Dræmar undirtektir við sameiginlegri yfirlýsingu Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2023 12:01 Ljóst er að ríkisstjórnin á verk fyrir höndum við að vinna sér inn traust landsmanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sendu öll frá sér sameiginlega yfirlýsingu á Facebook. Undirtektir eru dræmari en oftast áður. Yfirlýsingin kemur í kjölfar stólaskipta í ríkisstjórninni og fundi á Þingvöllum sem þingflokkar stjórnarflokkanna stóðu fyrir í aðdraganda þess. Ekki fer miklum sögum af fundinum en ef marka má fréttamyndir höfðu stjórnarliðar það huggulegt á fundinum því í rútuna sem ferjaði fólkið á Þingvelli var borinn bjór í stórum stíl. Ljóst var að fundarmenn ætluðu ekki að vera þurrbrjósta þegar þeir komu saman á Þingvöllum.vísir/vilhelm Yfirlýsingin er undir yfirskriftinni Traust og ábyrgð og með fylgir mynd af þremenningunum, formönnum flokkanna sem standa að ríkisstjórninni. Einhverjir gárungar vilja meina að myndin líkist draugum því um er að ræða mynd af þeim Sigurði Inga, Bjarna og Katrínu þar sem þau speglast í rúðu. Undirtektir við yfirlýsingunni eru dræm. Ef síða Bjarna er skoðuð þá eru einungis 271 sem hafa látið í ljós velþóknun á yfirlýsingunni, þar af eru 7 hláturkallar og einn er reiður. Þó það geti reynst varasamt að túlka læk mega þetta heita átakanlega dræmar undirtektir. Til samanburðar birti Bjarni mynd fyrir fimm dögum þar sem hann gengur undir Reykjanesbraut í morgunsárið og þar eru 1,7 þúsund manns sem láta sér hana vel líka. Á síðu Katrínar Jakobsdóttur eru 147 sem setja inn merki um velþóknun en þar af eru 17 sem láta hláturkall inn til marks um að þeim þyki yfirlýsingin klén. Á síðu Sigurðar Inga er meira að gerast. Þar eru 570 sem setja inn merki um að þeim þyki þetta athyglisvert en af þessum 570 eru 207 sem setja inn hláturkall, sem túlka má sem svo að viðkomandi þyki þetta hlálegt. Og 23 setja inn reiðimerki þannig að þeim þykir þetta blaut tuska í andlit sitt. Þar inn hrannast einnig athugasemdirnar, þegar þetta er skrifað eru þær 174 og flestar á einn veg. Fáeinir segjast treysta Sigurði Inga til allra góðra verka en fleiri segja þetta skandal. Að handahófi: „Afsakið mig meðan ég fer og gubba. XB og VG eru miklu verri en XD, við vitum þó fyrir hvað XD gengur útá, vinna fyrir peningaöflin í landinu, þið hin hinsvegar gerið allt til að hanga í ónýtri og óstarfhæfri ríkisstjórn bara fyrir völdin og stólana vegna þess að þið ÞORIÐ ekki í kosningar vitandi að þið mynduð hljóta afhroð og jafnvel þurrkast út af þingi.“ Af þessum viðbrögðum að dæma virðast vendingar helgarinnar ekki til þess fallnar að lægja öldurnar og ljóst verður að það verður á brattann að sækja að fyrir ríkisstjórnina að vinna málum sínum brautargengi í seinni hálfleik þessarar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira
Yfirlýsingin kemur í kjölfar stólaskipta í ríkisstjórninni og fundi á Þingvöllum sem þingflokkar stjórnarflokkanna stóðu fyrir í aðdraganda þess. Ekki fer miklum sögum af fundinum en ef marka má fréttamyndir höfðu stjórnarliðar það huggulegt á fundinum því í rútuna sem ferjaði fólkið á Þingvelli var borinn bjór í stórum stíl. Ljóst var að fundarmenn ætluðu ekki að vera þurrbrjósta þegar þeir komu saman á Þingvöllum.vísir/vilhelm Yfirlýsingin er undir yfirskriftinni Traust og ábyrgð og með fylgir mynd af þremenningunum, formönnum flokkanna sem standa að ríkisstjórninni. Einhverjir gárungar vilja meina að myndin líkist draugum því um er að ræða mynd af þeim Sigurði Inga, Bjarna og Katrínu þar sem þau speglast í rúðu. Undirtektir við yfirlýsingunni eru dræm. Ef síða Bjarna er skoðuð þá eru einungis 271 sem hafa látið í ljós velþóknun á yfirlýsingunni, þar af eru 7 hláturkallar og einn er reiður. Þó það geti reynst varasamt að túlka læk mega þetta heita átakanlega dræmar undirtektir. Til samanburðar birti Bjarni mynd fyrir fimm dögum þar sem hann gengur undir Reykjanesbraut í morgunsárið og þar eru 1,7 þúsund manns sem láta sér hana vel líka. Á síðu Katrínar Jakobsdóttur eru 147 sem setja inn merki um velþóknun en þar af eru 17 sem láta hláturkall inn til marks um að þeim þyki yfirlýsingin klén. Á síðu Sigurðar Inga er meira að gerast. Þar eru 570 sem setja inn merki um að þeim þyki þetta athyglisvert en af þessum 570 eru 207 sem setja inn hláturkall, sem túlka má sem svo að viðkomandi þyki þetta hlálegt. Og 23 setja inn reiðimerki þannig að þeim þykir þetta blaut tuska í andlit sitt. Þar inn hrannast einnig athugasemdirnar, þegar þetta er skrifað eru þær 174 og flestar á einn veg. Fáeinir segjast treysta Sigurði Inga til allra góðra verka en fleiri segja þetta skandal. Að handahófi: „Afsakið mig meðan ég fer og gubba. XB og VG eru miklu verri en XD, við vitum þó fyrir hvað XD gengur útá, vinna fyrir peningaöflin í landinu, þið hin hinsvegar gerið allt til að hanga í ónýtri og óstarfhæfri ríkisstjórn bara fyrir völdin og stólana vegna þess að þið ÞORIÐ ekki í kosningar vitandi að þið mynduð hljóta afhroð og jafnvel þurrkast út af þingi.“ Af þessum viðbrögðum að dæma virðast vendingar helgarinnar ekki til þess fallnar að lægja öldurnar og ljóst verður að það verður á brattann að sækja að fyrir ríkisstjórnina að vinna málum sínum brautargengi í seinni hálfleik þessarar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira
„Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41