„Hann var eins og pabbi og besti vinur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2023 07:00 Zlatan ásamt unnustu sinni. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic viðurkennir að hafa átt erfitt eftir andlát umboðsmannsins skrautlega Mino Raiola. Raiola lést í apríl á síðasta ári en hann var umboðsmaður Ibrahimovic allan hans feril. Zlatan Ibrahimovic lagði skóna á hilluna í sumar eftir glæsilegan feril. Hann varð meistari í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi en hægri hönd hans á ferlinum var umboðsmaðurinn Mino Raiola. Raiola lést í apríl árið 2022 og nú hefur Zlatan tjáð sig um dagana fyrir andlát Raiola. „Ég var með honum á sjúkrahúsinu nær allan tímann. Það var erfitt að sjá hann í þessu ástandi,“ segir Zlatan en Raiola glímdi við heilsubrest eftir að hafa farið í aðgerð í janúar árið sem hann lést. Greint var frá því nokkrum dögum áður en Raiola lést að hann væri allur en þær fréttir reyndust þó ekki á rökum reistar. Zlatan segir að Raiola hafi verið miklu meira en bara umboðsmaður. „Hann var eins og pabbi og besti vinur. Við töluðum saman á hverjum degi. Ég var hjá honum á sjúkrahúsinu en við ræddum ekki um sjúkdóminn. Ég vildi ekki tala um hann, ég vildi koma þangað og gefa frá mér jákvæða strauma. Þannig var hann gagnvart okkur leikmönnunum. Hann var sterkur, mjög sterkur.“ Raiola þótti harður í horn að taka en hann var umboðsmaður margra af bestu leikmönnum Evrópu. Umboðsmaðurinn var vellauðugur og lifði hátt. Hann var maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Gæti snúið aftur til Milan Eins og áður segir lagði Zlatan skóna á hilluna í júní en undanfarið hafa orðrómar verið á sveimi um að hann muni taka að sér einhvers konar hlutverk innan AC Milan sem hann lék með síðustu ár ferils síns. „Það eru bara liðnir nokkrir mánuðir síðan ég fór á eftirlaun. Ég er ekki með neinar áætlanir ennþá, það fær að taka þann tíma sem það mun taka. Það eru tilboð en ég hef ekki ákveðið mig. Ef ég ætla aftur til Milan þá vil ég fara þangað og hafa áhrif, ekki bara snúa aftur sem einhver fyrrverandi leikmaður. Við höfum hist á fundum og viðræður eru í gangi og við sjáum hvert þær leiða okkur.“ Ítalski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic lagði skóna á hilluna í sumar eftir glæsilegan feril. Hann varð meistari í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi en hægri hönd hans á ferlinum var umboðsmaðurinn Mino Raiola. Raiola lést í apríl árið 2022 og nú hefur Zlatan tjáð sig um dagana fyrir andlát Raiola. „Ég var með honum á sjúkrahúsinu nær allan tímann. Það var erfitt að sjá hann í þessu ástandi,“ segir Zlatan en Raiola glímdi við heilsubrest eftir að hafa farið í aðgerð í janúar árið sem hann lést. Greint var frá því nokkrum dögum áður en Raiola lést að hann væri allur en þær fréttir reyndust þó ekki á rökum reistar. Zlatan segir að Raiola hafi verið miklu meira en bara umboðsmaður. „Hann var eins og pabbi og besti vinur. Við töluðum saman á hverjum degi. Ég var hjá honum á sjúkrahúsinu en við ræddum ekki um sjúkdóminn. Ég vildi ekki tala um hann, ég vildi koma þangað og gefa frá mér jákvæða strauma. Þannig var hann gagnvart okkur leikmönnunum. Hann var sterkur, mjög sterkur.“ Raiola þótti harður í horn að taka en hann var umboðsmaður margra af bestu leikmönnum Evrópu. Umboðsmaðurinn var vellauðugur og lifði hátt. Hann var maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Gæti snúið aftur til Milan Eins og áður segir lagði Zlatan skóna á hilluna í júní en undanfarið hafa orðrómar verið á sveimi um að hann muni taka að sér einhvers konar hlutverk innan AC Milan sem hann lék með síðustu ár ferils síns. „Það eru bara liðnir nokkrir mánuðir síðan ég fór á eftirlaun. Ég er ekki með neinar áætlanir ennþá, það fær að taka þann tíma sem það mun taka. Það eru tilboð en ég hef ekki ákveðið mig. Ef ég ætla aftur til Milan þá vil ég fara þangað og hafa áhrif, ekki bara snúa aftur sem einhver fyrrverandi leikmaður. Við höfum hist á fundum og viðræður eru í gangi og við sjáum hvert þær leiða okkur.“
Ítalski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Sjá meira