Glódís um vítaspyrnudóminn: „Ég held að þetta hafi verið rangt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. nóvember 2023 07:00 Glódís Perla Viggósdóttir þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leik gærkvöldsins. Vísir/Diego Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var nokkuð stolt af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins þrátt fyrir 2-0 tap gegn Þjóðverjum í gær. Hún efast þó um að það hafi verið réttur dómur að dæma vítaspyrnu á Telmu Ívarsdóttur, markvörð íslenska liðsins. „Þær skora úr færunum sínum og við gerum það ekki. Ég held að það sé kannski aðallega það sem skilur að,“ sagði Glódís eftir tapið í gærkvöldi. „Mér fannst við ná að loka vel á þær eins og við töluðum um fyrir leikinn og þær voru ekki að fá þessar fríu fyrirgjafir með mikið af leikmönnum inni í teig, allavega ekki eins mikið og maður bjóst við. Mér fannst við vera að vinna einvígin og návígin í leiknum og mér fannst við vera að láta þær finna fyrir því.“ „Svo náttúrulega fá þær þetta víti, en mér fannst við svara því gríðarlega vel. Við fáum færi í kjölfarið og hefðum getað jafnað og þá hefðum við verið komnar með allt annan leik. En í staðinn fáum við mark í andlitið og þannig er það bara í svona leikjum þegar þú reynir að sækja markið. Við vildum fá stig.“ Íslenska liðið var í skotgröfunum stærstan hluta leiksins og Glódís segir það hafa kostað mikla orku. „Auðvitað tekur það gríðarlega orku. Það er mikil vinnusemi í leikmönnunum og sérstaklega í leikmönnunum fyrir framan okkur í öftustu línu. Það eru þær sem eru að gera vinnuna fyrir okkur auðveldari. Mér fannst þær skila sínu gríðarlega vel í dag.“ „Oft vorum við að ná að tengja og finna svæðin sem við vorum búin að tala um fyrir leikinn og það er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur. Við þurfum að geta gert enn betur í þessum stöðum af því að við erum að komast í fínar stöður sem geta orðið að færum og við þurfum bara að klára það. En ég er gríðarlega stolt af hugarfarinu í hópnum.“ Þýska liðið tók forystuna í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir var dæmd brotleg eftir að hafa lent á Lea Schuller. Glódís er þó ekki sannfærð um að það hafi verið réttur dómur. „Ég veit það ekki. Ég heyri bara í Telmu kalla og svo sé ég ekkert nema að mér finnst hún fá frían skalla. Mér finnst hún ekki geta fengið frían skalla og víti. En eins og ég segi ég veit ekkert hvað gerist. Ég held að þetta hafi verið rangt, en svona er þetta,“ sagði Glódís, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Glódís eftir Þýskalandsleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
„Þær skora úr færunum sínum og við gerum það ekki. Ég held að það sé kannski aðallega það sem skilur að,“ sagði Glódís eftir tapið í gærkvöldi. „Mér fannst við ná að loka vel á þær eins og við töluðum um fyrir leikinn og þær voru ekki að fá þessar fríu fyrirgjafir með mikið af leikmönnum inni í teig, allavega ekki eins mikið og maður bjóst við. Mér fannst við vera að vinna einvígin og návígin í leiknum og mér fannst við vera að láta þær finna fyrir því.“ „Svo náttúrulega fá þær þetta víti, en mér fannst við svara því gríðarlega vel. Við fáum færi í kjölfarið og hefðum getað jafnað og þá hefðum við verið komnar með allt annan leik. En í staðinn fáum við mark í andlitið og þannig er það bara í svona leikjum þegar þú reynir að sækja markið. Við vildum fá stig.“ Íslenska liðið var í skotgröfunum stærstan hluta leiksins og Glódís segir það hafa kostað mikla orku. „Auðvitað tekur það gríðarlega orku. Það er mikil vinnusemi í leikmönnunum og sérstaklega í leikmönnunum fyrir framan okkur í öftustu línu. Það eru þær sem eru að gera vinnuna fyrir okkur auðveldari. Mér fannst þær skila sínu gríðarlega vel í dag.“ „Oft vorum við að ná að tengja og finna svæðin sem við vorum búin að tala um fyrir leikinn og það er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur. Við þurfum að geta gert enn betur í þessum stöðum af því að við erum að komast í fínar stöður sem geta orðið að færum og við þurfum bara að klára það. En ég er gríðarlega stolt af hugarfarinu í hópnum.“ Þýska liðið tók forystuna í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir var dæmd brotleg eftir að hafa lent á Lea Schuller. Glódís er þó ekki sannfærð um að það hafi verið réttur dómur. „Ég veit það ekki. Ég heyri bara í Telmu kalla og svo sé ég ekkert nema að mér finnst hún fá frían skalla. Mér finnst hún ekki geta fengið frían skalla og víti. En eins og ég segi ég veit ekkert hvað gerist. Ég held að þetta hafi verið rangt, en svona er þetta,“ sagði Glódís, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Glódís eftir Þýskalandsleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti