/WPWoqmkWr0— Hans Steinar (@hanssteinar) April 26, 2022 Þorkell Gunnarsson átti hugmyndina að viðurkenningunni og flutti erindi við athöfnina sem sjá má að neðan. Þar sagði hann helstu ósk sína til Jóa að brekkur hölluðu framvegis alltaf aðeins undan, vindurinn yrði í bakið og sólin skini ekki beint í augun. „Við erum að heiðra Jóhannes Jónasson vin okkar sem við þekkjum öll og hann þekkir okkur flest.“ Var honum afhent nýtt númer fyrir hjólið með Y-merkinu, bókstaf Kópavogs í gömlu bílnúmerunum, og ártalinu 1942. Jói hafði verið með númerið I á hjólinu sínu sem var bókstafur Ísafjarðar í gamla daga. Þá fylgdi gullmerki með mynd af einstaklingi á hjóli. Á henni stóð: „Jóhannes Jónasson, sögulegur hjólreiðameistari Kópavogs.“
Andlát Kópavogur Hjólreiðar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira