Sigur Hollands í Aþenu góður fyrir Ísland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2023 21:15 Virgil van Dijk skoraði markið mikilvæga. Rico Brouwer/Getty Images Slóvakía vann Lúxemborg 1-0 á útivelli í J-riðli undankeppni EM 2024. Ísland á litla sem enga möguleika á að ná 2. sæti en sigur Hollands gerir það að verkum að það er næsta öruggt að Ísland fari í umspil þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni. David Duris skoraði það sem reyndist eina mark leiksins í Lúxemborg og tryggði þar með Slóvakíu dýrmætan sigur. Duris og félagar geta svo endanlega tryggt sæti sitt á EM 2024 með sigri á Íslandi í næstu umferð undankeppninnar. Portúgal vann einkar þægilegan 5-0 útisigur á Bosniu-Hersegóvínu þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Cristiando Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, Bruno Fernandes skoraði þriðja markið áður en João Cancelo og João Felix bættu við sitthvoru markinu. Cristiano Ronaldo #EURO2024 pic.twitter.com/8FPST7KeZ2— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023 Staðan í J-riðli er þannig að Portúgal er löngu komið á EM enda með fullt hús stiga, með 24 stig, að loknum 8 umferðum. Slóvakía er með 16 stig, Lúxemborg, Ísland 10 og Bosnía-Hersegóvína með 9 stig. Liechtenstein er svo á botninum án stiga. Tæknilega séð getur Ísland enn náð 2. sætinu en þá þarf liðið að vinna bæði Portúgal og Slóvakíu á útivelli. Þá þyrfti að vinna Slóvakíu með tveggja marka mun. Í Aþenu stefndi allt í markalaust jafntefli milli Grikklands og Hollands. Það er þangað til Hollendingar fengu sína aðra vítaspyrnu í leiknum og tryggðu sér sigur í uppbótartíma. Wout Weghorst brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Virgil van Dijk brást ekki bogalistin og tryggði Hollendingum dýrmætan 1-0 útisigur. Sigurinn kemur Hollendingum upp í 2. sæti með 12 stig í B-riðli líkt og Grikkland sem er sæti neðar með jafn mörg stig eftir að hafa spilað leik meira. Holland á því tvo leiki eftir í riðlinum á meðan Grikkland á aðeins einn leik eftir. Sá er gegn Frakklandi, toppliði riðilsins. Sigur Hollands eru frábær úrslit fyrir Ísland þar sem það eykur líkurnar á að Ísland komist í umspil um sæti á EM sem fram fer í mars. Í Belgíu var leik heimaliðsins og Svíþjóðar flautaður af eftir skotárás í miðborg Brussel. Önnur úrslit Belgía 1-1 Svíþjóð (Flautaður af) Gíbraltar 0-4 Írland Big wins for Portugal, Republic of Ireland and Iceland; Dutch leave it late.#EURO2024 pic.twitter.com/oed46HCyUk— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023 Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Austurríki á EM Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld. 16. október 2023 18:05 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlægja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Sjá meira
David Duris skoraði það sem reyndist eina mark leiksins í Lúxemborg og tryggði þar með Slóvakíu dýrmætan sigur. Duris og félagar geta svo endanlega tryggt sæti sitt á EM 2024 með sigri á Íslandi í næstu umferð undankeppninnar. Portúgal vann einkar þægilegan 5-0 útisigur á Bosniu-Hersegóvínu þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Cristiando Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, Bruno Fernandes skoraði þriðja markið áður en João Cancelo og João Felix bættu við sitthvoru markinu. Cristiano Ronaldo #EURO2024 pic.twitter.com/8FPST7KeZ2— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023 Staðan í J-riðli er þannig að Portúgal er löngu komið á EM enda með fullt hús stiga, með 24 stig, að loknum 8 umferðum. Slóvakía er með 16 stig, Lúxemborg, Ísland 10 og Bosnía-Hersegóvína með 9 stig. Liechtenstein er svo á botninum án stiga. Tæknilega séð getur Ísland enn náð 2. sætinu en þá þarf liðið að vinna bæði Portúgal og Slóvakíu á útivelli. Þá þyrfti að vinna Slóvakíu með tveggja marka mun. Í Aþenu stefndi allt í markalaust jafntefli milli Grikklands og Hollands. Það er þangað til Hollendingar fengu sína aðra vítaspyrnu í leiknum og tryggðu sér sigur í uppbótartíma. Wout Weghorst brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Virgil van Dijk brást ekki bogalistin og tryggði Hollendingum dýrmætan 1-0 útisigur. Sigurinn kemur Hollendingum upp í 2. sæti með 12 stig í B-riðli líkt og Grikkland sem er sæti neðar með jafn mörg stig eftir að hafa spilað leik meira. Holland á því tvo leiki eftir í riðlinum á meðan Grikkland á aðeins einn leik eftir. Sá er gegn Frakklandi, toppliði riðilsins. Sigur Hollands eru frábær úrslit fyrir Ísland þar sem það eykur líkurnar á að Ísland komist í umspil um sæti á EM sem fram fer í mars. Í Belgíu var leik heimaliðsins og Svíþjóðar flautaður af eftir skotárás í miðborg Brussel. Önnur úrslit Belgía 1-1 Svíþjóð (Flautaður af) Gíbraltar 0-4 Írland Big wins for Portugal, Republic of Ireland and Iceland; Dutch leave it late.#EURO2024 pic.twitter.com/oed46HCyUk— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Austurríki á EM Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld. 16. október 2023 18:05 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlægja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Sjá meira
Austurríki á EM Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld. 16. október 2023 18:05