Sjálfstæðismenn í Garðabæ vilja hækka útsvar umtalsvert Árni Sæberg skrifar 2. nóvember 2023 20:11 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Stöð 2/arnar Sjálfstæðismenn í Garðabæ, sem fara með hreinan meirihluta í bæjarstjórn, leggja til að útsvar verði hækkað um 0,56 prósentustig í nýrri fjárhagsáætlun fyrir næstu fjögur ár. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árin 2024 til 2027 fór fram á fundi bæjarstjórnar síðdegis. Þar kynnti Almar Guðmundsson bæjarstjóri fjárhagsáætlunina. Hann segir að gert sé ráð fyrir því að rekstrarafgangur A-hluta verði neikvæður um 83 milljónir króna á næsta ári og rekstrarniðurstaða bæjarfélagsins í heild samkvæmt samstæðu A- og B-hluta verði 579 milljónir króna. Það sé áætlað að veltufé frá rekstri verði 1.387 milljónir hjá A-sjóði en 2.347 milljónir í samstæðureikningi og veltufé frá rekstri verði þá 8,2 prósent af tekjum, sem sé veruleg breyting frá yfirstandandi ári þar sem gert sé ráð fyrir að það verði 2,6 prósent í útkomuspá. Hagræða í rekstri Almar segir að gert sé ráð fyrir tveimur sérstökum aðgerðum til þess að mæta þessum aðstæðum í áætluninni. „Það er annars vegar hagræðing á útgjaldaþætti bæjarsjóðs, A-sjóðs, þar sem við reynum að mæta því sjálfsagða verkefni með opinn faðm. Að horfa í hverja krónu og tryggja það að við séum að nýta fjármuninuna sem okkur er úthlutað eins vel og hægt er. Þessi hagræðing verður að sjálfsögðu að meira til umræðu á milli umræðna. Það er mjög mikilvægt að benda á það, bæði fyrir bæjarfulltrúa og þá sem kunna að vera að hlusta, að við þurfum að sjálfsögðu að rýna þessi mál betur áður en endanleg áætlun verður samþykkt í byrjun desember. Hækka útsvar um 0,56 prósentustig „Aukinheldur er inni í þessari tillögu tillaga um hækkun á útsvari. Það er þannig formlega séð að við ákvörðum sérstaklega álagningarhlutfall útsvars með sérstökum hætti og munum gera það á næsta bæjarstjórnarfundi en ein af forsendum í því talnaverki sem ég legg hér fram er að álagningarhlutfall útsvars hækki úr 13,92 prósent í 14,48 prósent.“ Þessi aðgerð sé mjög mikilvæg, ásamt hagræðingunni, fyrir bæjarstjórn til þess að takast á við aðstæður með ábyrgum hætti. „Ég held að það sé farsælt að við gerum það með þessum hætti að við horfum ekki á eina úrlausn heldur horfum á fleiri en eina og því er þetta lagt fram með þessum hætti. Eins og var farið yfir í bæjarráði núna síðastliðinn þriðjudag er markmiðið með þessum tveimur þáttum að afkoma A-sjóðs styrkist um um það bil einn milljarð króna við þessar aðgerðir.“ Grípa til hækkunar af neyð Þá segir Almar að það sé ekki sjálfgefið að sveitarfélag taki ákvörðun um að hækka skatta og meirihlutinn sem hafi farið fyrir málum hafi haft þá skoðun að það eigi að vanda sig varðandi það og helsta grípa ekki til þess úrræðis nema ástæða sé til. „En það er þá ljóst að við teljum núna að það sé ástæða til þess að fara þessa leið. Ég vil samt minna á það af augljósum ástæðum að þessi leið mun eftir sem áður setja Garðabæ í það sæti sem við viljum gjarnan að Garðabær sé í, að Garðabær sé með hóflegar álögur á íbúana og horfi á það sé mikilvægt verkefni.“ Viðreisn fagnar ákvörðuninni Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, tók til máls á eftir Almari og sagði um sögulega útsvarshækkun að ræða. „Á þessu vildi ég vekja athygli á sama tíma og ég fagna því að Sjáfstæðisflokkurinn, meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar, hefur séð og viðurkennt það sem við í Viðreisn höfum kallað eftir um langt skeið. Að tekjur eru nauðsynlegar til þess að halda úti góðri þjónustu í þágu allra íbúa en ekki síður til þess að ástunda ábyrga fjármálastjórn.