Framkonur í verkfalli í kvöld og leik þeirra frestað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2023 08:00 Erna Guðlaug Gunnarsdóttir og félagar hennar í Framliðinu fengu frestun á leik sínum vegna Kvennaverkfallsins. Vísir/Hulda Margrét Kvennalið Fram í handbolta vildi taka þátt í Kvennaverkfallinu í dag eins og flestar konur hér á landi. Handknattleikssamband Íslands varð við beiðni þeirra. Leikur Selfoss og Fram í sextán liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta átti að fara fram í kvöld en hann hefur nú verið færður aftur um einn dag að beiðni Framliðsins. Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins og núverandi, aðstoðarþjálfari Fram, skilur ekki af hverju fleiri kvennalið vildu ekki fá frestun á degi Kvennaverkfallsins. Rakel Dögg ræddi málið í íþróttafréttum sjónvarpsins í gær. „Bæði leikmönnum, og mér, finnst skjóta skökku við að labba út af vinnustað en að vera svo skikkuð í að mæta í næstu vinnu. Það er í raun og veru staðan. Það er furðulegt að það sé verið að hvetja til þess að leggja niður störf, sýna samstöðu, en svo erum við skikkuð til að mæta á næsta stað. Í raun og veru er þetta líka meira en bara leikmenn, það eru starfsmenn í húsum og sjálfboðaliðar, svo það er að fleira að huga en bara einum handboltaleik,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir í samtali við Rúv. Það kom Rakel líka á óvart að Fram sé eina liðið sem hafi farið fram á frestun. „Það kemur mér á óvart. Ég ætla að viðurkenna það. Ég er hissa á að sjá ekki fleiri lið sem hafa farið fram á frestun. Það er oft þannig að þegar einhver stígur fyrsta skrefið að þá fylgja aðrir eftir. Auðvitað þurfa liðin að taka þessa umræðu innan síns hóps og taka afstöðu, en auðvitað vonumst við til þess að sjá meiri samstöðu hjá kvennaliðum,“ sagði Rakel Dögg. Þrír aðrir leikir fara fram í Powerade bikar kvenna í handbolta í kvöld en það eru leikir HK og FH í Kórnum, leikur Stjörnunnar og Aftureldingar í Garðabænum og leikur Fjölnis og Gróttu í Fjölnishöllinni. Fram Olís-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Leikur Selfoss og Fram í sextán liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta átti að fara fram í kvöld en hann hefur nú verið færður aftur um einn dag að beiðni Framliðsins. Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins og núverandi, aðstoðarþjálfari Fram, skilur ekki af hverju fleiri kvennalið vildu ekki fá frestun á degi Kvennaverkfallsins. Rakel Dögg ræddi málið í íþróttafréttum sjónvarpsins í gær. „Bæði leikmönnum, og mér, finnst skjóta skökku við að labba út af vinnustað en að vera svo skikkuð í að mæta í næstu vinnu. Það er í raun og veru staðan. Það er furðulegt að það sé verið að hvetja til þess að leggja niður störf, sýna samstöðu, en svo erum við skikkuð til að mæta á næsta stað. Í raun og veru er þetta líka meira en bara leikmenn, það eru starfsmenn í húsum og sjálfboðaliðar, svo það er að fleira að huga en bara einum handboltaleik,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir í samtali við Rúv. Það kom Rakel líka á óvart að Fram sé eina liðið sem hafi farið fram á frestun. „Það kemur mér á óvart. Ég ætla að viðurkenna það. Ég er hissa á að sjá ekki fleiri lið sem hafa farið fram á frestun. Það er oft þannig að þegar einhver stígur fyrsta skrefið að þá fylgja aðrir eftir. Auðvitað þurfa liðin að taka þessa umræðu innan síns hóps og taka afstöðu, en auðvitað vonumst við til þess að sjá meiri samstöðu hjá kvennaliðum,“ sagði Rakel Dögg. Þrír aðrir leikir fara fram í Powerade bikar kvenna í handbolta í kvöld en það eru leikir HK og FH í Kórnum, leikur Stjörnunnar og Aftureldingar í Garðabænum og leikur Fjölnis og Gróttu í Fjölnishöllinni.
Fram Olís-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira