Hefur tálgað þúsundir jólasveina úr alaskavíði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. október 2023 20:16 Hrefna er við sýningarskápinn sinn þar sem má sjá jólasveinana og annað sem hún er að tálga. Allt mjög, mjög flott hjá henni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó það séu enn um tveir mánuðir til jóla þá situr handverkskona í Kópavogi ekki auðum höndum enda tálgar hún út jólasveina og málar þá eins og engin sé morgundagurinn fyrir jólin. Hún hefur tálgað mörg þúsund slíka sveina í gegnum árin. Hrefna Aradóttir, sem er frá Neskaupstað en býr í dag í Kópavogi er með fína aðstöðu heima hjá sér fyrir handverkið sitt en hún er ansi lunkinn með tálguhnífinn sinn við að útbúa allskonar fígúrur. Nú eru það jólasveinarnir, sem eiga hug hennar allan en þá tálgar hún úr greinum af alaskavíði. „Ég er alltaf með blautan við, ég er með ferskan við, þannig að hann er blautur þegar ég vinn hann. Ég leyfi þessu að þorna, kannski 20 til 50 stykki, misjafnt og svo tek ég pásu og fer að mála. Það er kannski ein vika, sem ég er bara að mála, þá er ég ekki að tálga. Það er léttara fyrir hendurnar,” segir Hrefna. En hvað tekur það langan tíma að tálga einn jólasvein? „Það eru um þrír á klukkutíma. Það er svona það sem ég vil að sé ásættanlegt en um leið og þeir verða með miklum greinum í miklum hnútum í, þá er ég lengur.” Og þá á hún eftir að þurrka þá, lakka og svo mála, ásamt því að setja bönd í þá. „Þetta er heilmikil vinna en mjög skemmtileg,” segir Hrefna. Jólasveinarnir hennar Hrefnu hafa slegið í gegn enda hefur hún varla undan að tálga og mála þá áður en þeir fara inn á nýju heimilin sín hér heima eða í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna segist útbúa jólasveina allt árið um kring þó það sé alltaf mjög mikið að gera í aðdraganda jóla. Hún segir erlenda ferðamenn mjög hrifna af sveinunum hennar enda um íslenskt handverk að ræða, sem er létt í ferðatöskur. „Ég veit af sveinunum út um allan heim, til dæmis í Kanada, Ástralíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku,” segir hún. Talar þú við jólasveinana þegar þú ert að búa þá til? „Nei, ég geri nú ekki mikið af því, nei, en þegar ég er að gera þá er ég alveg búin að ákveða sjálf hverja mér líkar við. Já, þessi verður flottur, þessi er allt í lagi, þessi er svona, þannig að ég er, já, þegar ég er búin að mála þá, þá eru þeir allir eins þó þeir séu ekki allir eins,” segir Hrefna og hlær. En er Hrefna ekki orðin leið á jólunum fyrst hún er alltaf að búa til jólasveina? „Nei, nei, mér finnast jólin mjög skemmtileg og ég væri alveg til í að hafa þau lengi.” En veit Hrefna hvað hún hefur tálgað marga jólasveina í gegnum árin? „Nei, þeir eru mörg þúsund, það veit ég,” segir hún og heldur áfram að tálga. Heimasíða Hrefnu Facebooksíða Hrefnu með jólasveinunum Kópavogur Jól Handverk Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Hrefna Aradóttir, sem er frá Neskaupstað en býr í dag í Kópavogi er með fína aðstöðu heima hjá sér fyrir handverkið sitt en hún er ansi lunkinn með tálguhnífinn sinn við að útbúa allskonar fígúrur. Nú eru það jólasveinarnir, sem eiga hug hennar allan en þá tálgar hún úr greinum af alaskavíði. „Ég er alltaf með blautan við, ég er með ferskan við, þannig að hann er blautur þegar ég vinn hann. Ég leyfi þessu að þorna, kannski 20 til 50 stykki, misjafnt og svo tek ég pásu og fer að mála. Það er kannski ein vika, sem ég er bara að mála, þá er ég ekki að tálga. Það er léttara fyrir hendurnar,” segir Hrefna. En hvað tekur það langan tíma að tálga einn jólasvein? „Það eru um þrír á klukkutíma. Það er svona það sem ég vil að sé ásættanlegt en um leið og þeir verða með miklum greinum í miklum hnútum í, þá er ég lengur.” Og þá á hún eftir að þurrka þá, lakka og svo mála, ásamt því að setja bönd í þá. „Þetta er heilmikil vinna en mjög skemmtileg,” segir Hrefna. Jólasveinarnir hennar Hrefnu hafa slegið í gegn enda hefur hún varla undan að tálga og mála þá áður en þeir fara inn á nýju heimilin sín hér heima eða í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna segist útbúa jólasveina allt árið um kring þó það sé alltaf mjög mikið að gera í aðdraganda jóla. Hún segir erlenda ferðamenn mjög hrifna af sveinunum hennar enda um íslenskt handverk að ræða, sem er létt í ferðatöskur. „Ég veit af sveinunum út um allan heim, til dæmis í Kanada, Ástralíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku,” segir hún. Talar þú við jólasveinana þegar þú ert að búa þá til? „Nei, ég geri nú ekki mikið af því, nei, en þegar ég er að gera þá er ég alveg búin að ákveða sjálf hverja mér líkar við. Já, þessi verður flottur, þessi er allt í lagi, þessi er svona, þannig að ég er, já, þegar ég er búin að mála þá, þá eru þeir allir eins þó þeir séu ekki allir eins,” segir Hrefna og hlær. En er Hrefna ekki orðin leið á jólunum fyrst hún er alltaf að búa til jólasveina? „Nei, nei, mér finnast jólin mjög skemmtileg og ég væri alveg til í að hafa þau lengi.” En veit Hrefna hvað hún hefur tálgað marga jólasveina í gegnum árin? „Nei, þeir eru mörg þúsund, það veit ég,” segir hún og heldur áfram að tálga. Heimasíða Hrefnu Facebooksíða Hrefnu með jólasveinunum
Kópavogur Jól Handverk Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent