Selma Sól: Mér fannst við bara gera nóg Sverrir Mar Smárason skrifar 31. október 2023 22:03 Selma Sól Magnúsdóttir í baráttu við annan markaskorara Þýskalands, Klöru Buhl, í leik kvöldsins. Vísir /Diego Ísland tapaði 2-0 gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Eftir fjóra leiki er íslenska liðið með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins. Selma Sól lék 86 mínútur á miðjunni hjá Íslandi í dag og var svekkt með tapið. „Helst bara svekkt með tapið eiginlega. Við hefðum getað fengið vítaspyrnu og jafnað leikinn að mínu mati. Klárlega hefði þá verið betra að fá eitt stig út úr leiknum heldur en að fá ekkert,“ sagði Selma Sól. Þjóðverjar stýrðu leiknum á Laugardalsvelli í kvöld og íslenska liðinu gekk ekki vel að sækja á þær þýsku. Varnarleikur íslenska liðsins var þó á köflum mjög góður. „Mér fannst við bara gera nóg og það var klárlega bæting á okkar leik. Mér fannst við alveg ná að brjóta þær niður og við áttum okkar færi líka. Við héldum svo áfram okkar striki í seinni hálfleik og vorum að ýta þeim aftar. Undir lokin náðum við að opna þær þegar þær urðu óþolinmóðar. Þá náðum við að spila í gegnum þær og fá færi til þess að skora. Við komum af fullum krafti út í seinni hálfleik og ýttum bara meira á þær,“ sagði Selma Sól um gang leiksins. Þýskaland skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir gerðist brotleg innan eigin vítateigs. Gestirnir tvöfölduðu svo forystu sína í uppbótartíma. Ísland hefur ekki skorað núna í 342 leikmínútur. „Mér fannst við bara koma sterkar eftir markið þeirra, stíga ofar og fara á fullu í pressuna. Markið kemur svo bara þegar markið kemur og við höldum bara áfram að bæta okkur,“ sagði Selma. Næst leikur liðið úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins gegn Wales ytra. Selma er vongóð fyrir þann leik. „Mér fannst bara mikil bæting í þessum glugga frá þeim síðasta og það er bara eitthvað til að taka með sem er jákvætt,“ sagði Selma Sól að lokum. Klippa: Selma Sól eftir Þýskalandsleikinn Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
„Helst bara svekkt með tapið eiginlega. Við hefðum getað fengið vítaspyrnu og jafnað leikinn að mínu mati. Klárlega hefði þá verið betra að fá eitt stig út úr leiknum heldur en að fá ekkert,“ sagði Selma Sól. Þjóðverjar stýrðu leiknum á Laugardalsvelli í kvöld og íslenska liðinu gekk ekki vel að sækja á þær þýsku. Varnarleikur íslenska liðsins var þó á köflum mjög góður. „Mér fannst við bara gera nóg og það var klárlega bæting á okkar leik. Mér fannst við alveg ná að brjóta þær niður og við áttum okkar færi líka. Við héldum svo áfram okkar striki í seinni hálfleik og vorum að ýta þeim aftar. Undir lokin náðum við að opna þær þegar þær urðu óþolinmóðar. Þá náðum við að spila í gegnum þær og fá færi til þess að skora. Við komum af fullum krafti út í seinni hálfleik og ýttum bara meira á þær,“ sagði Selma Sól um gang leiksins. Þýskaland skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir gerðist brotleg innan eigin vítateigs. Gestirnir tvöfölduðu svo forystu sína í uppbótartíma. Ísland hefur ekki skorað núna í 342 leikmínútur. „Mér fannst við bara koma sterkar eftir markið þeirra, stíga ofar og fara á fullu í pressuna. Markið kemur svo bara þegar markið kemur og við höldum bara áfram að bæta okkur,“ sagði Selma. Næst leikur liðið úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins gegn Wales ytra. Selma er vongóð fyrir þann leik. „Mér fannst bara mikil bæting í þessum glugga frá þeim síðasta og það er bara eitthvað til að taka með sem er jákvætt,“ sagði Selma Sól að lokum. Klippa: Selma Sól eftir Þýskalandsleikinn
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15