Eva Laufey hélt hræðilegt hrekkjavökuboð Íris Hauksdóttir skrifar 31. október 2023 15:01 Eva Laufey deilir með lesendum uppskriftum af einföldum en bragðgóðum hrekkjavökuveitingum. Bakstursdrottningin og markaðsstýran Eva Laufey Hermannsdóttir Kjaran elskar að eigin sögn hrekkjavökuna. Hún lét því sitt ekki eftir liggja og galdraði fram glæsilegt veisluborð í tilefni dagsins. Eva segir mikilvægt að mikla ekki veitingarnar fyrir sér enda snúist undirbúningur þeirra að mestu um samverustundir fjölskyldunnar og um að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín til fulls. Hún deilir hér með lesendum Vísis uppskriftum af hræðilegri hrekkjavökuköku og einföldum en ógnvekjandi vampírukökum sem hún mælir með að sem flestir prófi. Hræðileg hrekkjavökukaka Eva segir vanillukökuna slá í gegn hjá öllum aldri veislugesta. aðsend Þrjú form 20cm Botnar 170 g smjör, við stofuhita 400 g sykur 5 egg 380 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 1 dl hrein ab mjólk 1 dl mjólk 2 tsk. vanilludropar 1 tsk. rauður matarlitur Hitið ofninn í 180°C með blæstri. Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli. Sigtið þurrefnin saman og hrærið vel. Hellið súrmjólkinni, mjólkinni og vanilludropum saman við og hrærið. Setjið matarlitinn út í lokin og blandið vel saman. Smyrjið þrjú form og setjið smjörpappír í botninn á þremur hringlaga formum. Skiptið deiginu jafnt í formin og bakið við 180°C í tuttugu mínútur. Best er að kæla botnana vel áður en þið setjið á þá krem. Til að einfalda sér lífið keypti Eva tilbúinn sykurmassa sem ýtti undir draugalegt útlit kökunnar. aðsend Vanillukrem 500 g flórsykur 500 g smjör, við stofuhita 1 tsk. vanilludropar 100 g brætt hvítt súkkulaði Þeytið smjörið þar til það er létt og ljóst. Bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum. Bætið vanilludropum og hvíta súkkulaðinu út í og þeytið áfram. Setjið kremið á milli botnanna og þekjið kökuna með kreminu. Ég keypti tilbúinn sykurmassa sem hjúpaði kökuna með, bjó síðan til rautt dripp og skreytti með dóttur minni. Dripp 60 ml rjómi 60 g hvítt súkkulaði Rauður matarlitur Hitið rjómann að suðu. Saxið súkkulaði og hellið rjómanum saman við, leyfið þessu að standa óhreyfðu í þrjár mínútur. Þá má hræra vel saman þar til sósan er silkimjúk. Ef þið ætlið að lita drippið þá er það gert á þessu stigi. Ég setti rauðan matarlit fyrir hræðilegt blóð. Leyfið drippinu að standa svolítið en með því þykknar drippið og auðveldara að skreyta kökuna með því. Ógnvekjandi vampírukökur Vampírukökurnar eru einstaklega einfaldar og henta öllum aldri að útbúa á stuttum tíma. aðsend Súkkulaðibitadeig, frá Evu Laufeyju. Tilbúið smjörkrem Litlir sykurpúðar Rauður matarlitur Möndlur Skerið kökudeigið í jafn stóra bita og mótið kúlur. Bakið við 180 gráður með blæstri. Hrærið smjörkremi og rauðum matarlit saman. Kælið kökurnar, skerið í tvennt og smyrjið með rauðu smjörkremi. Raðið litlum sykurpúðum á milli og setjið tvær möndluflögur sem eru að sjálfsögðu vampírutennur. Njótið þess að skreyta kökurnar með fólkinu ykkar. Kökur og tertur Uppskriftir Hrekkjavaka Tengdar fréttir Eva Laufey deilir uppskriftum að hinni fullkomnu Eurovision veislu Matgæðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er þaulvön þegar kemur að hverskyns veisluhöldum. Hún átti því ekki í erfiðleikum með að gefa góð ráð fyrir komandi Eurovision-partí. 11. maí 2023 14:37 Eva Laufey tekur sæti í framkvæmdastjórn Hagkaups Eva Laufey Kjaran er nýr meðlimur framkvæmdastjórnar Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir líta björtum augum til framtíðarinnar. Eva hefur starfað sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups síðan í maí á þessu ári. 16. desember 2022 11:20 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Eva segir mikilvægt að mikla ekki veitingarnar fyrir sér enda snúist undirbúningur þeirra að mestu um samverustundir fjölskyldunnar og um að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín til fulls. Hún deilir hér með lesendum Vísis uppskriftum af hræðilegri hrekkjavökuköku og einföldum en ógnvekjandi vampírukökum sem hún mælir með að sem flestir prófi. Hræðileg hrekkjavökukaka Eva segir vanillukökuna slá í gegn hjá öllum aldri veislugesta. aðsend Þrjú form 20cm Botnar 170 g smjör, við stofuhita 400 g sykur 5 egg 380 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 1 dl hrein ab mjólk 1 dl mjólk 2 tsk. vanilludropar 1 tsk. rauður matarlitur Hitið ofninn í 180°C með blæstri. Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli. Sigtið þurrefnin saman og hrærið vel. Hellið súrmjólkinni, mjólkinni og vanilludropum saman við og hrærið. Setjið matarlitinn út í lokin og blandið vel saman. Smyrjið þrjú form og setjið smjörpappír í botninn á þremur hringlaga formum. Skiptið deiginu jafnt í formin og bakið við 180°C í tuttugu mínútur. Best er að kæla botnana vel áður en þið setjið á þá krem. Til að einfalda sér lífið keypti Eva tilbúinn sykurmassa sem ýtti undir draugalegt útlit kökunnar. aðsend Vanillukrem 500 g flórsykur 500 g smjör, við stofuhita 1 tsk. vanilludropar 100 g brætt hvítt súkkulaði Þeytið smjörið þar til það er létt og ljóst. Bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum. Bætið vanilludropum og hvíta súkkulaðinu út í og þeytið áfram. Setjið kremið á milli botnanna og þekjið kökuna með kreminu. Ég keypti tilbúinn sykurmassa sem hjúpaði kökuna með, bjó síðan til rautt dripp og skreytti með dóttur minni. Dripp 60 ml rjómi 60 g hvítt súkkulaði Rauður matarlitur Hitið rjómann að suðu. Saxið súkkulaði og hellið rjómanum saman við, leyfið þessu að standa óhreyfðu í þrjár mínútur. Þá má hræra vel saman þar til sósan er silkimjúk. Ef þið ætlið að lita drippið þá er það gert á þessu stigi. Ég setti rauðan matarlit fyrir hræðilegt blóð. Leyfið drippinu að standa svolítið en með því þykknar drippið og auðveldara að skreyta kökuna með því. Ógnvekjandi vampírukökur Vampírukökurnar eru einstaklega einfaldar og henta öllum aldri að útbúa á stuttum tíma. aðsend Súkkulaðibitadeig, frá Evu Laufeyju. Tilbúið smjörkrem Litlir sykurpúðar Rauður matarlitur Möndlur Skerið kökudeigið í jafn stóra bita og mótið kúlur. Bakið við 180 gráður með blæstri. Hrærið smjörkremi og rauðum matarlit saman. Kælið kökurnar, skerið í tvennt og smyrjið með rauðu smjörkremi. Raðið litlum sykurpúðum á milli og setjið tvær möndluflögur sem eru að sjálfsögðu vampírutennur. Njótið þess að skreyta kökurnar með fólkinu ykkar.
Kökur og tertur Uppskriftir Hrekkjavaka Tengdar fréttir Eva Laufey deilir uppskriftum að hinni fullkomnu Eurovision veislu Matgæðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er þaulvön þegar kemur að hverskyns veisluhöldum. Hún átti því ekki í erfiðleikum með að gefa góð ráð fyrir komandi Eurovision-partí. 11. maí 2023 14:37 Eva Laufey tekur sæti í framkvæmdastjórn Hagkaups Eva Laufey Kjaran er nýr meðlimur framkvæmdastjórnar Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir líta björtum augum til framtíðarinnar. Eva hefur starfað sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups síðan í maí á þessu ári. 16. desember 2022 11:20 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Eva Laufey deilir uppskriftum að hinni fullkomnu Eurovision veislu Matgæðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er þaulvön þegar kemur að hverskyns veisluhöldum. Hún átti því ekki í erfiðleikum með að gefa góð ráð fyrir komandi Eurovision-partí. 11. maí 2023 14:37
Eva Laufey tekur sæti í framkvæmdastjórn Hagkaups Eva Laufey Kjaran er nýr meðlimur framkvæmdastjórnar Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir líta björtum augum til framtíðarinnar. Eva hefur starfað sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups síðan í maí á þessu ári. 16. desember 2022 11:20