Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2023 18:01 Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld. Óljóst er hvort tólf ára stúlka sem varð fyrir árás með stíflueyði við skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hljóti varanlegan skaða af. Stíflueyðirinn sem notaður var í árásinni hefur verið tekinn úr sölu í Hagkaup og neyðaráætlun virkjuð. Helena Rós fréttamaður okkar fylgdist með málinu í dag og ræddi meðal annars við fólkið sem veitti stúlkunni fyrstu hjálp eftir árásina. Helena fer yfir vendingar dagsins í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Enn er óvíst hver ber ábyrgð á sprengingu sem varð allt að fimm hundruð manns að bana á Gasasvæðinu í gær. Nýr utanríkisráðherra segir að í stóra samhenginu skipti ekki máli hver beri ábyrgð heldur þurfi að bjarga óbreyttum borgurum sem búa á Gasa og í Ísrael. Blóðugur hnífur fannst í íbúð í Drangarhrauni í Hafnarfirði í fyrradag, þar sem Jaroslaw Kaminski var stunginn til bana í sumar. Margrét Björk fréttamaður okkar fer yfir málið í beinni útsendingu og segir okkur hvað þessar nýju vendingar þýða fyrir framhald málsins. Við segjum einnig frá nýjum niðurstöðum loftslagsskýrslu sem kynnt var í dag. Allt stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok aldarinnar verði gjörbreytt frá því sem nú er - og verið hefur allt frá landnámi. Við verðum að bregðast strax við, segir sérfræðingur. Þá sýnum við frá 75 ára afmælisráðstefnu flugumferðarstjórnar á Íslandi og Magnús Hlynur leiðir okkur í gegnum hitafund um heilsugæslumál í Bláskógabyggð í gærkvöldi. Þjálfari karlalandsliðs Jamaica, okkar eigin Heimir Hallgrímsson, verður í forgrunni í Sportpakka kvöldsins og í Íslandi í dag heyrum við sögu Esterar, sem glímir við mígreni yfir tuttugu daga í hverjum mánuði. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Helena Rós fréttamaður okkar fylgdist með málinu í dag og ræddi meðal annars við fólkið sem veitti stúlkunni fyrstu hjálp eftir árásina. Helena fer yfir vendingar dagsins í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Enn er óvíst hver ber ábyrgð á sprengingu sem varð allt að fimm hundruð manns að bana á Gasasvæðinu í gær. Nýr utanríkisráðherra segir að í stóra samhenginu skipti ekki máli hver beri ábyrgð heldur þurfi að bjarga óbreyttum borgurum sem búa á Gasa og í Ísrael. Blóðugur hnífur fannst í íbúð í Drangarhrauni í Hafnarfirði í fyrradag, þar sem Jaroslaw Kaminski var stunginn til bana í sumar. Margrét Björk fréttamaður okkar fer yfir málið í beinni útsendingu og segir okkur hvað þessar nýju vendingar þýða fyrir framhald málsins. Við segjum einnig frá nýjum niðurstöðum loftslagsskýrslu sem kynnt var í dag. Allt stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok aldarinnar verði gjörbreytt frá því sem nú er - og verið hefur allt frá landnámi. Við verðum að bregðast strax við, segir sérfræðingur. Þá sýnum við frá 75 ára afmælisráðstefnu flugumferðarstjórnar á Íslandi og Magnús Hlynur leiðir okkur í gegnum hitafund um heilsugæslumál í Bláskógabyggð í gærkvöldi. Þjálfari karlalandsliðs Jamaica, okkar eigin Heimir Hallgrímsson, verður í forgrunni í Sportpakka kvöldsins og í Íslandi í dag heyrum við sögu Esterar, sem glímir við mígreni yfir tuttugu daga í hverjum mánuði.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira