Sérhæfð sjúkraþyrla og akstursleiðir skólabíla á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. október 2023 13:30 Drónamynd sem tekin var af þingfulltrúum fyrir fram Hótel Vík í Mýrdalshreppi á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Aðsend Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi leggja mikla áherslu á að sérhæfðri sjúkraþyrlu verði komið fyrir á Suðurlandi og verði hluti af starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá skora sveitarstjórnarmenn á innviðaráðherra að allar akstursleiðir skólabíla verði bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna. Vel heppnað ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudaginn og föstudaginn í Vík í Mýrdal. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar og verður hér tæpt á nokkrum þeirra. Þingið skorar á menntamálaráðherra að tryggja heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands til að gæta jafnréttis ungmenna til náms óháð búsetu en sveitarstjórnarmenn sega að óvissan um framtíð heimavistarinnar sé óviðunandi. Þá skora sunnlenskir sveitarstjórnarmenn á ríkið að móta stefnu í minka- og refaveiðum og stórauka fjármagn til að halda minkum og refum í skefjum í byggð. Ársþingið skoraði líka á Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að tryggja að allar akstursleiðir skólabíla séu bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna en þar vantar víða mikið upp á. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi eru líka einróma um að það þurfi að gera stórátak í að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt Suðurland, Einnig þurfi að forgangsraða vegaframkvæmdum á Suðurlandi í þágu öryggis vegfarenda s.s. með því að breikka vegi, fjölga útskotum, laga vegaxlir, fækka einbreiðum brúm og bæta vetrarþjónustu. Mikill umferðarþungi er í umdæminu, ekki síst vegna mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna. Ársþingið samþykkti líka sérstaka ályktunum um nauðsyn þess að efla þurfi löggæslu og viðbragð sjúkraflutninga. Sýnileg löggæsla og öflugt umferðareftirlit haldi niðri umferðarhraða og eykur öryggi vegfarenda. Þá sé mikilvægt að stytta viðbragðstíma lögreglu og sjúkraflutninga þar sem hann er mestur. Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn vilja líka fá sérhæfða sjúkraþyrlu á Suðurland, sem yrði hluti af viðbragðsþjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Og að ending má geta þess að sérstök ályktun var samþykkt til allra þeirra, sem koma að gerð nýrra kjarasamingina á næstunni, þar á meðal ríkisstjórn Íslands, til að stuðla að stöðugleika á atvinnumarkaði í komandi kjarasamningaviðræðum. Það sé mikilvægt ef ná eigi tökum á verðbólgunni sem sligar á endanum fyrirtæki og heimili landsins. Heimasíða SASS Ásgerður K. Gylfadóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Hornafirði var endurkjörin formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á ársþinginu í Vík í Mýrdal,Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Sjúkraflutningar Skóla - og menntamál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Vel heppnað ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudaginn og föstudaginn í Vík í Mýrdal. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar og verður hér tæpt á nokkrum þeirra. Þingið skorar á menntamálaráðherra að tryggja heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands til að gæta jafnréttis ungmenna til náms óháð búsetu en sveitarstjórnarmenn sega að óvissan um framtíð heimavistarinnar sé óviðunandi. Þá skora sunnlenskir sveitarstjórnarmenn á ríkið að móta stefnu í minka- og refaveiðum og stórauka fjármagn til að halda minkum og refum í skefjum í byggð. Ársþingið skoraði líka á Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að tryggja að allar akstursleiðir skólabíla séu bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna en þar vantar víða mikið upp á. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi eru líka einróma um að það þurfi að gera stórátak í að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt Suðurland, Einnig þurfi að forgangsraða vegaframkvæmdum á Suðurlandi í þágu öryggis vegfarenda s.s. með því að breikka vegi, fjölga útskotum, laga vegaxlir, fækka einbreiðum brúm og bæta vetrarþjónustu. Mikill umferðarþungi er í umdæminu, ekki síst vegna mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna. Ársþingið samþykkti líka sérstaka ályktunum um nauðsyn þess að efla þurfi löggæslu og viðbragð sjúkraflutninga. Sýnileg löggæsla og öflugt umferðareftirlit haldi niðri umferðarhraða og eykur öryggi vegfarenda. Þá sé mikilvægt að stytta viðbragðstíma lögreglu og sjúkraflutninga þar sem hann er mestur. Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn vilja líka fá sérhæfða sjúkraþyrlu á Suðurland, sem yrði hluti af viðbragðsþjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Og að ending má geta þess að sérstök ályktun var samþykkt til allra þeirra, sem koma að gerð nýrra kjarasamingina á næstunni, þar á meðal ríkisstjórn Íslands, til að stuðla að stöðugleika á atvinnumarkaði í komandi kjarasamningaviðræðum. Það sé mikilvægt ef ná eigi tökum á verðbólgunni sem sligar á endanum fyrirtæki og heimili landsins. Heimasíða SASS Ásgerður K. Gylfadóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Hornafirði var endurkjörin formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á ársþinginu í Vík í Mýrdal,Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Sjúkraflutningar Skóla - og menntamál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira