Sjálfstæðismenn í Garðabæ vilja hækka útsvar umtalsvert Árni Sæberg skrifar 2. nóvember 2023 20:11 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Stöð 2/arnar Sjálfstæðismenn í Garðabæ, sem fara með hreinan meirihluta í bæjarstjórn, leggja til að útsvar verði hækkað um 0,56 prósentustig í nýrri fjárhagsáætlun fyrir næstu fjögur ár. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árin 2024 til 2027 fór fram á fundi bæjarstjórnar síðdegis. Þar kynnti Almar Guðmundsson bæjarstjóri fjárhagsáætlunina. Hann segir að gert sé ráð fyrir því að rekstrarafgangur A-hluta verði neikvæður um 83 milljónir króna á næsta ári og rekstrarniðurstaða bæjarfélagsins í heild samkvæmt samstæðu A- og B-hluta verði 579 milljónir króna. Það sé áætlað að veltufé frá rekstri verði 1.387 milljónir hjá A-sjóði en 2.347 milljónir í samstæðureikningi og veltufé frá rekstri verði þá 8,2 prósent af tekjum, sem sé veruleg breyting frá yfirstandandi ári þar sem gert sé ráð fyrir að það verði 2,6 prósent í útkomuspá. Hagræða í rekstri Almar segir að gert sé ráð fyrir tveimur sérstökum aðgerðum til þess að mæta þessum aðstæðum í áætluninni. „Það er annars vegar hagræðing á útgjaldaþætti bæjarsjóðs, A-sjóðs, þar sem við reynum að mæta því sjálfsagða verkefni með opinn faðm. Að horfa í hverja krónu og tryggja það að við séum að nýta fjármuninuna sem okkur er úthlutað eins vel og hægt er. Þessi hagræðing verður að sjálfsögðu að meira til umræðu á milli umræðna. Það er mjög mikilvægt að benda á það, bæði fyrir bæjarfulltrúa og þá sem kunna að vera að hlusta, að við þurfum að sjálfsögðu að rýna þessi mál betur áður en endanleg áætlun verður samþykkt í byrjun desember. Hækka útsvar um 0,56 prósentustig „Aukinheldur er inni í þessari tillögu tillaga um hækkun á útsvari. Það er þannig formlega séð að við ákvörðum sérstaklega álagningarhlutfall útsvars með sérstökum hætti og munum gera það á næsta bæjarstjórnarfundi en ein af forsendum í því talnaverki sem ég legg hér fram er að álagningarhlutfall útsvars hækki úr 13,92 prósent í 14,48 prósent.“ Þessi aðgerð sé mjög mikilvæg, ásamt hagræðingunni, fyrir bæjarstjórn til þess að takast á við aðstæður með ábyrgum hætti. „Ég held að það sé farsælt að við gerum það með þessum hætti að við horfum ekki á eina úrlausn heldur horfum á fleiri en eina og því er þetta lagt fram með þessum hætti. Eins og var farið yfir í bæjarráði núna síðastliðinn þriðjudag er markmiðið með þessum tveimur þáttum að afkoma A-sjóðs styrkist um um það bil einn milljarð króna við þessar aðgerðir.“ Grípa til hækkunar af neyð Þá segir Almar að það sé ekki sjálfgefið að sveitarfélag taki ákvörðun um að hækka skatta og meirihlutinn sem hafi farið fyrir málum hafi haft þá skoðun að það eigi að vanda sig varðandi það og helsta grípa ekki til þess úrræðis nema ástæða sé til. „En það er þá ljóst að við teljum núna að það sé ástæða til þess að fara þessa leið. Ég vil samt minna á það af augljósum ástæðum að þessi leið mun eftir sem áður setja Garðabæ í það sæti sem við viljum gjarnan að Garðabær sé í, að Garðabær sé með hóflegar álögur á íbúana og horfi á það sé mikilvægt verkefni.“ Viðreisn fagnar ákvörðuninni Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, tók til máls á eftir Almari og sagði um sögulega útsvarshækkun að ræða. „Á þessu vildi ég vekja athygli á sama tíma og ég fagna því að Sjáfstæðisflokkurinn, meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar, hefur séð og viðurkennt það sem við í Viðreisn höfum kallað eftir um langt skeið. Að tekjur eru nauðsynlegar til þess að halda úti góðri þjónustu í þágu allra íbúa en ekki síður til þess að ástunda ábyrga fjármálastjórn.“ Garðabær Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Sjá meira
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árin 2024 til 2027 fór fram á fundi bæjarstjórnar síðdegis. Þar kynnti Almar Guðmundsson bæjarstjóri fjárhagsáætlunina. Hann segir að gert sé ráð fyrir því að rekstrarafgangur A-hluta verði neikvæður um 83 milljónir króna á næsta ári og rekstrarniðurstaða bæjarfélagsins í heild samkvæmt samstæðu A- og B-hluta verði 579 milljónir króna. Það sé áætlað að veltufé frá rekstri verði 1.387 milljónir hjá A-sjóði en 2.347 milljónir í samstæðureikningi og veltufé frá rekstri verði þá 8,2 prósent af tekjum, sem sé veruleg breyting frá yfirstandandi ári þar sem gert sé ráð fyrir að það verði 2,6 prósent í útkomuspá. Hagræða í rekstri Almar segir að gert sé ráð fyrir tveimur sérstökum aðgerðum til þess að mæta þessum aðstæðum í áætluninni. „Það er annars vegar hagræðing á útgjaldaþætti bæjarsjóðs, A-sjóðs, þar sem við reynum að mæta því sjálfsagða verkefni með opinn faðm. Að horfa í hverja krónu og tryggja það að við séum að nýta fjármuninuna sem okkur er úthlutað eins vel og hægt er. Þessi hagræðing verður að sjálfsögðu að meira til umræðu á milli umræðna. Það er mjög mikilvægt að benda á það, bæði fyrir bæjarfulltrúa og þá sem kunna að vera að hlusta, að við þurfum að sjálfsögðu að rýna þessi mál betur áður en endanleg áætlun verður samþykkt í byrjun desember. Hækka útsvar um 0,56 prósentustig „Aukinheldur er inni í þessari tillögu tillaga um hækkun á útsvari. Það er þannig formlega séð að við ákvörðum sérstaklega álagningarhlutfall útsvars með sérstökum hætti og munum gera það á næsta bæjarstjórnarfundi en ein af forsendum í því talnaverki sem ég legg hér fram er að álagningarhlutfall útsvars hækki úr 13,92 prósent í 14,48 prósent.“ Þessi aðgerð sé mjög mikilvæg, ásamt hagræðingunni, fyrir bæjarstjórn til þess að takast á við aðstæður með ábyrgum hætti. „Ég held að það sé farsælt að við gerum það með þessum hætti að við horfum ekki á eina úrlausn heldur horfum á fleiri en eina og því er þetta lagt fram með þessum hætti. Eins og var farið yfir í bæjarráði núna síðastliðinn þriðjudag er markmiðið með þessum tveimur þáttum að afkoma A-sjóðs styrkist um um það bil einn milljarð króna við þessar aðgerðir.“ Grípa til hækkunar af neyð Þá segir Almar að það sé ekki sjálfgefið að sveitarfélag taki ákvörðun um að hækka skatta og meirihlutinn sem hafi farið fyrir málum hafi haft þá skoðun að það eigi að vanda sig varðandi það og helsta grípa ekki til þess úrræðis nema ástæða sé til. „En það er þá ljóst að við teljum núna að það sé ástæða til þess að fara þessa leið. Ég vil samt minna á það af augljósum ástæðum að þessi leið mun eftir sem áður setja Garðabæ í það sæti sem við viljum gjarnan að Garðabær sé í, að Garðabær sé með hóflegar álögur á íbúana og horfi á það sé mikilvægt verkefni.“ Viðreisn fagnar ákvörðuninni Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, tók til máls á eftir Almari og sagði um sögulega útsvarshækkun að ræða. „Á þessu vildi ég vekja athygli á sama tíma og ég fagna því að Sjáfstæðisflokkurinn, meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar, hefur séð og viðurkennt það sem við í Viðreisn höfum kallað eftir um langt skeið. Að tekjur eru nauðsynlegar til þess að halda úti góðri þjónustu í þágu allra íbúa en ekki síður til þess að ástunda ábyrga fjármálastjórn.“
Garðabær Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Sjá meira