“ Garðabær Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árin 2024 til 2027 fór fram á fundi bæjarstjórnar síðdegis. Þar kynnti Almar Guðmundsson bæjarstjóri fjárhagsáætlunina. Hann segir að gert sé ráð fyrir því að rekstrarafgangur A-hluta verði neikvæður um 83 milljónir króna á næsta ári og rekstrarniðurstaða bæjarfélagsins í heild samkvæmt samstæðu A- og B-hluta verði 579 milljónir króna. Það sé áætlað að veltufé frá rekstri verði 1.387 milljónir hjá A-sjóði en 2.347 milljónir í samstæðureikningi og veltufé frá rekstri verði þá 8,2 prósent af tekjum, sem sé veruleg breyting frá yfirstandandi ári þar sem gert sé ráð fyrir að það verði 2,6 prósent í útkomuspá. Hagræða í rekstri Almar segir að gert sé ráð fyrir tveimur sérstökum aðgerðum til þess að mæta þessum aðstæðum í áætluninni. „Það er annars vegar hagræðing á útgjaldaþætti bæjarsjóðs, A-sjóðs, þar sem við reynum að mæta því sjálfsagða verkefni með opinn faðm. Að horfa í hverja krónu og tryggja það að við séum að nýta fjármuninuna sem okkur er úthlutað eins vel og hægt er. Þessi hagræðing verður að sjálfsögðu að meira til umræðu á milli umræðna. Það er mjög mikilvægt að benda á það, bæði fyrir bæjarfulltrúa og þá sem kunna að vera að hlusta, að við þurfum að sjálfsögðu að rýna þessi mál betur áður en endanleg áætlun verður samþykkt í byrjun desember. Hækka útsvar um 0,56 prósentustig „Aukinheldur er inni í þessari tillögu tillaga um hækkun á útsvari. Það er þannig formlega séð að við ákvörðum sérstaklega álagningarhlutfall útsvars með sérstökum hætti og munum gera það á næsta bæjarstjórnarfundi en ein af forsendum í því talnaverki sem ég legg hér fram er að álagningarhlutfall útsvars hækki úr 13,92 prósent í 14,48 prósent.“ Þessi aðgerð sé mjög mikilvæg, ásamt hagræðingunni, fyrir bæjarstjórn til þess að takast á við aðstæður með ábyrgum hætti. „Ég held að það sé farsælt að við gerum það með þessum hætti að við horfum ekki á eina úrlausn heldur horfum á fleiri en eina og því er þetta lagt fram með þessum hætti. Eins og var farið yfir í bæjarráði núna síðastliðinn þriðjudag er markmiðið með þessum tveimur þáttum að afkoma A-sjóðs styrkist um um það bil einn milljarð króna við þessar aðgerðir.“ Grípa til hækkunar af neyð Þá segir Almar að það sé ekki sjálfgefið að sveitarfélag taki ákvörðun um að hækka skatta og meirihlutinn sem hafi farið fyrir málum hafi haft þá skoðun að það eigi að vanda sig varðandi það og helsta grípa ekki til þess úrræðis nema ástæða sé til. „En það er þá ljóst að við teljum núna að það sé ástæða til þess að fara þessa leið. Ég vil samt minna á það af augljósum ástæðum að þessi leið mun eftir sem áður setja Garðabæ í það sæti sem við viljum gjarnan að Garðabær sé í, að Garðabær sé með hóflegar álögur á íbúana og horfi á það sé mikilvægt verkefni.“ Viðreisn fagnar ákvörðuninni Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, tók til máls á eftir Almari og sagði um sögulega útsvarshækkun að ræða. „Á þessu vildi ég vekja athygli á sama tíma og ég fagna því að Sjáfstæðisflokkurinn, meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar, hefur séð og viðurkennt það sem við í Viðreisn höfum kallað eftir um langt skeið. Að tekjur eru nauðsynlegar til þess að halda úti góðri þjónustu í þágu allra íbúa en ekki síður til þess að ástunda ábyrga fjármálastjórn.“
Garðabær Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira