Mörkin á Laugardalsvelli og vítaspyrnurnar sem fóru forgörðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2023 07:00 Íslenska liðið fagnar því að Gylfi Þór sé orðinn markahæstur frá upphafi. Vísir/Hulda Margrét Ísland vann Liechtenstein 4-0 í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Sigurinn var síst of stór en hans verður munað sem leiksins þar sem Gylfi Þór Sigurðsson bætti markamet íslenska karlalandsliðsins. Gylfi Þór var fyrir leik gærkvöldsins aðeins einu marki frá því að jafna markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þegar í ljós kom að Gylfi Þór myndi byrja leikinn þá var strax farið að spá því að hann myndi allavega jafna markametið eða mögulega bæta það. Það tók Gylfa Þór ekki langan tíma að láta til sín taka. Það var svo á 22. mínútu sem Ísland fékk vítaspyrnu eftir að fyrirgjöf Gylfa Þórs fór í hendina á varnarmanni gestanna. Gylfi Þór fór sjálfur á punktinn og negldi boltanum í slá og inn. Alfreð Finnbogason tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti. Klippa: Mörkin á Laugardalsvelli og vítaspyrnunar sem fóru forgörðum Gestirnir fengu hins vegar vítaspyrnu áður en flautað var til fyrri hálfleiks eftir að boltinn fór í hönd Alfons Sampsted innan vítateigs. Elías Rafn Ólafssonar gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Sandro Wieser en samherji hans fylgdi eftir og minnkaði muninn. Það þurfti hins vegar að taka spyrnuna aftur þar sem leikmenn beggja liða voru komnir inn í teiginn. Wieser steig aftur á punktinn og þrumaði framhjá, staðan 2-0 í hálfleik. Gylfi Þór sannfærði þjálfarateymið um að spila tíu mínútur til viðbótar í síðari hálfleik og þær nýtti hann í að skora annað mark sitt og bæta þar með markamet íslenska karlalandsliðsins. Hákon Arnar Haraldsson gulltryggði svo sigur 4-0 sigur Íslands. Mörkin fjögur ásamt vítaspyrnum gestanna má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Gylfi Þór var fyrir leik gærkvöldsins aðeins einu marki frá því að jafna markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þegar í ljós kom að Gylfi Þór myndi byrja leikinn þá var strax farið að spá því að hann myndi allavega jafna markametið eða mögulega bæta það. Það tók Gylfa Þór ekki langan tíma að láta til sín taka. Það var svo á 22. mínútu sem Ísland fékk vítaspyrnu eftir að fyrirgjöf Gylfa Þórs fór í hendina á varnarmanni gestanna. Gylfi Þór fór sjálfur á punktinn og negldi boltanum í slá og inn. Alfreð Finnbogason tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti. Klippa: Mörkin á Laugardalsvelli og vítaspyrnunar sem fóru forgörðum Gestirnir fengu hins vegar vítaspyrnu áður en flautað var til fyrri hálfleiks eftir að boltinn fór í hönd Alfons Sampsted innan vítateigs. Elías Rafn Ólafssonar gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Sandro Wieser en samherji hans fylgdi eftir og minnkaði muninn. Það þurfti hins vegar að taka spyrnuna aftur þar sem leikmenn beggja liða voru komnir inn í teiginn. Wieser steig aftur á punktinn og þrumaði framhjá, staðan 2-0 í hálfleik. Gylfi Þór sannfærði þjálfarateymið um að spila tíu mínútur til viðbótar í síðari hálfleik og þær nýtti hann í að skora annað mark sitt og bæta þar með markamet íslenska karlalandsliðsins. Hákon Arnar Haraldsson gulltryggði svo sigur 4-0 sigur Íslands. Mörkin fjögur ásamt vítaspyrnum gestanna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira