„Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að minnka slysatíðni“ Árni Sæberg og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. nóvember 2023 09:01 Eyþór Máni Steinarsson er framkvæmdastjóri Hopp. Vísir/Vilhelm Um fjórðungur vill banna notkun rafhlaupahjóla í miðbænum eftir miðnætti. Framkvæmdastjóri stærstu rafhlaupahjólaleigunnar segir að notendur hennar vilji allra síst að notkun verði takmörkuð. Hopp vilji þó gera allt sem í fyrirtækisins valdi stendur til að fækka slysum. Samkvæmt könnun Maskínu leigir ungt fólk mun fremur rafhlaupahjól en þau sem eldri eru. Ríflega þriðjungur þeirra sem eru undir þrítugu leigir þau mánaðarlega eða oftar en einungis átta prósent þeirra sem eru eldri en fjörutíu ára. Þá leigir um þriðjungur fólks á milli þrítugs og fertugs hjólin stundum en þó sjaldnar en mánaðarlega. Aftur á móti segjast um áttatíu prósent þeirra sem eru yfir fertugu aldrei leigja hjólin. Grafík/Hjalti Hlutfallslega meiri notkun í hópi yngra fólks rímar ágætlega við slysatölur en í Kompás sagði sérfræðingur í endurhæfingalækningum að þau sem þyrftu á endurhæfingu að halda eftir slysin væru að mestu á milli tvítugs og fertugs. Í könnuninni voru þau sem leigja hjólin spurð hvort þau hafi slasað sig. Um sextíu prósent þeirra sem leigja rafhlaupahjólin mánaðarlega eða oftar svöruðu spurningunni játandi. Af þeim sem leigja hjólin sjaldnar en mánaðarlega hefur um fjórðungur slasað sig við aksturinn. Grafík/Hjalti Yfir helmingur þeirra sem höfðu slasað sig segjast hafa verið undir áhrifum áfengis þegar það gerðist. Grafík/Hjalti Í könnuninni var fólk jafnframt spurt hvort það vildi sjá takmarkanir á notkun hjólanna og þá hverjar. Meirihluti aðspurðra var á því og sögðust um 55 prósent vilja hækka sektir við notkun undir áhrifum. Þá vilja tæp fjörutíu prósent lækka hámarkshraða á ákveðnum svæðum. Um fjórðungur vill banna notkun í miðbænum eftir miðnætti og um fjórðungur banna notkun á höfuðborgarsvæðinu. Sautján prósent vilja aftur á móti engar takmarkanir. Grafík/Hjalti Fagna umræðunni Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, segir að öll slys séu leið og alvarlegri slys séu alltaf harmleikur. „Sérstaklega þegar þau snerta mann svona náið, að sjálfsögðu. Við fögnum umræðunni og viljum að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að minnka slysatíðni á þessum nýja og áhugaverða fararmáta,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera? „Það er ýmislegt. Það hefur verið horft til þess í öðrum löndum að rýmka fyrir nýjum og betri slóðum, sem aðgreina umferðina betur frá þyngri farartækjum. Það hefur verið horft til þess að gera mikið af forvörnum og fræðslu til þess að eiga sömu vitundarvakningu og var með bíla á sjöunda og áttunda áratugnum, hvar fólk var að læra meira um öryggi ferðamátans og hvernig er hægt að nota farartæki, hvernig sem þau eru, af ábyrgum máta.“ Notendur vilji síður takmarkanir Líkt og kemur fram í könnun Maskínu vill stór hluti fólks að einhvers konar böndum sé komið á starfsemi rafhlaupahjólaleiga. Hvort sem það eru takmarkanir á notkunartíma eða hraðatakmarkanir. Hvernig slær það þig? „Það er að sjálfsögðu eitthvað sem hefur verið rætt í þessu samhengi öllu saman og nefnt áður líka. En þarna er náttúrlega verið að horfa til alls fólks bæði notar og notar ekki rafskúturnar. Ef þú spyrð notendur okkar sérstaklega í þessari sömu könnun frá Maskínu þá eru bara ellefu prósent sem hafa einhvern áhuga á því að minnka aðgengi að hjólunum eftir miðnætti á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að ég held að þetta sé eitt af þessum dæmum þar sem þarf að horfa líka til hópsins sem er að nýta sér þjónustuna hvað mest fyrir samgöngupúslið sitt.“ Raunsæjast að ná til foreldra Hvað varðar notkun barna undir átján á leigðum rafskútum segir Eyþór Máni að raunsæjasta lausnin við henni sé að ná til foreldra barna. Reglur Hopp kveða þegar á um að enginn undir átján ára aldri megi nota farartækin. „Þetta er náttúrulega eins og með margt annað, sérstaklega nýsköpun í einhverju ein stóru og yfirgripsmiklu og samgöngum, sem snertir okkur öll. Og þarna horfum við bæði til allra, fjölskyldna og síðan líka aðila hjá ríkinu sem gætu hjálpað okkur í forvarnarstarfinu sem við erum að vinna nú þegar.