Vilja leggja bann á fiskeldi í opnum sjókvíum: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2023 11:46 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. vísir/bjarni Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banna eigi fiskeldi í opnum sjókvíum. Flutningsmaður tillögunar segir eldið vera dýraníð og að það valdi gríðarlegum skemmdum á vistkerfum landsins. Þingmenn Pírata auk eins þingmanns Viðreisnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um bann við fiskeldi í opnum sjókvíum. Vilja þingmennirnir að samhliða tillögunni verði sköpuð atvinnutækifæri í þeim byggðarlögum sem byggja afkomu sína á sjókvíaeldinu. Halldóra Mogensen er flutningsmaður tillögunnar. Hún segir það vera ekkert nema óskhyggja að halda að sjókvíaeldi valdi engum skaða fyrir íslenskt vistkerfi. „Þetta er náttúrulega bara hrikalegt. Ég vona það að fólk sjái þetta og átti sig á því hversu hræðileg meðferðin er. Við verðum líka að átta okkur á því að þetta eru sleppislys, erfðamengun, músaplága, eitranir, sjúkdómar og ill meðferð á eldisdýrum. Þetta er engin undantekning þegar kemur að þessum bransa. Þetta er hluti af þessum iðnaði, þetta er viðskiptamódelið,“ segir Halldóra. Hún kallar starfsemina dýraníð og skemmdarverk á vistkerfum landsins. Galið væri að halda henni áfram. „Ef við virkilega hugsum um þetta, þá er þetta bara ógeðslegt og við ættum ekki einu sinni að vilja að borða þennan mat. Við erum að fá frétt eftir frétt um hvað þetta er hræðilega skaðlegt líka bara fyrir náttúruna og vistkerfi landsins. Við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu að það þurfi að banna þetta. Enda er tæknin til staðar til að loka sjókvíunum eða færa þetta upp á land. Voða skrítið að halda þessu áfram,“ segir Halldóra. Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Píratar Alþingi Tengdar fréttir „Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. 2. nóvember 2023 12:10 Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 13. október 2023 15:25 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Þingmenn Pírata auk eins þingmanns Viðreisnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um bann við fiskeldi í opnum sjókvíum. Vilja þingmennirnir að samhliða tillögunni verði sköpuð atvinnutækifæri í þeim byggðarlögum sem byggja afkomu sína á sjókvíaeldinu. Halldóra Mogensen er flutningsmaður tillögunnar. Hún segir það vera ekkert nema óskhyggja að halda að sjókvíaeldi valdi engum skaða fyrir íslenskt vistkerfi. „Þetta er náttúrulega bara hrikalegt. Ég vona það að fólk sjái þetta og átti sig á því hversu hræðileg meðferðin er. Við verðum líka að átta okkur á því að þetta eru sleppislys, erfðamengun, músaplága, eitranir, sjúkdómar og ill meðferð á eldisdýrum. Þetta er engin undantekning þegar kemur að þessum bransa. Þetta er hluti af þessum iðnaði, þetta er viðskiptamódelið,“ segir Halldóra. Hún kallar starfsemina dýraníð og skemmdarverk á vistkerfum landsins. Galið væri að halda henni áfram. „Ef við virkilega hugsum um þetta, þá er þetta bara ógeðslegt og við ættum ekki einu sinni að vilja að borða þennan mat. Við erum að fá frétt eftir frétt um hvað þetta er hræðilega skaðlegt líka bara fyrir náttúruna og vistkerfi landsins. Við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu að það þurfi að banna þetta. Enda er tæknin til staðar til að loka sjókvíunum eða færa þetta upp á land. Voða skrítið að halda þessu áfram,“ segir Halldóra.
Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Píratar Alþingi Tengdar fréttir „Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. 2. nóvember 2023 12:10 Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 13. október 2023 15:25 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
„Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. 2. nóvember 2023 12:10
Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 13. október 2023 15:25