Blikar höfðu betur í botnbaráttunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2023 23:29 Eyjamenn eru enn í leit að sínum fyrsta sigri. Breiðablik vann mikilvægan sigur er liðið mætti ÍBV í botnbaráttu Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike í kvöld. Leikurinn fór fram á Anubis og hóf ÍBV leikinn í vörn. Blikar tóku fyrstu lotu leiksins en Eyjamenn jöfnuðu strax í 1-1. Blikar höfðu leikinn að mestu í föstum tökum en ÍBV náðu þó að sigra nokkrar lotur. Varuchi og Wnkr voru efstir á fellutöflunni hjá Blikum í einsleitum fyrri hálfleik þar sem Breiðablik réð öllum ráðum. Staðan í hálfleik: 4-11 Blikar virtust ætla hlaupa burt með sigurinn en ÍBV náðu þó að snúa nokkrum lotum til sín, og staðan var 8-14 eftir 22 lotur. Blikar komust þó á úrslitalotu fljótt og ÍBV sigruðu sína níundu lotu eftir að keyra vel inn á A-svæði Anubis og verja sprengjuna. ÍBV komust í stöðuna 10-15 en Blikar fundu þó sigurlotuna sína með frábæru spili Viruz á Vappanum og tóku Blikar því sigurinn. Lokatölur: 10-16 ÍBV er enn á botni deildarinnar með 0 stig en Breiðablik heldur sér við í botnbaráttunni og jafna Sögu og ÍA á stigum með 4 stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti
Leikurinn fór fram á Anubis og hóf ÍBV leikinn í vörn. Blikar tóku fyrstu lotu leiksins en Eyjamenn jöfnuðu strax í 1-1. Blikar höfðu leikinn að mestu í föstum tökum en ÍBV náðu þó að sigra nokkrar lotur. Varuchi og Wnkr voru efstir á fellutöflunni hjá Blikum í einsleitum fyrri hálfleik þar sem Breiðablik réð öllum ráðum. Staðan í hálfleik: 4-11 Blikar virtust ætla hlaupa burt með sigurinn en ÍBV náðu þó að snúa nokkrum lotum til sín, og staðan var 8-14 eftir 22 lotur. Blikar komust þó á úrslitalotu fljótt og ÍBV sigruðu sína níundu lotu eftir að keyra vel inn á A-svæði Anubis og verja sprengjuna. ÍBV komust í stöðuna 10-15 en Blikar fundu þó sigurlotuna sína með frábæru spili Viruz á Vappanum og tóku Blikar því sigurinn. Lokatölur: 10-16 ÍBV er enn á botni deildarinnar með 0 stig en Breiðablik heldur sér við í botnbaráttunni og jafna Sögu og ÍA á stigum með 4 stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti