„Gríðarlega þakklát fyrir traustið“ Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2023 21:22 Sædís Rún Heiðarsdóttir stóð sig vel í fyrsta byrjunarliðsleiknum fyrir A-landslið Íslands í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Mjög súrt,“ sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir um 1-0 tapið gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Sædísar í byrjunarliði A-landsliðs Íslands. Hin 19 ára Sædís er bakvörður Stjörnunnar, uppalin í Ólafsvík, og var fyrirliði U19-landsliðs Íslands í lokakeppni EM í sumar. Hún þekkir því vel að klæðast landsliðsbúningnum en í kvöld spilaði hún í fyrsta sinn á Laugardalsvelli fyrir A-landsliðið, eftir að hafa komið inn á sem varamaður úti í Þýskalandi í síðasta mánuði í fyrsta A-landsleik sínum. „Ég er gríðarlega þakklát fyrir traustið og kann virkilega vel að meta það. Fyrst og fremst var ég að njóta þess að spila, þetta er bara fótbolti, og ég er hérna af ástæðu. Ég reyndi bara að hugsa ekki of mikið,“ sagði Sædís um það hvernig verið hefði að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Tapið, eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins, skyggði hins vegar á gleðina yfir tækifærinu stóra sem hún fékk í kvöld: „Sérstaklega þar sem mér fannst við ná að halda ágætlega vel í boltann. Fótbolti er grimm íþrótt og það eru smáatriði sem skipta máli. Það er alltaf hægt að gera eitthvað betur. Halda boltanum betur, velja mómentin okkar og þreyta þær. Mér fannst við samt sem áður halda betur í boltann en til dæmis í síðasta leik, og það er eitthvað sem við getum horft til,“ sagði Sædís í viðtali við Stöð 2 og Vísi eftir leik. Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi á þriðjudagskvöld en bilið upp í Danmörku og Þýskaland virðist nú orðið langsótt að brúa. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og ná í þrjú stig. Það er bara markmiðið áfram,“ sagði Sædís. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Agla María: Spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið „Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum. 27. október 2023 21:18 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Hin 19 ára Sædís er bakvörður Stjörnunnar, uppalin í Ólafsvík, og var fyrirliði U19-landsliðs Íslands í lokakeppni EM í sumar. Hún þekkir því vel að klæðast landsliðsbúningnum en í kvöld spilaði hún í fyrsta sinn á Laugardalsvelli fyrir A-landsliðið, eftir að hafa komið inn á sem varamaður úti í Þýskalandi í síðasta mánuði í fyrsta A-landsleik sínum. „Ég er gríðarlega þakklát fyrir traustið og kann virkilega vel að meta það. Fyrst og fremst var ég að njóta þess að spila, þetta er bara fótbolti, og ég er hérna af ástæðu. Ég reyndi bara að hugsa ekki of mikið,“ sagði Sædís um það hvernig verið hefði að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Tapið, eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins, skyggði hins vegar á gleðina yfir tækifærinu stóra sem hún fékk í kvöld: „Sérstaklega þar sem mér fannst við ná að halda ágætlega vel í boltann. Fótbolti er grimm íþrótt og það eru smáatriði sem skipta máli. Það er alltaf hægt að gera eitthvað betur. Halda boltanum betur, velja mómentin okkar og þreyta þær. Mér fannst við samt sem áður halda betur í boltann en til dæmis í síðasta leik, og það er eitthvað sem við getum horft til,“ sagði Sædís í viðtali við Stöð 2 og Vísi eftir leik. Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi á þriðjudagskvöld en bilið upp í Danmörku og Þýskaland virðist nú orðið langsótt að brúa. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og ná í þrjú stig. Það er bara markmiðið áfram,“ sagði Sædís.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Agla María: Spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið „Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum. 27. október 2023 21:18 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Agla María: Spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið „Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum. 27. október 2023 21:18
Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54