Orri eftir sigur á Man Utd: Alveg klikkað sem maður var að upplifa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 09:00 Orri Steinn Óskarsson fagnar Roony Bardghji sem skoraði sigurmarkið á móti Manchester United. Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn unnu hádramatískan 4-3 endurkomusigur á Manchester United í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Orri spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins eða einmitt mínúturnar þegar FCK sótti sigurinn. „Stemmningin í búningsklefanum er mjög góð. Þetta voru rosalega lokamínútur. Við nýttum okkur það vel í lokin að vera einum manni fleiri og náðum inn sigurmarkinu,“ sagði Orri Steinn Óskarsson við Runólf Trausta Þórhallsson eftir leikinn. Orri kom inn á völlinn á 70. mínútu eða mínútu eftir að Bruno Fernandes hafði komið United aftur yfir í 3-2 með marki úr vítaspyrnu. FCK fékk hins vegar frábæran stuðning frá troðfullum Parken og tókst að tryggja sér sigur með tveimur mörkum í lokin. Allt hægt á Parken „Þegar við erum á Parken þá er allt hægt. Mikilvægast var það að við sem komum inn á völlinn værum rólegir þótt við værum að lenda undir. Það skilaði okkur vel að vera rólegir og halda bara leikplaninu eins og við gerum best. Eins og þú sást þá heppnaðist það mjög vel,“ sagði Orri Steinn en getur hann lýst því með orðum hvernig sé að spila svona leik? Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United „Ég get ekki gert það svona rétt eftir leik. Einhvern tímann í framtíðinni þá mun maður geta horft til baka og séð alla þessa geðveiki sem var að gerast núna. Þetta var alveg klikkað sem maður var að upplifa núna,“ sagði Orri. Nær Orri eitthvað að læra af þessum frábæru leikmönnum sem hann er að mæta í Meistaradeildinni. Vilja spila í Meistaradeildinni eftir jól „Auðvitað er maður að fylgjast með þeim og hvað þeir eru að gera. Ég vill verða betri sem leikmaður og þetta eru leikmenn í heimsklassa. Ég vil verða jafngóður og þeir en auðvitað þarf ég líka að vera með fókus á okkur og fókus á mér,“ sagði Orri. FCK komst upp í annað sætið í riðlinum með þessum sigri en hverjir eru möguleikarnir á því að komast áfram í sextán liða úrslitin? „Við erum alla vega komnir með fjögur stig og við viljum spila í Meistaradeildinni eftir jól, Mér finnst við eiga fulla möguleika á því. Næsti leikur er bara Bayern München og við tökum hann hundrað prósent,“ sagði Orri. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Orra eftir sigur á Manchester United Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
„Stemmningin í búningsklefanum er mjög góð. Þetta voru rosalega lokamínútur. Við nýttum okkur það vel í lokin að vera einum manni fleiri og náðum inn sigurmarkinu,“ sagði Orri Steinn Óskarsson við Runólf Trausta Þórhallsson eftir leikinn. Orri kom inn á völlinn á 70. mínútu eða mínútu eftir að Bruno Fernandes hafði komið United aftur yfir í 3-2 með marki úr vítaspyrnu. FCK fékk hins vegar frábæran stuðning frá troðfullum Parken og tókst að tryggja sér sigur með tveimur mörkum í lokin. Allt hægt á Parken „Þegar við erum á Parken þá er allt hægt. Mikilvægast var það að við sem komum inn á völlinn værum rólegir þótt við værum að lenda undir. Það skilaði okkur vel að vera rólegir og halda bara leikplaninu eins og við gerum best. Eins og þú sást þá heppnaðist það mjög vel,“ sagði Orri Steinn en getur hann lýst því með orðum hvernig sé að spila svona leik? Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United „Ég get ekki gert það svona rétt eftir leik. Einhvern tímann í framtíðinni þá mun maður geta horft til baka og séð alla þessa geðveiki sem var að gerast núna. Þetta var alveg klikkað sem maður var að upplifa núna,“ sagði Orri. Nær Orri eitthvað að læra af þessum frábæru leikmönnum sem hann er að mæta í Meistaradeildinni. Vilja spila í Meistaradeildinni eftir jól „Auðvitað er maður að fylgjast með þeim og hvað þeir eru að gera. Ég vill verða betri sem leikmaður og þetta eru leikmenn í heimsklassa. Ég vil verða jafngóður og þeir en auðvitað þarf ég líka að vera með fókus á okkur og fókus á mér,“ sagði Orri. FCK komst upp í annað sætið í riðlinum með þessum sigri en hverjir eru möguleikarnir á því að komast áfram í sextán liða úrslitin? „Við erum alla vega komnir með fjögur stig og við viljum spila í Meistaradeildinni eftir jól, Mér finnst við eiga fulla möguleika á því. Næsti leikur er bara Bayern München og við tökum hann hundrað prósent,“ sagði Orri. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Orra eftir sigur á Manchester United
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn