Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2023 20:07 Laxalús hefur herjað á eldiskvíar í Patreksfjarðarflóa undanfarið. Stöð 2/Einar Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. Þetta segir í frétt Heimildarinnar. Þar er haft eftir Karli Steinari Óskarssyni, sviðsstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun, að enginn hafi séð álíka útbreiðslu laxalúsar og er nú í kvíum Arctic fish og Arnarlax í Tálknafirði. Illa gengið að hafa stjórn á fjölgun lúsarinnar Í tilkynningu sem birt var á vef MAST í dag segir að laxeldisfyrirtækjum á sunnanverðum Vestfjörðum hafi gengið erfiðlega að hafa stjórn á fjölgun laxalúsar í sjóeldiskvíum í Patreksfjarðarflóa síðan í vor. Síðan þá hafi Matvælastofnun beint þeim tilmælum til viðkomandi fyrirtækja að útvega sem fyrst erlendis frá svonefnt meðhöndlunarskip, sem gerir það kleift að meðhöndla lax gegn lús án lyfja. Um sé að ræða meðhöndlanir eins og ferskvatnsmeðhöndlun, hitameðhöndlun og burstun. Slík meðhöndlun drepi lúsina á öllum stigum og hafi nær engin umhverfisáhrif. Tilraunir hafi verið gerðar í haust af fyrirtækjunum til að fá til landsins meðhöndlunarskip en svo virðist sem fyrirvarinn hafi þurft að vera meiri, eftirspurn sé mikil eftir umræddum skipum. Ekki hafi náðst að fá skip til landsins fyrr en um miðjan október. Að mati Matvælastofnunar sé nauðsynlegt að slíkt skip sé staðsett á Vestfjörðum frá maí og fram í október ár hvert og fyrirtækin stefni á að svo verði frá og með vorinu 2024. Fiskarnir veiklist og drepist á skömmum tíma Rannsóknir á fiskum úr Táknafirði hafi leitt í ljós að umhverfisbakteríur hafi sýkt sárin sem mynduðust vegna lúsa og gert þau mun umfangsmeiri. Þessi sár geri það að verkum að fiskurinn missir getuna til að halda lífsnauðsynlegu jónajafnvægi í líkamanum. Í Tálknafirði hafi þetta gert það að verkum að hluti fisksins hefur veiklast á skömmum tíma. Sá fiskur sem nú er verið að farga fari í meltugerð sem notuð sé meðal annars í loðdýrafóður. Fiskurinn fari ekki til manneldis. Matvælastofnun muni fara yfir atburðarásina með fyrirtækjunum þegar aðgerðum er lokið og leggja til leiðir sem ættu að takmarka slíka atburði í framtíðinni. Fiskeldi Sjókvíaeldi Lax Tálknafjörður Tengdar fréttir Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59 Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. 27. október 2023 17:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta segir í frétt Heimildarinnar. Þar er haft eftir Karli Steinari Óskarssyni, sviðsstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun, að enginn hafi séð álíka útbreiðslu laxalúsar og er nú í kvíum Arctic fish og Arnarlax í Tálknafirði. Illa gengið að hafa stjórn á fjölgun lúsarinnar Í tilkynningu sem birt var á vef MAST í dag segir að laxeldisfyrirtækjum á sunnanverðum Vestfjörðum hafi gengið erfiðlega að hafa stjórn á fjölgun laxalúsar í sjóeldiskvíum í Patreksfjarðarflóa síðan í vor. Síðan þá hafi Matvælastofnun beint þeim tilmælum til viðkomandi fyrirtækja að útvega sem fyrst erlendis frá svonefnt meðhöndlunarskip, sem gerir það kleift að meðhöndla lax gegn lús án lyfja. Um sé að ræða meðhöndlanir eins og ferskvatnsmeðhöndlun, hitameðhöndlun og burstun. Slík meðhöndlun drepi lúsina á öllum stigum og hafi nær engin umhverfisáhrif. Tilraunir hafi verið gerðar í haust af fyrirtækjunum til að fá til landsins meðhöndlunarskip en svo virðist sem fyrirvarinn hafi þurft að vera meiri, eftirspurn sé mikil eftir umræddum skipum. Ekki hafi náðst að fá skip til landsins fyrr en um miðjan október. Að mati Matvælastofnunar sé nauðsynlegt að slíkt skip sé staðsett á Vestfjörðum frá maí og fram í október ár hvert og fyrirtækin stefni á að svo verði frá og með vorinu 2024. Fiskarnir veiklist og drepist á skömmum tíma Rannsóknir á fiskum úr Táknafirði hafi leitt í ljós að umhverfisbakteríur hafi sýkt sárin sem mynduðust vegna lúsa og gert þau mun umfangsmeiri. Þessi sár geri það að verkum að fiskurinn missir getuna til að halda lífsnauðsynlegu jónajafnvægi í líkamanum. Í Tálknafirði hafi þetta gert það að verkum að hluti fisksins hefur veiklast á skömmum tíma. Sá fiskur sem nú er verið að farga fari í meltugerð sem notuð sé meðal annars í loðdýrafóður. Fiskurinn fari ekki til manneldis. Matvælastofnun muni fara yfir atburðarásina með fyrirtækjunum þegar aðgerðum er lokið og leggja til leiðir sem ættu að takmarka slíka atburði í framtíðinni.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Lax Tálknafjörður Tengdar fréttir Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59 Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. 27. október 2023 17:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59
Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. 27. október 2023 17:45