Vonast til að fara á EM en veit að samkeppnin er hörð: „Þetta er helvíti þétt skipað hjá okkur hægra megin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2023 10:01 Teitur Örn Einarsson spilaði með íslenska landsliðinu á HM í janúar. vísir/hulda margrét Handboltamaðurinn Teitur Örn Einarsson veit ekki hvað framtíðin ber í skauti, hvort hann verði áfram hjá Flensburg eða rói á önnur mið. Hann vonast til að fara með íslenska landsliðinu á EM í janúar. Teitur fékk þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leik gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni í síðustu viku. Hann skoraði einnig sjö mörk í leiknum þar á undan eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabilinu. „Ég fékk rosalega lítinn spiltíma framan af sem er kannski eðlilegt með nýjum þjálfara sem tók Kay Smits með sér inn í liðið,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Smits þessi er enginn aukvissi. Hann fyllti skarð Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg með glæsibrag seinni hluta síðasta tímabils og átti stóran þátt í því að liðið vann Meistaradeild Evrópu. Í sumar gekk Smits svo í raðir Flensburg og framan af tímabili veðjaði Nicolej Krickau, þjálfari liðsins, frekar á hann en Teit. „Hann spilaði frábærlega á síðasta tímabili og er talinn vera mjög góður leikmaður. Nýi þjálfarinn er kannski að reyna að finna stöðugleika í liðinu. Það er alltaf hægt að horfa á þetta þannig en ég hefði viljað fá töluvert meiri spiltíma en ég fékk. Spiltíminn kom svo og ég sýndi að ég á alveg heima á þessu getustigi,“ sagði Teitur. En var hann farinn að hugsa sér til hreyfings þegar tækifærin voru af jafn skornum skammti og raunin var? „Ég klára samninginn minn næsta sumar og er ekki búinn að skrifa undir neitt eða gera neitt fyrir næsta tímabil. Það er allt í vinnslu. Eins og staðan er í dag veit ég ekki hvað ég geri á næsta tímabili,“ svaraði Teitur. Teitur gekk til liðs við Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Hann er ekki bara í harðri samkeppni hjá Flensburg heldur einnig hjá íslenska landsliðinu. Teitur var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Snorra Steins Guðjónssonar en framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Færeyjum. Ómar Ingi, Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson voru þær hægri skyttur sem hlutu náð fyrir augum Snorra að þessu sinni. Teitur vonast samt auðvitað til að spila með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar næstkomandi. „Þetta er helvíti þétt skipað hjá okkur hægra megin. Það eru alltaf einhverjir möguleikar. Það geta komið upp meiðsli og þannig,“ sagði Teitur sem á líka einn ás uppi í erminni. „Síðan hef ég það að geta spilað hornið, eins og ég var tekinn með á síðasta mót. En svo er bara að sjá hvernig Snorri vill spila þessu. Ég hreinlega veit ekki hvort hann taki mig fram fyrir einhvern af þessum þremur sem voru valdir núna. Maður verður bara að bíða og sjá.“ Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Teitur fékk þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leik gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni í síðustu viku. Hann skoraði einnig sjö mörk í leiknum þar á undan eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabilinu. „Ég fékk rosalega lítinn spiltíma framan af sem er kannski eðlilegt með nýjum þjálfara sem tók Kay Smits með sér inn í liðið,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Smits þessi er enginn aukvissi. Hann fyllti skarð Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg með glæsibrag seinni hluta síðasta tímabils og átti stóran þátt í því að liðið vann Meistaradeild Evrópu. Í sumar gekk Smits svo í raðir Flensburg og framan af tímabili veðjaði Nicolej Krickau, þjálfari liðsins, frekar á hann en Teit. „Hann spilaði frábærlega á síðasta tímabili og er talinn vera mjög góður leikmaður. Nýi þjálfarinn er kannski að reyna að finna stöðugleika í liðinu. Það er alltaf hægt að horfa á þetta þannig en ég hefði viljað fá töluvert meiri spiltíma en ég fékk. Spiltíminn kom svo og ég sýndi að ég á alveg heima á þessu getustigi,“ sagði Teitur. En var hann farinn að hugsa sér til hreyfings þegar tækifærin voru af jafn skornum skammti og raunin var? „Ég klára samninginn minn næsta sumar og er ekki búinn að skrifa undir neitt eða gera neitt fyrir næsta tímabil. Það er allt í vinnslu. Eins og staðan er í dag veit ég ekki hvað ég geri á næsta tímabili,“ svaraði Teitur. Teitur gekk til liðs við Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Hann er ekki bara í harðri samkeppni hjá Flensburg heldur einnig hjá íslenska landsliðinu. Teitur var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Snorra Steins Guðjónssonar en framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Færeyjum. Ómar Ingi, Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson voru þær hægri skyttur sem hlutu náð fyrir augum Snorra að þessu sinni. Teitur vonast samt auðvitað til að spila með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar næstkomandi. „Þetta er helvíti þétt skipað hjá okkur hægra megin. Það eru alltaf einhverjir möguleikar. Það geta komið upp meiðsli og þannig,“ sagði Teitur sem á líka einn ás uppi í erminni. „Síðan hef ég það að geta spilað hornið, eins og ég var tekinn með á síðasta mót. En svo er bara að sjá hvernig Snorri vill spila þessu. Ég hreinlega veit ekki hvort hann taki mig fram fyrir einhvern af þessum þremur sem voru valdir núna. Maður verður bara að bíða og sjá.“
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira