Flóttamannastraumur vekur harðar deilur Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. október 2023 17:01 Hópur flóttamanna kemur á land á eyjunni Fuerteventura eftir að hafa verið bjargað úr báti á hafi úti. Að meðaltali koma 100 börn á dag til Kanaríeyja í hópi flóttamannanna. Getty Images Um 10.000 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja í þessum mánuði og hefur straumur þeirra sjaldan verið eins mikill. Stjórnvöld ráðgera að dreifa fólkinu um Spán við mikla andstöðu hægri flokkanna sem fyrir vikið eru sakaðir um lóðbeint kynþáttahatur. Hundruð flóttamanna koma frá Afríku til Kanaríeyja dag hvern um þessar mundir á yfirfullum skektum og gúmmíbátum svo illa búnum til siglinga að menn geta rétt gert sér í hugarlund hversu margir ná aldrei á áfangastað og hvíla nú á hafsbotni. Stjórnvöld eru örmagna Stjórnvöld á Kanaríeyjum eru nánast örmagna, segjast engan veginn ráða við vandann, enda sé vandinn ekki bara þeirra, hann sé líka vandamál spænskra stjórnvalda og í raun vandi allrar Evrópu. Kanaríeyjar séu í raun bara forstofan, þetta sé einungis fyrsti viðkomustaður þessa fólks í leit sinni að mannsæmandi lífi. Flóttamenn koma að landi á Tenerife á Kanaríeyjum.Andreas Jütte/Getty Images) Þúsundir flóttamanna fluttar upp á meginlandið Spænsk stjórnvöld gripu til þess ráðs í vikunni að flytja nokkur þúsund flóttamenn frá Kanaríeyjum upp á meginlandið; til Granada, Málaga, Madrid, Cartagena og fleiri borga. Þau ráðgera að flytja um 6.000 manns upp á meginlandið á næstu dögum. Stjórnarandstaðan hefur brugðist hart við, Isabel Ayuso, forseti Madrid og einn af leiðtogum Lýðflokksins, segir að hér sé um hreina og klára innrás að ræða, það sé verið að planta óvelkomnum kippum af fólki um allt landið. Alberto Núñez Feijóo, forseti Lýðflokksins, segir aðgerðir stjórnvalda handahófskenndar; fólkið sé sent hingað og þangað um Spán þar sem það sé nánast skilið eftir umkomulaust á strætisvagnastöðvum. Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX hefur krafist þess að herinn verði kallaður til og sjái hreinlega til þess að þetta fólk nái aldrei landi og verði gert afturreka til Afríku. Sakar stjórnarandstöðuna um kynþáttahatur José Luis Escrivá, aðlögunar- og innflytjendaráðherra Spánar, sakar stjórnarandstöðuna um tækifærismennsku og kynþáttahatur sem ætlað sé að kynda undir hatur og óvild í garð flóttafólksins. Hann bendir á að fyrir tveimur árum hafi Spánn tekið á móti tæplega 200.000 flóttamönnum frá Úkraínu. Þeim hafi verið dreift um allan Spán, enginn hafi mótmælt þeim mikla fjölda og að það hafi gengið ljómandi vel fyrir sig. Spánn Flóttamenn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Hundruð flóttamanna koma frá Afríku til Kanaríeyja dag hvern um þessar mundir á yfirfullum skektum og gúmmíbátum svo illa búnum til siglinga að menn geta rétt gert sér í hugarlund hversu margir ná aldrei á áfangastað og hvíla nú á hafsbotni. Stjórnvöld eru örmagna Stjórnvöld á Kanaríeyjum eru nánast örmagna, segjast engan veginn ráða við vandann, enda sé vandinn ekki bara þeirra, hann sé líka vandamál spænskra stjórnvalda og í raun vandi allrar Evrópu. Kanaríeyjar séu í raun bara forstofan, þetta sé einungis fyrsti viðkomustaður þessa fólks í leit sinni að mannsæmandi lífi. Flóttamenn koma að landi á Tenerife á Kanaríeyjum.Andreas Jütte/Getty Images) Þúsundir flóttamanna fluttar upp á meginlandið Spænsk stjórnvöld gripu til þess ráðs í vikunni að flytja nokkur þúsund flóttamenn frá Kanaríeyjum upp á meginlandið; til Granada, Málaga, Madrid, Cartagena og fleiri borga. Þau ráðgera að flytja um 6.000 manns upp á meginlandið á næstu dögum. Stjórnarandstaðan hefur brugðist hart við, Isabel Ayuso, forseti Madrid og einn af leiðtogum Lýðflokksins, segir að hér sé um hreina og klára innrás að ræða, það sé verið að planta óvelkomnum kippum af fólki um allt landið. Alberto Núñez Feijóo, forseti Lýðflokksins, segir aðgerðir stjórnvalda handahófskenndar; fólkið sé sent hingað og þangað um Spán þar sem það sé nánast skilið eftir umkomulaust á strætisvagnastöðvum. Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX hefur krafist þess að herinn verði kallaður til og sjái hreinlega til þess að þetta fólk nái aldrei landi og verði gert afturreka til Afríku. Sakar stjórnarandstöðuna um kynþáttahatur José Luis Escrivá, aðlögunar- og innflytjendaráðherra Spánar, sakar stjórnarandstöðuna um tækifærismennsku og kynþáttahatur sem ætlað sé að kynda undir hatur og óvild í garð flóttafólksins. Hann bendir á að fyrir tveimur árum hafi Spánn tekið á móti tæplega 200.000 flóttamönnum frá Úkraínu. Þeim hafi verið dreift um allan Spán, enginn hafi mótmælt þeim mikla fjölda og að það hafi gengið ljómandi vel fyrir sig.
Spánn Flóttamenn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira