Goðsögn í Kópavogi fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2023 14:29 Jói á hjólinu í Hamraborginni í Kópavogi. Orri Ragnar Árnason Amin Óhætt er segja að Kópavogur sakni eins síns dáðasta drengs. Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem Jói á hjólinu, féll frá þann 27. október síðastliðinn. Hann var 81 árs. Jóhannes var eins og viðurnefni hans gefur til kynna alltaf á ferðinni og þar lék hjól hans lykilhlutverk. Kynslóðir íbúa í gamla hluta Kópavogs hafa orðið varar við Jóhannes, átt við hann samtöl og rætt daginn og veginn. Fjölmargar sögur eru til af Jóa, meðal annars ein þar sem hann átti að hafa hjólað aftan á strætisvagn. Jói mun hafa brugðist þannig við að rjúka inn í strætó til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með alla þar inni. Heiðursviðurkenningin frá Sögufélagi Kópavogs og eldri Kópavogsbúum.Orri Ragnar Árnason Amin Orri Ragnar Árnason Amin átti kynni við Jóa sem barn og aftur þegar hann starfaði á bensínstöð Skeljungs vestast í Kársnesinu. Hann segir að minning um góðan dreng lifi en þarna hafi verið á ferðinni algjör gæðasál. Jói var heiðraður árið 2019 með heiðursviðurkenningu Sögufélags Kópavogs í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Þar var hann titlaður Sögulegur reiðhjólameistari Kópavogs. Þar var því velt upp hvort nokkur ætti betra kolefnisspor en Jói sem hefði farið allra sína ferða án annarra orkugjafa en virkni eigin fóta. Konungur Kópavogs ætti nú skilið smá fjölmiðlaumfjöllun á þessum tímamótum. Jói á hjólinu er áttræður í dag. pic.twitter.com/WPWoqmkWr0— Hans Steinar (@hanssteinar) April 26, 2022 Þorkell Gunnarsson átti hugmyndina að viðurkenningunni og flutti erindi við athöfnina sem sjá má að neðan. Þar sagði hann helstu ósk sína til Jóa að brekkur hölluðu framvegis alltaf aðeins undan, vindurinn yrði í bakið og sólin skini ekki beint í augun. „Við erum að heiðra Jóhannes Jónasson vin okkar sem við þekkjum öll og hann þekkir okkur flest.“ Var honum afhent nýtt númer fyrir hjólið með Y-merkinu, bókstaf Kópavogs í gömlu bílnúmerunum, og ártalinu 1942. Jói hafði verið með númerið I á hjólinu sínu sem var bókstafur Ísafjarðar í gamla daga. Þá fylgdi gullmerki með mynd af einstaklingi á hjóli. Á henni stóð: „Jóhannes Jónasson, sögulegur hjólreiðameistari Kópavogs.“ Andlát Kópavogur Hjólreiðar Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Jóhannes var eins og viðurnefni hans gefur til kynna alltaf á ferðinni og þar lék hjól hans lykilhlutverk. Kynslóðir íbúa í gamla hluta Kópavogs hafa orðið varar við Jóhannes, átt við hann samtöl og rætt daginn og veginn. Fjölmargar sögur eru til af Jóa, meðal annars ein þar sem hann átti að hafa hjólað aftan á strætisvagn. Jói mun hafa brugðist þannig við að rjúka inn í strætó til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með alla þar inni. Heiðursviðurkenningin frá Sögufélagi Kópavogs og eldri Kópavogsbúum.Orri Ragnar Árnason Amin Orri Ragnar Árnason Amin átti kynni við Jóa sem barn og aftur þegar hann starfaði á bensínstöð Skeljungs vestast í Kársnesinu. Hann segir að minning um góðan dreng lifi en þarna hafi verið á ferðinni algjör gæðasál. Jói var heiðraður árið 2019 með heiðursviðurkenningu Sögufélags Kópavogs í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Þar var hann titlaður Sögulegur reiðhjólameistari Kópavogs. Þar var því velt upp hvort nokkur ætti betra kolefnisspor en Jói sem hefði farið allra sína ferða án annarra orkugjafa en virkni eigin fóta. Konungur Kópavogs ætti nú skilið smá fjölmiðlaumfjöllun á þessum tímamótum. Jói á hjólinu er áttræður í dag. pic.twitter.com/WPWoqmkWr0— Hans Steinar (@hanssteinar) April 26, 2022 Þorkell Gunnarsson átti hugmyndina að viðurkenningunni og flutti erindi við athöfnina sem sjá má að neðan. Þar sagði hann helstu ósk sína til Jóa að brekkur hölluðu framvegis alltaf aðeins undan, vindurinn yrði í bakið og sólin skini ekki beint í augun. „Við erum að heiðra Jóhannes Jónasson vin okkar sem við þekkjum öll og hann þekkir okkur flest.“ Var honum afhent nýtt númer fyrir hjólið með Y-merkinu, bókstaf Kópavogs í gömlu bílnúmerunum, og ártalinu 1942. Jói hafði verið með númerið I á hjólinu sínu sem var bókstafur Ísafjarðar í gamla daga. Þá fylgdi gullmerki með mynd af einstaklingi á hjóli. Á henni stóð: „Jóhannes Jónasson, sögulegur hjólreiðameistari Kópavogs.“
Andlát Kópavogur Hjólreiðar Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira