Ákveðið var að gefa Alberti, sem gegnt hefur lykilhlutverki í liði Genoa á yfirstandandi tímabili, smá hvíld frá byrjunarliðinu gegn Reggiana sem spilar í næstefstu deild Ítalíu. Albert fékk sér því sæti meðal varamanna Genoa í upphafi leiks.
Heimamenn áttu hins vegar eftir að lenda í basli með leikmenn Reggiana, sem spila undir stjórn ítölsku goðsagnarinnar Alessandro Nesta, því að á 37. mínútu kom Muhamed Djamanca þeim yfir með fyrsta marki leiksins.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 53. mínútu þegar að Ridegaciano Haps jafnaði metin fyrir Genoa.
Heimamenn þurftu sárlega á marki og kom Albert því inn sem varamaður á 76. mínútu. Ekkert mark var skorað það sem eftir lifði venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja.
Þar kom Albert sterkur inn. Hann kom Genoa yfir með marki á 99. mínútu eftir stoðsendingu frá Ruslan Malinovskyi.
Reyndist það lokamark leiksins. Genoa er því komið áfram í 16-liða úrslit ítalska bikarsins.
GoaL! | Genoa 2-1 Reggiana | Albert Guðmundsson Ruslan Malinovskyipic.twitter.com/kLr2Hi5EcN
— FootColic (@FootColic) November 1, 2023