Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2023 20:55 Gylfi Þór fagnar öðru marka sinna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. Sigur Íslands var öruggur og hefði liðið getað skorað töluvert fleiri mörk. Leiksins verður þó helst munað fyrir þá staðreynd að þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Gylfa Þórs Sigurðssonar síðan árið 2020, hans 80. A-landsleikur á ferlinum og fyrir leik var ljóst að hann gæti jafnað – og bætt – markamet íslenska liðsins. Hann jafnaði þá Kolbein Sigþórsson og Eið Smára Guðjohnsen með 26 mörk þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Geggjað, búinn að bíða lengi eftir þessu. Er búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár, yndislegt að þetta sé komið,“ sagði Gylfi Þór í viðtali beint eftir leik. Klippa: Gylfi jafnar markametið Gylfi Þór átti að koma út af í hálfleik en vildi spila örlítið meira. „Ég bað um tíu mínútur í viðbót. Veit að Freyr (Alexandersson, þjálfari Gylfa Þórs hjá Lyngby) verður ekkert rosalega ánægður með mig. Það var góð ákvörðun hjá Åge (Hareide, þjálfara Íslands) að leyfa mér að spila aðeins meira.“ „Langaði bara að spila meira. Leikurinn var það mikið stopp, sérstaklega í seinni hálfleik en líka í þeim fyrri. Mikið um tafir hjá þeim. Þetta var ekki erfiður leikur, gott að fá tíu mínútur í viðbót og æðislegt að skora.“ Klippa: Gylfi sá markahæsti frá upphafi Gylfi Þór var spurður út í þá vegferð sem íslenska landsliðið er á en liðið á enn möguleika á að komast í umspil um sæti á EM 2024 þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni. „Mikið og stórt verkefni framundan. Við erum með góða og tekníska unga leikmenn en þurfum að byggja gott lið sem er sérstaklega sterkt varnarlega.“ Gylfi Þór sagði liðið hafa breyst mikið frá því það var upp á sitt besta en í dag vill það spila boltanum mikið meira á meðan fókusinn þá var „meira á varnarleik og að vera þéttir því við höfðum þann eiginleika að geta unnið leiki þrátt fyrir að vera ekki mikið með boltann.“ „Þurfum þó að bæta okkur töluvert varnarlega sem lið,“ bætti Gylfi Þór við. Að lokum var Gylfi Þór spurður út í standið á sjálfum sér. „Allt í lagi. Bjóst ekki við því að ég myndi byrja leik í þessari landsleikjapásu en það er langt í land. Finn að ég er langt frá mínu bestu. Gott að hafa spilað 55 mínútur og mun halda áfram að koma mér í gang á næst mánuðum.“ Klippa: Gylfi Þór eftir markametið Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Sigur Íslands var öruggur og hefði liðið getað skorað töluvert fleiri mörk. Leiksins verður þó helst munað fyrir þá staðreynd að þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Gylfa Þórs Sigurðssonar síðan árið 2020, hans 80. A-landsleikur á ferlinum og fyrir leik var ljóst að hann gæti jafnað – og bætt – markamet íslenska liðsins. Hann jafnaði þá Kolbein Sigþórsson og Eið Smára Guðjohnsen með 26 mörk þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Geggjað, búinn að bíða lengi eftir þessu. Er búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár, yndislegt að þetta sé komið,“ sagði Gylfi Þór í viðtali beint eftir leik. Klippa: Gylfi jafnar markametið Gylfi Þór átti að koma út af í hálfleik en vildi spila örlítið meira. „Ég bað um tíu mínútur í viðbót. Veit að Freyr (Alexandersson, þjálfari Gylfa Þórs hjá Lyngby) verður ekkert rosalega ánægður með mig. Það var góð ákvörðun hjá Åge (Hareide, þjálfara Íslands) að leyfa mér að spila aðeins meira.“ „Langaði bara að spila meira. Leikurinn var það mikið stopp, sérstaklega í seinni hálfleik en líka í þeim fyrri. Mikið um tafir hjá þeim. Þetta var ekki erfiður leikur, gott að fá tíu mínútur í viðbót og æðislegt að skora.“ Klippa: Gylfi sá markahæsti frá upphafi Gylfi Þór var spurður út í þá vegferð sem íslenska landsliðið er á en liðið á enn möguleika á að komast í umspil um sæti á EM 2024 þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni. „Mikið og stórt verkefni framundan. Við erum með góða og tekníska unga leikmenn en þurfum að byggja gott lið sem er sérstaklega sterkt varnarlega.“ Gylfi Þór sagði liðið hafa breyst mikið frá því það var upp á sitt besta en í dag vill það spila boltanum mikið meira á meðan fókusinn þá var „meira á varnarleik og að vera þéttir því við höfðum þann eiginleika að geta unnið leiki þrátt fyrir að vera ekki mikið með boltann.“ „Þurfum þó að bæta okkur töluvert varnarlega sem lið,“ bætti Gylfi Þór við. Að lokum var Gylfi Þór spurður út í standið á sjálfum sér. „Allt í lagi. Bjóst ekki við því að ég myndi byrja leik í þessari landsleikjapásu en það er langt í land. Finn að ég er langt frá mínu bestu. Gott að hafa spilað 55 mínútur og mun halda áfram að koma mér í gang á næst mánuðum.“ Klippa: Gylfi Þór eftir markametið
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40
Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07
Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45