„Tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. október 2023 07:31 Halldór Árnason er tekinn við sem þjálfari Breiðabliks. vísir/vilhelm Halldór Árnason segir að það leggist vel í hann að taka við Blikunum og fá tækifæri á stóra sviðinu. Hann segir að verkefnið sé bæði stórt og spennandi. Breiðablik gekk frá þriggja ára samningi við Halldór á dögunum eftir að í ljós kom að Óskar Hrafn Þorvaldsson myndi hætta með liðið eftir síðasta leik liðsins á Íslandsmótinu. Óskar tók við norska úrvaldeildarfélaginu Haugesund í gær. Halldór var aðstoðarþjálfari Breiðabliks í þjálfaratíð Óskars og þeir unnu einnig saman hjá Gróttu á sínum tíma. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Halldórs, en hann stýrði KV á árunum 2012-14. Fyrsta verkefni Halldórs sem aðalþjálfari er riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er stórt og spennandi verkefni og ekki síst á þessum tímapunkti þar sem við erum að taka þátt í Sambandsdeildinni og höfum staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum og fjórir risaleikir framundan sem ég er mjög spenntur að taka þátt í.“ Lærdómsríkur og góður tími Hann viðurkennir að það sé sérstakt að taka við liði og það fyrsta sem hann gerir sem aðalþjálfari Blika sé að stýra liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. „Það er auðvelt að mikla þetta fyrir sér en ég kýs að horfa á þetta sé frábæran hlut. Ég fæ nú einn æfingarleik á móti Rangers til að koma okkur af stað. Þetta er bara eins gott og það verður að fá alvöru svör og alvöru reynslu og taka það síðan með okkur áfram.“ Halldór segir að það verði vissulega viðbrigði fyrir sig að starfa ekki með Óskari Hrafni. „Ég þarf svolítið að finna minn takt í þessu. Sennilega var líka kominn tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum. En okkar tími saman var frábær og lærdómsríkur og góður. Grundgildi liðsins verða þau sömu, hins vegar er líka mjög mikilvægt fyrir mig að setja mitt handbragð á liðið og koma inn með ákveðinn ferskleika,“ segir Halldór sem segist hafa rætt mikið við Óskar Hrafn um þetta nýja starf hans. „Þegar þetta fór allt af stað ræddi ég mikið við Óskar og fann mikinn stuðning frá honum og það skiptir mig miklu máli.“ Halldór er núna að ljúka UEFA Pro gráðunni en hann einfaldlega verður að vera með gráðuna til að stýra liði í Sambandsdeild Evrópu. „Það er krafa frá UEFA að hafa þessa gráðu þannig að það var enginn leið að fresta því.“ Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Breiðablik gekk frá þriggja ára samningi við Halldór á dögunum eftir að í ljós kom að Óskar Hrafn Þorvaldsson myndi hætta með liðið eftir síðasta leik liðsins á Íslandsmótinu. Óskar tók við norska úrvaldeildarfélaginu Haugesund í gær. Halldór var aðstoðarþjálfari Breiðabliks í þjálfaratíð Óskars og þeir unnu einnig saman hjá Gróttu á sínum tíma. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Halldórs, en hann stýrði KV á árunum 2012-14. Fyrsta verkefni Halldórs sem aðalþjálfari er riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er stórt og spennandi verkefni og ekki síst á þessum tímapunkti þar sem við erum að taka þátt í Sambandsdeildinni og höfum staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum og fjórir risaleikir framundan sem ég er mjög spenntur að taka þátt í.“ Lærdómsríkur og góður tími Hann viðurkennir að það sé sérstakt að taka við liði og það fyrsta sem hann gerir sem aðalþjálfari Blika sé að stýra liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. „Það er auðvelt að mikla þetta fyrir sér en ég kýs að horfa á þetta sé frábæran hlut. Ég fæ nú einn æfingarleik á móti Rangers til að koma okkur af stað. Þetta er bara eins gott og það verður að fá alvöru svör og alvöru reynslu og taka það síðan með okkur áfram.“ Halldór segir að það verði vissulega viðbrigði fyrir sig að starfa ekki með Óskari Hrafni. „Ég þarf svolítið að finna minn takt í þessu. Sennilega var líka kominn tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum. En okkar tími saman var frábær og lærdómsríkur og góður. Grundgildi liðsins verða þau sömu, hins vegar er líka mjög mikilvægt fyrir mig að setja mitt handbragð á liðið og koma inn með ákveðinn ferskleika,“ segir Halldór sem segist hafa rætt mikið við Óskar Hrafn um þetta nýja starf hans. „Þegar þetta fór allt af stað ræddi ég mikið við Óskar og fann mikinn stuðning frá honum og það skiptir mig miklu máli.“ Halldór er núna að ljúka UEFA Pro gráðunni en hann einfaldlega verður að vera með gráðuna til að stýra liði í Sambandsdeild Evrópu. „Það er krafa frá UEFA að hafa þessa gráðu þannig að það var enginn leið að fresta því.“
Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira