Sædís Rún: „Ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. október 2023 21:55 Sædís sést hér gera tilraun til að komast framhjá Svenju Huth. VÍSIR / PAWEL Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap þegar liðið tók á móti Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður liðsins, gaf sig til tals við blaðamann strax að leik loknum. Sædís spilaði sínu fyrstu tvo A-landsleiki í þessum glugga gegn Danmörku og Þýskalandi, stóð sig vel en var skiljanlega svekkt með úrslitin. „Virkilega súrt, mér fannst við alveg standa í þeim og jafntefli hefði mér fundist sanngjarnt þó þetta hafi endað 2-0.“ Fyrri hálfleikurinn var markalaus og varnarlína stóð stöðugum fótum gegn linnulausum árásum Þjóðverjanna. „Mér fannst þær ekkert skapa sér þannig, nema þessi tvö sláarskot, þannig að mér fannst við gera virkilega vel og ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga.“ Eftir að hafa lent undir steig íslenska liðið vel fram völlinn, það lifnaði yfir sóknarleiknum og liðinu tókst að skapa sér færi en fékk það í bakið þegar annað markið kom á lokamínútunum. „Mér fannst við engu síðri eftir markið, gáfum bara í og sýndum mikinn karakter í dag.“ Ísland á nú tvo leiki eftir í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku og Wales næstkomandi desember. Danmerkurleikurinn skiptir litlu máli fyrir lokastöðu Íslands í riðlinum en leikurinn gegn Wales má ekki tapast ef liðið ætlar að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað mark í langan tíma segir Sædís liðið hvergi bonkið og ætli sér að gera betur næst. „Ég held ekki [að þetta hafi áhrif], þetta eru allt frábærir íþróttamenn og ég held að fólk sé fljótt að gleyma því hvað er langt síðan við skoruðum en engu að síður er erfitt þetta dettur ekki með okkur“ sagði Sædís að lokum. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sædís eftir Þýskalandsleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Sjá meira
Sædís spilaði sínu fyrstu tvo A-landsleiki í þessum glugga gegn Danmörku og Þýskalandi, stóð sig vel en var skiljanlega svekkt með úrslitin. „Virkilega súrt, mér fannst við alveg standa í þeim og jafntefli hefði mér fundist sanngjarnt þó þetta hafi endað 2-0.“ Fyrri hálfleikurinn var markalaus og varnarlína stóð stöðugum fótum gegn linnulausum árásum Þjóðverjanna. „Mér fannst þær ekkert skapa sér þannig, nema þessi tvö sláarskot, þannig að mér fannst við gera virkilega vel og ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga.“ Eftir að hafa lent undir steig íslenska liðið vel fram völlinn, það lifnaði yfir sóknarleiknum og liðinu tókst að skapa sér færi en fékk það í bakið þegar annað markið kom á lokamínútunum. „Mér fannst við engu síðri eftir markið, gáfum bara í og sýndum mikinn karakter í dag.“ Ísland á nú tvo leiki eftir í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku og Wales næstkomandi desember. Danmerkurleikurinn skiptir litlu máli fyrir lokastöðu Íslands í riðlinum en leikurinn gegn Wales má ekki tapast ef liðið ætlar að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað mark í langan tíma segir Sædís liðið hvergi bonkið og ætli sér að gera betur næst. „Ég held ekki [að þetta hafi áhrif], þetta eru allt frábærir íþróttamenn og ég held að fólk sé fljótt að gleyma því hvað er langt síðan við skoruðum en engu að síður er erfitt þetta dettur ekki með okkur“ sagði Sædís að lokum. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sædís eftir Þýskalandsleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15
Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16