Fundu sigurinn í þriðju framlengingu Snorri Már Vagnsson skrifar 26. október 2023 22:20 Leikur Þórsara og Saga var sá lengsti til þessa á tímabilinu. Þór og Saga mættust í Ljósleiðaradeildinni í lengsta leik tímabilsins til þessa, en leikurinn fór í þriðju framlengingu. Spilað var á Anubis þar sem Þórsarar stilltu sér upp í varnarstöðu í fyrri hálfleik. Þórsarar hófu leikinn hratt og tóku þrjár lotur í röð áður en Saga minnkaði muninn, staðan þá 3-1. Saga svöruðu vel fyrir sig og náðu að jafna leikinn í 4-4 eftir átta lotur. Anubis reynist yfirleitt vera liðinu sem sækir hliðhollara, en leikmenn Saga náðu þó ekki að nýta sér það og Þórsarar fóru í hálfleikinn með þriggja leikja forystu þar sem Saga náði aðeins tveimur lotum til viðbótar í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Þórsarar réðu öllum ráðum í seinni hálfleik en Allee, leikmaður Þórs átti stórleik og í sextándu lotu sigraði hann lotu, einn gegn fjórum leikmönnum Sögu. Saga fann loksins sína fyrstu lotu í seinni hálfleik í tuttugustu lotu og staðan þá 13-7. Slökknaði þá örlítið undir Þórsurum en Saga náði heldur betur að koma sér inn í leikinn að nýju. Azuwu, leikmaður Sögu skoraði ás þegar hann felldi alla leikmenn Þórs og minnkaði muninn í aðeins eina lotu, 14-13. Þórsarar komust í stöðuna 15-13 en fundu ekki lokahöggið á andstæðinga sína og Saga-menn knúðu fram framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma: 15-15 Leikmenn Sögu hófu framlenginguna betur en Þórsarar voru þó fljótir að svara. Saga komst á úrslitalotu í stöðunni 17-18 en Þórsarar náðu að jafna að nýju og knýja þar með fram aðra framlengingu. Saga komst enn og aftur á úrslitalotu en Þórsarar neituðu að gefast upp og leikurinn fór í þriðju framlengingu. Þórsarar fundu loks taktinn sinn að nýju og sigruðu allar lotur þriðju framlengingar. Tony toppaði fellutöfluna þar en hann var með 50 fellur. Lokatölur: 25-21 Eftir æsispennandi leik standa Þórsarar uppi með sigurinn og koma sér þar með í toppsæti deildarinnar. Saga situr enn í sjöunda sæti með 4 stig, jafnir ÍA á stigum. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti
Þórsarar hófu leikinn hratt og tóku þrjár lotur í röð áður en Saga minnkaði muninn, staðan þá 3-1. Saga svöruðu vel fyrir sig og náðu að jafna leikinn í 4-4 eftir átta lotur. Anubis reynist yfirleitt vera liðinu sem sækir hliðhollara, en leikmenn Saga náðu þó ekki að nýta sér það og Þórsarar fóru í hálfleikinn með þriggja leikja forystu þar sem Saga náði aðeins tveimur lotum til viðbótar í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Þórsarar réðu öllum ráðum í seinni hálfleik en Allee, leikmaður Þórs átti stórleik og í sextándu lotu sigraði hann lotu, einn gegn fjórum leikmönnum Sögu. Saga fann loksins sína fyrstu lotu í seinni hálfleik í tuttugustu lotu og staðan þá 13-7. Slökknaði þá örlítið undir Þórsurum en Saga náði heldur betur að koma sér inn í leikinn að nýju. Azuwu, leikmaður Sögu skoraði ás þegar hann felldi alla leikmenn Þórs og minnkaði muninn í aðeins eina lotu, 14-13. Þórsarar komust í stöðuna 15-13 en fundu ekki lokahöggið á andstæðinga sína og Saga-menn knúðu fram framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma: 15-15 Leikmenn Sögu hófu framlenginguna betur en Þórsarar voru þó fljótir að svara. Saga komst á úrslitalotu í stöðunni 17-18 en Þórsarar náðu að jafna að nýju og knýja þar með fram aðra framlengingu. Saga komst enn og aftur á úrslitalotu en Þórsarar neituðu að gefast upp og leikurinn fór í þriðju framlengingu. Þórsarar fundu loks taktinn sinn að nýju og sigruðu allar lotur þriðju framlengingar. Tony toppaði fellutöfluna þar en hann var með 50 fellur. Lokatölur: 25-21 Eftir æsispennandi leik standa Þórsarar uppi með sigurinn og koma sér þar með í toppsæti deildarinnar. Saga situr enn í sjöunda sæti með 4 stig, jafnir ÍA á stigum.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti