Borgina vantar bagga og biðlar til bænda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 10:21 „Getur þú hlaupið undir bagga?“ spyrja borgaryfirvöld. Vísir/Vilhelm Óvenjuleg auglýsing frá Reykjavíkurborg hefur vafalítið vakið athygli þeirra sem þegar hafa lesið Bændablaðið sem kom út í morgun en þar auglýsir borgin eftir 200 heyböggum til kaups. „Heylaust í borginni - getur þú hlaupið undir bagga?“ stendur stórum stöfum í auglýsingunni en því fer þó fjarri að um neyðarástand sé að ræða heldur vantar heybagga til skreyta borgina á aðventunni. „Við erum að auglýsa í fyrsta sinn því síðustu þrjú ár þá var bóndi sem heyjaði bagga sem við keyptum en hann heyjaði ekki í ár,“ segir Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður, aðspurð um heyskortinn. „Það eru mjög fáir sem eru að þessu enda ekki lengur heyjað í bagga fyrir búin,“ útskýrir hún. Heybaggarnir hafa verið notaðir á torgum borgarinnar þar sem fólk safnast saman á aðventunni til að sitja á og „mýkja þau“, segir Rebekka. „Þetta hefur skapað svona hlýleika og svo verður þetta líka að óformlegum leiksvæðum fyrir börn. Við höfum verið með þá á Lækjatorgi þar sem jólatrjásala Skógræktarinnar er og jólakötturinn og þar hefur fólk verið að taka fjölskyldumyndir. Svo höfum við verið með þá á Óðinstorgi þar sem er jólatré, til að skapa setuaðstöðu. Og svo líka við jólamarkaðinn á Hjartatorginu. Þar er þetta meðfram sölubásunum og skapar mjúka og hlýja stemningu.“ Rebekka segir uppsetningu bagganna í raun einnig vera orðin þáttur í jólaundirbúningi- og stemningu starfsmanna borgarinnar en borgarhönnunarteymið vinni að því með hverfastöðvunum að koma þeim fyrir. En hvað verður um þá eftir jól? „Baggarnir eiginlega „skemmast“ en það fer svolítið eftir veðráttunni hversu lengi við getum notað þá. En svo fara þeir bara í lífræna endurvinnslu,“ segir Rebekka. Hér má finna auglýsinguna í Bændablaðinu. Reykjavík Jól Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
„Heylaust í borginni - getur þú hlaupið undir bagga?“ stendur stórum stöfum í auglýsingunni en því fer þó fjarri að um neyðarástand sé að ræða heldur vantar heybagga til skreyta borgina á aðventunni. „Við erum að auglýsa í fyrsta sinn því síðustu þrjú ár þá var bóndi sem heyjaði bagga sem við keyptum en hann heyjaði ekki í ár,“ segir Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður, aðspurð um heyskortinn. „Það eru mjög fáir sem eru að þessu enda ekki lengur heyjað í bagga fyrir búin,“ útskýrir hún. Heybaggarnir hafa verið notaðir á torgum borgarinnar þar sem fólk safnast saman á aðventunni til að sitja á og „mýkja þau“, segir Rebekka. „Þetta hefur skapað svona hlýleika og svo verður þetta líka að óformlegum leiksvæðum fyrir börn. Við höfum verið með þá á Lækjatorgi þar sem jólatrjásala Skógræktarinnar er og jólakötturinn og þar hefur fólk verið að taka fjölskyldumyndir. Svo höfum við verið með þá á Óðinstorgi þar sem er jólatré, til að skapa setuaðstöðu. Og svo líka við jólamarkaðinn á Hjartatorginu. Þar er þetta meðfram sölubásunum og skapar mjúka og hlýja stemningu.“ Rebekka segir uppsetningu bagganna í raun einnig vera orðin þáttur í jólaundirbúningi- og stemningu starfsmanna borgarinnar en borgarhönnunarteymið vinni að því með hverfastöðvunum að koma þeim fyrir. En hvað verður um þá eftir jól? „Baggarnir eiginlega „skemmast“ en það fer svolítið eftir veðráttunni hversu lengi við getum notað þá. En svo fara þeir bara í lífræna endurvinnslu,“ segir Rebekka. Hér má finna auglýsinguna í Bændablaðinu.
Reykjavík Jól Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira