„Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. október 2023 23:00 Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands þar til nýr biskup verður kjörinn næsta vor. Vísir/Arnar Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu í gær að biskup Íslands hafi ekki mátt taka neinar stjórnsýsluákvarðanir í embætti sínu eftir að skipunartími hennar rann út sumarið 2022. Þegar skipunartíminn rann út var gerður við hana ráðningarsamningur sem gildir út október á næsta ári. Kirkjuþing fékk ekki að ákvarða Sá samningur var öðruvísi en aðrir samningar þar sem hann var sá fyrsti sem gerður var við biskup eftir að þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum sem sett voru árið 2021. Fylgdi þeim lögum skilaboð frá ríkinu um að Kirkjuþing þyrfti að setja reglur um hvernig samningamálum yrði háttað. Samningurinn var hins vegar gerður áður en Kirkjuþing hafði ákvarðað um það. Því metur nefndin það sem svo að þær stjórnsýsluákvarðanir sem hún tók hafi verið marklausar og gildi ekki. Má ekki vera í lausu lofti Biskup segist una niðurstöðunni þrátt fyrir að hún áfrýi henni. „Það þýðir ekki að deila við dómarann. Dómarinn hlýtur að komast að niðurstöðu sem við verðum alltaf að una. Ég una þessum úrskurði en mér finnst það ekki nógu skýrt fyrir þjóðkirkjuna til framtíðar litið og fyrir biskupsembættið til framtíðarinnar litið að vera í lausu lofti með þetta,“ segir Agnes. Sex kvörtuðu undan áreiti og einelti Málið var tekið fyrir eftir kvörtun frá fyrrverandi sóknarpresti við Digraneskirkju en honum var sagt upp eftir að í ljós kom að hann hafi minnst tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríðir gegn reglum þjóðkirkjunnar en sex konur höfðu sakað hann um kynferðislega áreitni og einelti. Það mál er hluti af ákveðinni ólgu sem ríkt hefur innan kirkjunnar undanfarna mánuði. Agnes telur að hægt sé að komast aftur á lygnan sjó. „Við þurfum öll að stefna í sömu átt. Við erum að ganga í gegnum mjög miklar breytingar og breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök. Við þurfum að finna betur út hvar við ætlum að taka land í þessum miklu breytingum sem hafa átt sér stað undanfarin ár. Ég hef fulla trú á að það muni takast,“ segir Agnes. Trúmál Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57 Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49 Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. 16. október 2023 19:19 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu í gær að biskup Íslands hafi ekki mátt taka neinar stjórnsýsluákvarðanir í embætti sínu eftir að skipunartími hennar rann út sumarið 2022. Þegar skipunartíminn rann út var gerður við hana ráðningarsamningur sem gildir út október á næsta ári. Kirkjuþing fékk ekki að ákvarða Sá samningur var öðruvísi en aðrir samningar þar sem hann var sá fyrsti sem gerður var við biskup eftir að þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum sem sett voru árið 2021. Fylgdi þeim lögum skilaboð frá ríkinu um að Kirkjuþing þyrfti að setja reglur um hvernig samningamálum yrði háttað. Samningurinn var hins vegar gerður áður en Kirkjuþing hafði ákvarðað um það. Því metur nefndin það sem svo að þær stjórnsýsluákvarðanir sem hún tók hafi verið marklausar og gildi ekki. Má ekki vera í lausu lofti Biskup segist una niðurstöðunni þrátt fyrir að hún áfrýi henni. „Það þýðir ekki að deila við dómarann. Dómarinn hlýtur að komast að niðurstöðu sem við verðum alltaf að una. Ég una þessum úrskurði en mér finnst það ekki nógu skýrt fyrir þjóðkirkjuna til framtíðar litið og fyrir biskupsembættið til framtíðarinnar litið að vera í lausu lofti með þetta,“ segir Agnes. Sex kvörtuðu undan áreiti og einelti Málið var tekið fyrir eftir kvörtun frá fyrrverandi sóknarpresti við Digraneskirkju en honum var sagt upp eftir að í ljós kom að hann hafi minnst tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríðir gegn reglum þjóðkirkjunnar en sex konur höfðu sakað hann um kynferðislega áreitni og einelti. Það mál er hluti af ákveðinni ólgu sem ríkt hefur innan kirkjunnar undanfarna mánuði. Agnes telur að hægt sé að komast aftur á lygnan sjó. „Við þurfum öll að stefna í sömu átt. Við erum að ganga í gegnum mjög miklar breytingar og breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök. Við þurfum að finna betur út hvar við ætlum að taka land í þessum miklu breytingum sem hafa átt sér stað undanfarin ár. Ég hef fulla trú á að það muni takast,“ segir Agnes.
Trúmál Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57 Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49 Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. 16. október 2023 19:19 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57
Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49
Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. 16. október 2023 19:19