“ Rafhlaupahjól Kompás Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Samkvæmt könnun Maskínu leigir ungt fólk mun fremur rafhlaupahjól en þau sem eldri eru. Ríflega þriðjungur þeirra sem eru undir þrítugu leigir þau mánaðarlega eða oftar en einungis átta prósent þeirra sem eru eldri en fjörutíu ára. Þá leigir um þriðjungur fólks á milli þrítugs og fertugs hjólin stundum en þó sjaldnar en mánaðarlega. Aftur á móti segjast um áttatíu prósent þeirra sem eru yfir fertugu aldrei leigja hjólin. Grafík/Hjalti Hlutfallslega meiri notkun í hópi yngra fólks rímar ágætlega við slysatölur en í Kompás sagði sérfræðingur í endurhæfingalækningum að þau sem þyrftu á endurhæfingu að halda eftir slysin væru að mestu á milli tvítugs og fertugs. Í könnuninni voru þau sem leigja hjólin spurð hvort þau hafi slasað sig. Um sextíu prósent þeirra sem leigja rafhlaupahjólin mánaðarlega eða oftar svöruðu spurningunni játandi. Af þeim sem leigja hjólin sjaldnar en mánaðarlega hefur um fjórðungur slasað sig við aksturinn. Grafík/Hjalti Yfir helmingur þeirra sem höfðu slasað sig segjast hafa verið undir áhrifum áfengis þegar það gerðist. Grafík/Hjalti Í könnuninni var fólk jafnframt spurt hvort það vildi sjá takmarkanir á notkun hjólanna og þá hverjar. Meirihluti aðspurðra var á því og sögðust um 55 prósent vilja hækka sektir við notkun undir áhrifum. Þá vilja tæp fjörutíu prósent lækka hámarkshraða á ákveðnum svæðum. Um fjórðungur vill banna notkun í miðbænum eftir miðnætti og um fjórðungur banna notkun á höfuðborgarsvæðinu. Sautján prósent vilja aftur á móti engar takmarkanir. Grafík/Hjalti Fagna umræðunni Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, segir að öll slys séu leið og alvarlegri slys séu alltaf harmleikur. „Sérstaklega þegar þau snerta mann svona náið, að sjálfsögðu. Við fögnum umræðunni og viljum að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að minnka slysatíðni á þessum nýja og áhugaverða fararmáta,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera? „Það er ýmislegt. Það hefur verið horft til þess í öðrum löndum að rýmka fyrir nýjum og betri slóðum, sem aðgreina umferðina betur frá þyngri farartækjum. Það hefur verið horft til þess að gera mikið af forvörnum og fræðslu til þess að eiga sömu vitundarvakningu og var með bíla á sjöunda og áttunda áratugnum, hvar fólk var að læra meira um öryggi ferðamátans og hvernig er hægt að nota farartæki, hvernig sem þau eru, af ábyrgum máta.“ Notendur vilji síður takmarkanir Líkt og kemur fram í könnun Maskínu vill stór hluti fólks að einhvers konar böndum sé komið á starfsemi rafhlaupahjólaleiga. Hvort sem það eru takmarkanir á notkunartíma eða hraðatakmarkanir. Hvernig slær það þig? „Það er að sjálfsögðu eitthvað sem hefur verið rætt í þessu samhengi öllu saman og nefnt áður líka. En þarna er náttúrlega verið að horfa til alls fólks bæði notar og notar ekki rafskúturnar. Ef þú spyrð notendur okkar sérstaklega í þessari sömu könnun frá Maskínu þá eru bara ellefu prósent sem hafa einhvern áhuga á því að minnka aðgengi að hjólunum eftir miðnætti á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að ég held að þetta sé eitt af þessum dæmum þar sem þarf að horfa líka til hópsins sem er að nýta sér þjónustuna hvað mest fyrir samgöngupúslið sitt.“ Raunsæjast að ná til foreldra Hvað varðar notkun barna undir átján á leigðum rafskútum segir Eyþór Máni að raunsæjasta lausnin við henni sé að ná til foreldra barna. Reglur Hopp kveða þegar á um að enginn undir átján ára aldri megi nota farartækin. „Þetta er náttúrulega eins og með margt annað, sérstaklega nýsköpun í einhverju ein stóru og yfirgripsmiklu og samgöngum, sem snertir okkur öll. Og þarna horfum við bæði til allra, fjölskyldna og síðan líka aðila hjá ríkinu sem gætu hjálpað okkur í forvarnarstarfinu sem við erum að vinna nú þegar.“
Rafhlaupahjól Kompás Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent