Orri eftir sigur á Man Utd: Alveg klikkað sem maður var að upplifa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 09:00 Orri Steinn Óskarsson fagnar Roony Bardghji sem skoraði sigurmarkið á móti Manchester United. Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn unnu hádramatískan 4-3 endurkomusigur á Manchester United í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Orri spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins eða einmitt mínúturnar þegar FCK sótti sigurinn. „Stemmningin í búningsklefanum er mjög góð. Þetta voru rosalega lokamínútur. Við nýttum okkur það vel í lokin að vera einum manni fleiri og náðum inn sigurmarkinu,“ sagði Orri Steinn Óskarsson við Runólf Trausta Þórhallsson eftir leikinn. Orri kom inn á völlinn á 70. mínútu eða mínútu eftir að Bruno Fernandes hafði komið United aftur yfir í 3-2 með marki úr vítaspyrnu. FCK fékk hins vegar frábæran stuðning frá troðfullum Parken og tókst að tryggja sér sigur með tveimur mörkum í lokin. Allt hægt á Parken „Þegar við erum á Parken þá er allt hægt. Mikilvægast var það að við sem komum inn á völlinn værum rólegir þótt við værum að lenda undir. Það skilaði okkur vel að vera rólegir og halda bara leikplaninu eins og við gerum best. Eins og þú sást þá heppnaðist það mjög vel,“ sagði Orri Steinn en getur hann lýst því með orðum hvernig sé að spila svona leik? Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United „Ég get ekki gert það svona rétt eftir leik. Einhvern tímann í framtíðinni þá mun maður geta horft til baka og séð alla þessa geðveiki sem var að gerast núna. Þetta var alveg klikkað sem maður var að upplifa núna,“ sagði Orri. Nær Orri eitthvað að læra af þessum frábæru leikmönnum sem hann er að mæta í Meistaradeildinni. Vilja spila í Meistaradeildinni eftir jól „Auðvitað er maður að fylgjast með þeim og hvað þeir eru að gera. Ég vill verða betri sem leikmaður og þetta eru leikmenn í heimsklassa. Ég vil verða jafngóður og þeir en auðvitað þarf ég líka að vera með fókus á okkur og fókus á mér,“ sagði Orri. FCK komst upp í annað sætið í riðlinum með þessum sigri en hverjir eru möguleikarnir á því að komast áfram í sextán liða úrslitin? „Við erum alla vega komnir með fjögur stig og við viljum spila í Meistaradeildinni eftir jól, Mér finnst við eiga fulla möguleika á því. Næsti leikur er bara Bayern München og við tökum hann hundrað prósent,“ sagði Orri. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Orra eftir sigur á Manchester United Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
„Stemmningin í búningsklefanum er mjög góð. Þetta voru rosalega lokamínútur. Við nýttum okkur það vel í lokin að vera einum manni fleiri og náðum inn sigurmarkinu,“ sagði Orri Steinn Óskarsson við Runólf Trausta Þórhallsson eftir leikinn. Orri kom inn á völlinn á 70. mínútu eða mínútu eftir að Bruno Fernandes hafði komið United aftur yfir í 3-2 með marki úr vítaspyrnu. FCK fékk hins vegar frábæran stuðning frá troðfullum Parken og tókst að tryggja sér sigur með tveimur mörkum í lokin. Allt hægt á Parken „Þegar við erum á Parken þá er allt hægt. Mikilvægast var það að við sem komum inn á völlinn værum rólegir þótt við værum að lenda undir. Það skilaði okkur vel að vera rólegir og halda bara leikplaninu eins og við gerum best. Eins og þú sást þá heppnaðist það mjög vel,“ sagði Orri Steinn en getur hann lýst því með orðum hvernig sé að spila svona leik? Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United „Ég get ekki gert það svona rétt eftir leik. Einhvern tímann í framtíðinni þá mun maður geta horft til baka og séð alla þessa geðveiki sem var að gerast núna. Þetta var alveg klikkað sem maður var að upplifa núna,“ sagði Orri. Nær Orri eitthvað að læra af þessum frábæru leikmönnum sem hann er að mæta í Meistaradeildinni. Vilja spila í Meistaradeildinni eftir jól „Auðvitað er maður að fylgjast með þeim og hvað þeir eru að gera. Ég vill verða betri sem leikmaður og þetta eru leikmenn í heimsklassa. Ég vil verða jafngóður og þeir en auðvitað þarf ég líka að vera með fókus á okkur og fókus á mér,“ sagði Orri. FCK komst upp í annað sætið í riðlinum með þessum sigri en hverjir eru möguleikarnir á því að komast áfram í sextán liða úrslitin? „Við erum alla vega komnir með fjögur stig og við viljum spila í Meistaradeildinni eftir jól, Mér finnst við eiga fulla möguleika á því. Næsti leikur er bara Bayern München og við tökum hann hundrað prósent,“ sagði Orri. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Orra eftir sigur á Manchester United
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00