Selma Sól: Mér fannst við bara gera nóg Sverrir Mar Smárason skrifar 31. október 2023 22:03 Selma Sól Magnúsdóttir í baráttu við annan markaskorara Þýskalands, Klöru Buhl, í leik kvöldsins. Vísir /Diego Ísland tapaði 2-0 gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Eftir fjóra leiki er íslenska liðið með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins. Selma Sól lék 86 mínútur á miðjunni hjá Íslandi í dag og var svekkt með tapið. „Helst bara svekkt með tapið eiginlega. Við hefðum getað fengið vítaspyrnu og jafnað leikinn að mínu mati. Klárlega hefði þá verið betra að fá eitt stig út úr leiknum heldur en að fá ekkert,“ sagði Selma Sól. Þjóðverjar stýrðu leiknum á Laugardalsvelli í kvöld og íslenska liðinu gekk ekki vel að sækja á þær þýsku. Varnarleikur íslenska liðsins var þó á köflum mjög góður. „Mér fannst við bara gera nóg og það var klárlega bæting á okkar leik. Mér fannst við alveg ná að brjóta þær niður og við áttum okkar færi líka. Við héldum svo áfram okkar striki í seinni hálfleik og vorum að ýta þeim aftar. Undir lokin náðum við að opna þær þegar þær urðu óþolinmóðar. Þá náðum við að spila í gegnum þær og fá færi til þess að skora. Við komum af fullum krafti út í seinni hálfleik og ýttum bara meira á þær,“ sagði Selma Sól um gang leiksins. Þýskaland skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir gerðist brotleg innan eigin vítateigs. Gestirnir tvöfölduðu svo forystu sína í uppbótartíma. Ísland hefur ekki skorað núna í 342 leikmínútur. „Mér fannst við bara koma sterkar eftir markið þeirra, stíga ofar og fara á fullu í pressuna. Markið kemur svo bara þegar markið kemur og við höldum bara áfram að bæta okkur,“ sagði Selma. Næst leikur liðið úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins gegn Wales ytra. Selma er vongóð fyrir þann leik. „Mér fannst bara mikil bæting í þessum glugga frá þeim síðasta og það er bara eitthvað til að taka með sem er jákvætt,“ sagði Selma Sól að lokum. Klippa: Selma Sól eftir Þýskalandsleikinn Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira
„Helst bara svekkt með tapið eiginlega. Við hefðum getað fengið vítaspyrnu og jafnað leikinn að mínu mati. Klárlega hefði þá verið betra að fá eitt stig út úr leiknum heldur en að fá ekkert,“ sagði Selma Sól. Þjóðverjar stýrðu leiknum á Laugardalsvelli í kvöld og íslenska liðinu gekk ekki vel að sækja á þær þýsku. Varnarleikur íslenska liðsins var þó á köflum mjög góður. „Mér fannst við bara gera nóg og það var klárlega bæting á okkar leik. Mér fannst við alveg ná að brjóta þær niður og við áttum okkar færi líka. Við héldum svo áfram okkar striki í seinni hálfleik og vorum að ýta þeim aftar. Undir lokin náðum við að opna þær þegar þær urðu óþolinmóðar. Þá náðum við að spila í gegnum þær og fá færi til þess að skora. Við komum af fullum krafti út í seinni hálfleik og ýttum bara meira á þær,“ sagði Selma Sól um gang leiksins. Þýskaland skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir gerðist brotleg innan eigin vítateigs. Gestirnir tvöfölduðu svo forystu sína í uppbótartíma. Ísland hefur ekki skorað núna í 342 leikmínútur. „Mér fannst við bara koma sterkar eftir markið þeirra, stíga ofar og fara á fullu í pressuna. Markið kemur svo bara þegar markið kemur og við höldum bara áfram að bæta okkur,“ sagði Selma. Næst leikur liðið úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins gegn Wales ytra. Selma er vongóð fyrir þann leik. „Mér fannst bara mikil bæting í þessum glugga frá þeim síðasta og það er bara eitthvað til að taka með sem er jákvætt,“ sagði Selma Sól að lokum. Klippa: Selma Sól eftir Þýskalandsleikinn
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira
Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15