Algjör geðshræring á Twitter er San Marínó jafnaði gegn Dönum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. október 2023 07:00 Leikmenn San Marínó leyfðu sér að fagna vel og innilega er liðið jafnaði gegn Dönum í gær. Emmanuele Ciancaglini/Ciancaphoto Studio/Getty Images Landslið San Marínó er líklega síst þekkt fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum, enda situr liðið sem fastast í neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Það kom því líklega mörgum á óvart er liðið jafnaði metin gegn Dönum í undankeppni EM 2024 í gærkvöldi. San Marínó hefur aðeins unnið einn landsleik frá upphafi, en sá sigur kom í vináttulandsleik gegn Liechtenstein árið 2004. Liðið á því enn eftir að vinna keppnisleik. Á Wikipedia-síðu liðsins er stuttur listi sem telur saman alla þá leiki sem San Marínó hefur leikið án þess að tapa og eru þeir leikir aðeins níu talsins. Hér má sjá þá níu leiki San Marínó í sögunni sem ekki hafa endað með tapi.Skjáskot/Wikipedia Það var því ljóst að liðið sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA myndi líklega eiga í vandræðum með Dani er liðin mættust í H-riðli undankeppni EM 2024 í gær kvöldi. Danir sitja í 18. sæti styrkleikalistans og höfðu þegar tryggt sér sæti á EM, en San Marínó sat á botni riðilsins, án stiga og með markatöluna 0-24. Danir voru heldur lengi í gang gegn San Marínó í gær og liðið náði ekki forystunni fyrr en á 42. mínútu þegar Rasmus Højlund kom boltanum í netið. Alessandro Golinucci jafnaði þó metin fyrir San Marínó eftir um klukkutíma leik og á vinsælum stuðningsmannareikningi liðsins á X, áður Twitter, ætlaði allt um koll að keyra eins og sjá má hér fyrir neðan. OMGOMGOMGOGMFMFOFNSIAODMELSURBWOLANDKDKCMRKDKDNDSNOSPWELEM— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED AND WE EQUALIZED AGAINST FUCKING DENMARK— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 OH MY FUCKING GOD I LOVE YOU ALESSANDRO ALESSANDRO YOU GOAT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ITS STILL POSSIBLE TO GET A RESULT AGAINST THE NUMBER 18 OF THE WORLD— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED A FUCKING GOAL I STILL CANT BELIEVE IT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Gleðin var þó ekki langlíf því aðeins tíu mínútum síðar kom varamaðurinn Yussuf Poulsen Dönum yfir á nýjan leik og tryggði liðinu 1-2 sigur. Stuðningsmaður San Marínó sem stendur á bakvið reikninginn gat þó ekki annað en verið stoltur af sínum mönnum. 69’ Fuck.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 90+’ Denmark with a time wasting substitution in extra time. What a night.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ⏱️FT: WHAT. A. TEAM. WE SCORED A GOAL.I have never been so proud of our lads. They were so confident and daring against the number 18 of the world. Every match we are closer to our first competitive win. I fucking love this team till I die. Forza Titani! 🇸🇲🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Eins og við var að búast endaði San Marínó þó í neðsta sæti H-riðils, án stiga. Liðið fagnar því þó líklega vel og innilega að hafa skorað eitt mark í leikjunum átta sem San Marínó lék í riðlinum, enda kom markið gegn Dönum sem sitja í 18. sæti heimslista FIFA, 189 sætum ofar en San Marínó. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlægja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Sjá meira
San Marínó hefur aðeins unnið einn landsleik frá upphafi, en sá sigur kom í vináttulandsleik gegn Liechtenstein árið 2004. Liðið á því enn eftir að vinna keppnisleik. Á Wikipedia-síðu liðsins er stuttur listi sem telur saman alla þá leiki sem San Marínó hefur leikið án þess að tapa og eru þeir leikir aðeins níu talsins. Hér má sjá þá níu leiki San Marínó í sögunni sem ekki hafa endað með tapi.Skjáskot/Wikipedia Það var því ljóst að liðið sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA myndi líklega eiga í vandræðum með Dani er liðin mættust í H-riðli undankeppni EM 2024 í gær kvöldi. Danir sitja í 18. sæti styrkleikalistans og höfðu þegar tryggt sér sæti á EM, en San Marínó sat á botni riðilsins, án stiga og með markatöluna 0-24. Danir voru heldur lengi í gang gegn San Marínó í gær og liðið náði ekki forystunni fyrr en á 42. mínútu þegar Rasmus Højlund kom boltanum í netið. Alessandro Golinucci jafnaði þó metin fyrir San Marínó eftir um klukkutíma leik og á vinsælum stuðningsmannareikningi liðsins á X, áður Twitter, ætlaði allt um koll að keyra eins og sjá má hér fyrir neðan. OMGOMGOMGOGMFMFOFNSIAODMELSURBWOLANDKDKCMRKDKDNDSNOSPWELEM— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED AND WE EQUALIZED AGAINST FUCKING DENMARK— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 OH MY FUCKING GOD I LOVE YOU ALESSANDRO ALESSANDRO YOU GOAT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ITS STILL POSSIBLE TO GET A RESULT AGAINST THE NUMBER 18 OF THE WORLD— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED A FUCKING GOAL I STILL CANT BELIEVE IT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Gleðin var þó ekki langlíf því aðeins tíu mínútum síðar kom varamaðurinn Yussuf Poulsen Dönum yfir á nýjan leik og tryggði liðinu 1-2 sigur. Stuðningsmaður San Marínó sem stendur á bakvið reikninginn gat þó ekki annað en verið stoltur af sínum mönnum. 69’ Fuck.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 90+’ Denmark with a time wasting substitution in extra time. What a night.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ⏱️FT: WHAT. A. TEAM. WE SCORED A GOAL.I have never been so proud of our lads. They were so confident and daring against the number 18 of the world. Every match we are closer to our first competitive win. I fucking love this team till I die. Forza Titani! 🇸🇲🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Eins og við var að búast endaði San Marínó þó í neðsta sæti H-riðils, án stiga. Liðið fagnar því þó líklega vel og innilega að hafa skorað eitt mark í leikjunum átta sem San Marínó lék í riðlinum, enda kom markið gegn Dönum sem sitja í 18. sæti heimslista FIFA, 189 sætum ofar en San Marínó.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlægja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Sjá meira