Åge með eldræðu á blaðamannafundi: „Verði ykkur að því“ Aron Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2023 11:28 Age Hareide Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur útileikjum í næstu viku. Möguleikarnir á því að tryggja sér sæti á EM á næsta ári með því að komast beint upp úr riðlinum eru til staðar en eru litlir og því er Hareide einnig að horfa til mögulegra umspilsleikja í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári til að tryggja EM sætið. Á blaðamannafundinum hélt Hareide sannkallaða eldræðu er hann var spurður út í frammistöður íslenska liðsins í fyrri leikjum í undankeppninni og horfurnar til framtíðar á mögulega umspilsleiki. „Það er pirrandi þegar að maður horfir á þessa leiki, sér í lagi heimaleikina gegn Slóvakíu og Portúgal. Að sjá stigin sem við hefðum geta náð í og værum þá í frábærri stöðu. En svona er fótboltinn og við verðum að horfa á jákvæðu punktana í þessu.“ „Ef við náum að koma á góðri tengingu milli varnar og sóknar í liðinu og skapa okkur færi í kjölfarið þá munu mörkin koma.“ Nokkrir af leikmönnum íslands hafi verið iðnir við kolann með sínum félagsliðum undanfarið. „Við þurfum bara að halda okkar vegferð áfram. Hafa trú á því sem við erum að þróa saman hérna. Mikilvægast fyrir okkur er að þétta varnarleikinn. Sér í lagi ef við erum að fara í þessa umspilsleiki. Því við vitum að við getum skapað færi fyrir okkur, skorað mörk. Við höfum gæðin í það. Við getum alltaf skorað mörk.“ Ef við náum því þá verðum við í góðri stöðu fyrir mögulega umspilsleiki í mars á næsta ári þar sem að við, eins og staðan núna er líklegast að við myndum mæta Ísrael, Finnlandi eða Bosníu & Herzegóvínu. Og túlka má næstu orð hans sem varnaðarorð til mögulegra andstæðinga íslenska landsliðsins í líklegum umspilsleikjum þess: „Ég er fullviss um það að ef við náum þessu fram þá eigum við góða möguleika á að komast á EM í gegnum umspil við mögulega Ísrael, Finnland eða Bosníu. Ég segi bara við þau lið verði ykkur að því. Við eigum frábæra möguleika.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur útileikjum í næstu viku. Möguleikarnir á því að tryggja sér sæti á EM á næsta ári með því að komast beint upp úr riðlinum eru til staðar en eru litlir og því er Hareide einnig að horfa til mögulegra umspilsleikja í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári til að tryggja EM sætið. Á blaðamannafundinum hélt Hareide sannkallaða eldræðu er hann var spurður út í frammistöður íslenska liðsins í fyrri leikjum í undankeppninni og horfurnar til framtíðar á mögulega umspilsleiki. „Það er pirrandi þegar að maður horfir á þessa leiki, sér í lagi heimaleikina gegn Slóvakíu og Portúgal. Að sjá stigin sem við hefðum geta náð í og værum þá í frábærri stöðu. En svona er fótboltinn og við verðum að horfa á jákvæðu punktana í þessu.“ „Ef við náum að koma á góðri tengingu milli varnar og sóknar í liðinu og skapa okkur færi í kjölfarið þá munu mörkin koma.“ Nokkrir af leikmönnum íslands hafi verið iðnir við kolann með sínum félagsliðum undanfarið. „Við þurfum bara að halda okkar vegferð áfram. Hafa trú á því sem við erum að þróa saman hérna. Mikilvægast fyrir okkur er að þétta varnarleikinn. Sér í lagi ef við erum að fara í þessa umspilsleiki. Því við vitum að við getum skapað færi fyrir okkur, skorað mörk. Við höfum gæðin í það. Við getum alltaf skorað mörk.“ Ef við náum því þá verðum við í góðri stöðu fyrir mögulega umspilsleiki í mars á næsta ári þar sem að við, eins og staðan núna er líklegast að við myndum mæta Ísrael, Finnlandi eða Bosníu & Herzegóvínu. Og túlka má næstu orð hans sem varnaðarorð til mögulegra andstæðinga íslenska landsliðsins í líklegum umspilsleikjum þess: „Ég er fullviss um það að ef við náum þessu fram þá eigum við góða möguleika á að komast á EM í gegnum umspil við mögulega Ísrael, Finnland eða Bosníu. Ég segi bara við þau lið verði ykkur að því. Við eigum frábæra möguleika.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira