Fjármunum sóað og áætlaður sparnaður vegna Microsoft-samnings ekki skilað sér Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2023 08:39 Bjarni Benediktsson var fjármála- og efnahagsráðherra þegar samningurinn við Microsoft var undirritaður árið 2018. Vísir/Vilhelm Umfang þeirra breytinga sem samningur, sem íslenska ríkið gerði við Microsoft árið 2018, var vanmetið og innleiðing þeirra lausna sem samið var um dróst á langinn. Þá hafi fjármunum verið sóað og fjármála- og efnahagsráðuneytið ekki getað sýnt fram á að sá fjárhagslegi ávinningur sem að var stefnt í tengslum við samninginn, eða 5,5 milljarðar króna á ári frá árinu 2023, hafi skilað sér. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar um samning ríkisins við Microsoft sem embættið kynnti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Umfang breytinga vanmetin og innleiðing dróst á langinn Á vef Ríkisendurskoðunar segir að þótt umræddur samningur við Microsoft, sem var undirritaður 1. júní 2018, hafi skilað ávinningi fyrir stofnanir og ríkið í heild hafi undirbúningi og innleiðingu hans verið verulega ábótavant. Umfang breytinganna sem samningurinn fól í sér hafi hins vegar verið vanmetið og innleiðing lausna sem samið var um hafi dregist á langinn. Þá segir að það ávinningsmat sem kynnt hafi verið af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytis í upphafi verkefnisins hafi ekki reynst nothæft til að leggja hlutlægt mat á raunverulegan árangur. Fjármunum sóað Samningurinn fól í sér hugbúnaðarleyfi fyrir A-hluta stofnanir íslenska ríkisins, en gerðir voru tveir samningar, annar fyrir menntastofnanir og hinn fyrir almennar A-hluta stofnanir. Samningarnir voru endurnýjaðir til fimm ára vorið 2021. „Í úttektinni kemur fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi ekki getað sýnt fram á að sá fjárhagslegi ávinningur sem að var stefnt, þ.e. 5,5 ma.kr. árlegur sparnaður frá og með árinu 2023, hafi skilað sér. Við innleiðingu samningsins hafi komið upp tilfelli þar sem fjármunum var sóað og að enn séu uppi álitamál vegna öryggis- og persónuverndarsjónarmiða. Ríkisendurskoðun vekur athygli á að með innleiðingu heildarsamnings milli ríkisins og Microsoft var vikið frá því dreifstýrða fyrirkomulagi sem hefur einkennt upplýsingatæknimál ríkisstofnana síðustu áratugi. Þess í stað hafa innkaup, stefnumótun og tilhögun upplýsingatæknimála hvað snýr að hefðbundnum skrifstofuhugbúnaði allra ríkisstofnana verið færð á eina hendi. Með því hafa skapast tækifæri til stærðarhagkvæmni í innkaupum og aukinnar samhæfingar og samvinnu milli ólíkra stofnana og ráðuneyta. Athygli vekur hversu takmarkaðan stuðning ríkisstofnanir telja sig hafa fengið frá fagráðuneytum sínum í svo viðamiklu og viðkvæmu breytingarferli. Í skýrslunni eru lagðar fram sjö ábendingar í garð fjármála- og efnahagsráðuneytis sem snúa m.a. að nauðsyn þess að skýra ábyrgðarmörk, stuðla að hagkvæmni í rekstri ríkisins og mikilvægi vandaðs og skjalfests undirbúnings samningagerðar af þessum toga. Þá telur Ríkisendurskoðun til mikils að vinna að áfram verði unnið að því að tryggja miðlun þekkingar og samvinnu milli rekstraraðila þeirra skýjageira sem reknir eru innan samningsins við Microsoft og að þróun hugbúnaðarumhverfis ríkisins innan hans sé notendadrifin,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Microsoft Rekstur hins opinbera Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar um samning ríkisins við Microsoft sem embættið kynnti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Umfang breytinga vanmetin og innleiðing dróst á langinn Á vef Ríkisendurskoðunar segir að þótt umræddur samningur við Microsoft, sem var undirritaður 1. júní 2018, hafi skilað ávinningi fyrir stofnanir og ríkið í heild hafi undirbúningi og innleiðingu hans verið verulega ábótavant. Umfang breytinganna sem samningurinn fól í sér hafi hins vegar verið vanmetið og innleiðing lausna sem samið var um hafi dregist á langinn. Þá segir að það ávinningsmat sem kynnt hafi verið af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytis í upphafi verkefnisins hafi ekki reynst nothæft til að leggja hlutlægt mat á raunverulegan árangur. Fjármunum sóað Samningurinn fól í sér hugbúnaðarleyfi fyrir A-hluta stofnanir íslenska ríkisins, en gerðir voru tveir samningar, annar fyrir menntastofnanir og hinn fyrir almennar A-hluta stofnanir. Samningarnir voru endurnýjaðir til fimm ára vorið 2021. „Í úttektinni kemur fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi ekki getað sýnt fram á að sá fjárhagslegi ávinningur sem að var stefnt, þ.e. 5,5 ma.kr. árlegur sparnaður frá og með árinu 2023, hafi skilað sér. Við innleiðingu samningsins hafi komið upp tilfelli þar sem fjármunum var sóað og að enn séu uppi álitamál vegna öryggis- og persónuverndarsjónarmiða. Ríkisendurskoðun vekur athygli á að með innleiðingu heildarsamnings milli ríkisins og Microsoft var vikið frá því dreifstýrða fyrirkomulagi sem hefur einkennt upplýsingatæknimál ríkisstofnana síðustu áratugi. Þess í stað hafa innkaup, stefnumótun og tilhögun upplýsingatæknimála hvað snýr að hefðbundnum skrifstofuhugbúnaði allra ríkisstofnana verið færð á eina hendi. Með því hafa skapast tækifæri til stærðarhagkvæmni í innkaupum og aukinnar samhæfingar og samvinnu milli ólíkra stofnana og ráðuneyta. Athygli vekur hversu takmarkaðan stuðning ríkisstofnanir telja sig hafa fengið frá fagráðuneytum sínum í svo viðamiklu og viðkvæmu breytingarferli. Í skýrslunni eru lagðar fram sjö ábendingar í garð fjármála- og efnahagsráðuneytis sem snúa m.a. að nauðsyn þess að skýra ábyrgðarmörk, stuðla að hagkvæmni í rekstri ríkisins og mikilvægi vandaðs og skjalfests undirbúnings samningagerðar af þessum toga. Þá telur Ríkisendurskoðun til mikils að vinna að áfram verði unnið að því að tryggja miðlun þekkingar og samvinnu milli rekstraraðila þeirra skýjageira sem reknir eru innan samningsins við Microsoft og að þróun hugbúnaðarumhverfis ríkisins innan hans sé notendadrifin,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Microsoft Rekstur hins opinbera Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira