Ísland gæti spilað heimaleiki í kringum London, Köben eða Alicante Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 09:31 Gylfi Þór Sigurðsson verður vonandi með íslenska landsliðinu í umspilaleikjunum næsta vor. Vísir/Hulda Margrét Ísland mun leika heimaleiki sína í byrjun næsta árs á erlendri grundu. Ekki liggur fyrir hvar spilað verður, en Norðurlöndin koma sterklega til greina. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur að öllum líkindum í umspili um sæti á Evrópumótinu 2024 í mars á næsta ári. Kvennalandsliðið gæti líka leikið í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir karlamegin gætu orðið tveir en fyrri leikurinn fer fram 21. mars og ef sá leikur vinnst verður spilað aftur 26. mars um sæti á lokamóti Evrópumótsins. Dregið verður í umspilið 23. nóvember. Stefán Árni Pálsson ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um stöðuna í þessu máli. Mögulegir vellir kynntir fyrir stjórninni „Það var kynntur fyrir stjórninni listi í gær með nöfnum nokkurra valla sem við erum búin að finna og teljum henta okkar liði vel, bæði á Norðurlöndunum og á Spáni. Næsta skref er að senda aftur erindi til UEFA,“ sagði Klara. „Við erum búin að kynna þetta fyrr UEFA en nú eru hlutirnir að raungerast. Það sem við gerum núna er að taka viðræður við UEFA og fá heimild til að leika utan Íslands,“ sagði Klara. Einhver umræða hefur verið um að Ísland leiki heimaleiki sína á varaliðsvelli Manchester City. KSÍ hefur aftur á móti slegið það út af borðinu. „Við teljum eftir betri skoðun að sá völlur komi ekki til greina. Hann fullnægir ekki kröfum UEFA. Við erum búin að afskrifa þann völl í okkar plönum,“ sagði Klara. Samgöngur skipta máli við valið „Við erum að horfa til ýmissa þátta eins og alþjóðlega flugvalla og samgangna. Að það sé auðvelt fyrir okkur að komast þangað með starfsmenn sem þarf við leikinn. Svo er það liðið sjálft og stuðningsmenn þurfa að ferðast þangað. Að við höfum líka eitthvað uppsópssvæði fyrir íslenska stuðningsmenn,“ sagði Klara. „Við erum að horfa á svæðið í kringum Kaupmannahöfn. Við erum að horfa á Bretland í kringum London og við erum að horfa líka á Alicante. Við höfum líka verið að horfa á Amsterdam og þar með á bæði Holland og Belgíu. Við erum með þessi svæði undir,“ sagði Klara. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur að öllum líkindum í umspili um sæti á Evrópumótinu 2024 í mars á næsta ári. Kvennalandsliðið gæti líka leikið í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir karlamegin gætu orðið tveir en fyrri leikurinn fer fram 21. mars og ef sá leikur vinnst verður spilað aftur 26. mars um sæti á lokamóti Evrópumótsins. Dregið verður í umspilið 23. nóvember. Stefán Árni Pálsson ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um stöðuna í þessu máli. Mögulegir vellir kynntir fyrir stjórninni „Það var kynntur fyrir stjórninni listi í gær með nöfnum nokkurra valla sem við erum búin að finna og teljum henta okkar liði vel, bæði á Norðurlöndunum og á Spáni. Næsta skref er að senda aftur erindi til UEFA,“ sagði Klara. „Við erum búin að kynna þetta fyrr UEFA en nú eru hlutirnir að raungerast. Það sem við gerum núna er að taka viðræður við UEFA og fá heimild til að leika utan Íslands,“ sagði Klara. Einhver umræða hefur verið um að Ísland leiki heimaleiki sína á varaliðsvelli Manchester City. KSÍ hefur aftur á móti slegið það út af borðinu. „Við teljum eftir betri skoðun að sá völlur komi ekki til greina. Hann fullnægir ekki kröfum UEFA. Við erum búin að afskrifa þann völl í okkar plönum,“ sagði Klara. Samgöngur skipta máli við valið „Við erum að horfa til ýmissa þátta eins og alþjóðlega flugvalla og samgangna. Að það sé auðvelt fyrir okkur að komast þangað með starfsmenn sem þarf við leikinn. Svo er það liðið sjálft og stuðningsmenn þurfa að ferðast þangað. Að við höfum líka eitthvað uppsópssvæði fyrir íslenska stuðningsmenn,“ sagði Klara. „Við erum að horfa á svæðið í kringum Kaupmannahöfn. Við erum að horfa á Bretland í kringum London og við erum að horfa líka á Alicante. Við höfum líka verið að horfa á Amsterdam og þar með á bæði Holland og Belgíu. Við erum með þessi svæði undir,“ sagði Klara.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira