Niðurstaðan kveði ekki á um endurgreiðslu skrásetningargjalds Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 27. október 2023 14:31 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir mikilvægt að opinberir háskólar, líkt og aðrir opinberir aðildar, sýni aðhald í rekstri. Vísir/Arnar Háskólaráðherra segir nýjan úrskurð ekki kveða á um endurgreiðslu skrásetningargjalda né að það sé í heild sinni ólögmætt. Stúdentaráð hefur krafið háskólann um endurgreiðslu. Stúdentaráð Háskóla Íslands krefst þess að háskólinn endurgreiði skráningargjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nemendum undanfarin ár. Þetta kom fram á blaðamannfundi sem fram fór í Grósku í dag. Nemandinn sem kærði gjaldið taldi innheimtu þess ekki rúmast innan laga um opinbera háskóla - þar sem gjaldið væri ekki í samræmi við veitta þjónustu og þar með nokkurs konar skattur. Ábyrgðarlaust að leggja málið svona upp Jón Atli Bendiktsson, rektor Háskóla Íslands segir fjarstæðukennt að krefja endurgreiðslu skólagjalda mörg ár aftur í tímann. „Það er alveg ljóst að skrásetningargjaldið er þannig að það er skilgreint sem þjónustugjald og þó svo að einhver hluti þessarar skilgreiningar væri þannig að það væri ekki í lagi þá þýðir það ekki að greiða þurfi allt gjaldið til baka. Það er búið að snúa málinu á haus. Við þurfum að rökstyðja betur hvað er þarna að baki. Stúdenta munu greiða þetta lögbundna skrásetningargjald sem núna er að hámarki 75 þúsund krónur en það þýðir ekki að það fari niður í núll krónur, það er út í hött að tala þannig og í raun ábyrgðarlaust að leggja málið þannig upp.“ Þér finnst fulltrúar Stúdentaráðs mistúlka niðurstöðuna? „Já og ég skil ekki hvers vegna þau fara þangað því það er ekki verið að afnema skrásetningargjaldið með þessum úrskurði heldur benda á að rökstyðja þurfi betur hvað liggur að baki gjaldinu. Gjaldið hefur verið óbreytt síðan 2014 en síðan þá hefur verðbólga aukist mikið og þjónusta við stúdenta aukist, en verkefni Háskóla Íslands og Háskólaráðs eru nú að fara betur yfir málið og rökstyðja gjaldið betur en ekki fella gjaldið niður. Það myndi hafa veruleg áhrif á háskólastarf á Íslandi og ekkert tilefni til þess.“ Háskólinn verði að skýra þjónustuna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, tekur undir með rektor og segir niðurstöðuna ekki kveða á um endurgreiðslu skrásentingargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt heldur einungis hluti þess. „Það er auðvitað þannig að niðurstaðan kveður ekki á um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt. Niðurstaðan er skýr um að útreikningar á hluta gjaldsins sé ábótavant og það er auðvitað mjög alvarlegt. Þjónustugjöld gera ríkar kröfur um að þar falli einungis undir sá kostnaður sem hlýst af þjónustu við nemendur og það þarf að vera fullnægjandi útreikningar að baki og það er það sem nefndin bendir á með hluta gjaldsins og nú liggur verkefnið hjá Háskólaráði að takast á við þessa niðurstöðu.“ Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27. október 2023 07:14 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands krefst þess að háskólinn endurgreiði skráningargjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nemendum undanfarin ár. Þetta kom fram á blaðamannfundi sem fram fór í Grósku í dag. Nemandinn sem kærði gjaldið taldi innheimtu þess ekki rúmast innan laga um opinbera háskóla - þar sem gjaldið væri ekki í samræmi við veitta þjónustu og þar með nokkurs konar skattur. Ábyrgðarlaust að leggja málið svona upp Jón Atli Bendiktsson, rektor Háskóla Íslands segir fjarstæðukennt að krefja endurgreiðslu skólagjalda mörg ár aftur í tímann. „Það er alveg ljóst að skrásetningargjaldið er þannig að það er skilgreint sem þjónustugjald og þó svo að einhver hluti þessarar skilgreiningar væri þannig að það væri ekki í lagi þá þýðir það ekki að greiða þurfi allt gjaldið til baka. Það er búið að snúa málinu á haus. Við þurfum að rökstyðja betur hvað er þarna að baki. Stúdenta munu greiða þetta lögbundna skrásetningargjald sem núna er að hámarki 75 þúsund krónur en það þýðir ekki að það fari niður í núll krónur, það er út í hött að tala þannig og í raun ábyrgðarlaust að leggja málið þannig upp.“ Þér finnst fulltrúar Stúdentaráðs mistúlka niðurstöðuna? „Já og ég skil ekki hvers vegna þau fara þangað því það er ekki verið að afnema skrásetningargjaldið með þessum úrskurði heldur benda á að rökstyðja þurfi betur hvað liggur að baki gjaldinu. Gjaldið hefur verið óbreytt síðan 2014 en síðan þá hefur verðbólga aukist mikið og þjónusta við stúdenta aukist, en verkefni Háskóla Íslands og Háskólaráðs eru nú að fara betur yfir málið og rökstyðja gjaldið betur en ekki fella gjaldið niður. Það myndi hafa veruleg áhrif á háskólastarf á Íslandi og ekkert tilefni til þess.“ Háskólinn verði að skýra þjónustuna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, tekur undir með rektor og segir niðurstöðuna ekki kveða á um endurgreiðslu skrásentingargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt heldur einungis hluti þess. „Það er auðvitað þannig að niðurstaðan kveður ekki á um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt. Niðurstaðan er skýr um að útreikningar á hluta gjaldsins sé ábótavant og það er auðvitað mjög alvarlegt. Þjónustugjöld gera ríkar kröfur um að þar falli einungis undir sá kostnaður sem hlýst af þjónustu við nemendur og það þarf að vera fullnægjandi útreikningar að baki og það er það sem nefndin bendir á með hluta gjaldsins og nú liggur verkefnið hjá Háskólaráði að takast á við þessa niðurstöðu.“
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27. október 2023 07:14 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27. október 2023 07:14